Útvarpstíðindi - 17.05.1948, Side 24

Útvarpstíðindi - 17.05.1948, Side 24
216 ÚTVARPSTIÐINDI 1 RÖDDUM HLUSTENDA í síðasta hei'ti er þess óskað, að Útvarpstíðindi hirti kvæði ]>au, sem Loftur Guðmunds- son flutti í litvarpið á blaðamannakvöld- vökunni um páskana, undir nafni Leifs Leirs. Síðan hafa kvæðin birzt í „Brotn- um pennum" Alþýðublaðsins, en samt sem áður vilja Útvarpstíðindi verða við tilmælum bréfritarans, og koma liér tvö af kvæðunum, sem lesin voru á blaða- mannakvöldvökunni: NO MANS LAND. Holskeflur ára og alda æða við tímans sand. Kinníana sit ég að sunibli, er siglir initt fley í strand . .. eftir áttunda staupið opnast mér „no mans land“. Úr finndúpum liámera og hnúðbaks rísa liákjarvölsk undrafjöll, frá skipsfjöl mér chevingskir sjómenn skutla upp á túbalskan völl. IJm ásgrímskar auðnir og heiðár reika ásmundskar skesstlr og tröll. 1 guðjónskum hamrahörgum stendur liátíð, sem aldrei dvín. Hvern vegg hefur Skúlason skreyttan til skelfingar Hagalín, en Grímsvatnalangeldur Gvendar á gólfinu fuðrar og skín. Við jónleifska hljómaheiðni og hallgrímskan þjóðlagaseim veita búkmiklar abstraktínur sín atlot i kristmönsku geim, en kiljanskar siðfræðissölkur syngja með austrænum hreitn. Einmana sit ég að sumbli, er siglir mitt fley 1 strand ... Eftir áttundas taupið opnast mér „no mans land“. A STOPPESTÖÐINNI. Þau hittust á stoppestöö. Stundum er alllöng bið, því jafnvel stoltustu strætisvagnar stöðvast, er sízt á við ... Og þarna stóðu þau hlið við hlið. Hann var ungur og ásthneigður sveinn. Hreifst af öllu, sem fegurst hann sá. Og hún var yndisins opinberun frá uppmjóum hatti að skógati á tá. Eða svo var að sjá . . . Æskurjóð, unaðsslétt kinn, eirrauð, freistandi vör . .. Mjúldega sveigðir brúnabogar. Rleikgullnir lokkar, — augun snör. Og tennurnar hvítar sem heiðjöklaskör. Þau stóðu þar lilið við hlið ... á húmkvöldum margt getur skeð. Þaö skall yfir snögglega skúr með stormi og skjól eða afdrep varð hvergi séð ... þá fauk af henni hatturinn og hárið með. Og regnið slrauk roðann af vör og hin rósleita kinn varð eitt svað, þar sem mjúku brúnabogarnir runnu í biksvörtum lækjum, — já, svo fer það, þegar skellur yfir rigning á skjóllausum stað. Strætisvagn stöðvar sitt skrið ... stöðvast um andrá, og fer. Hann grípur í stöngina, liún sezt í sætið, en svalköld oft biðin á húmkvöldum er . .. hún lióstar og hnerrar, hnerrar og hóstar Iivítum tanngörðum út úr sér .. . Hann tékur ekki oftar á öltu því mark, sem fyrir augu hans ber ...

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.