Útvarpstíðindi - 14.06.1948, Page 7

Útvarpstíðindi - 14.06.1948, Page 7
ÚTVARPSTÍÐINDI 247 oft gramizt, eru þagnir þær og tafir, sem útvarpið býður upp á. Oft eru raunar í hléum þeim, sem að öllum jafnaði eru mörg hvert kveld, leiknir lagastúfar af plötum, sem síðan verður að deyfa niður, þegar tími er fyrir nýja útvarpsefnið að hefj- ast. — Af hverju lætur útvarpið ekki leika íslenzk lög, ný og gömul, á plötur, sem tæki 1, ll/2 og 2 mín- útur að leika og hægt væri að smella á í hléunum? Leikrit. Full ástæða væri til að ræða þátt útvarpöíns í leikritaflutningi. Út- varpið virðist alls ekki geta hugsað sér leikritaflutning nema á laugar- dögum. Væri ekki hugsanlegt, að við fengjum einhvern tíma að heyra, svona inn á milli, t. d. íslenzkar smá- sögur eða þjóðsögur færðar í leik- ritsform fyrir útvarp? Mjög oft hefur verið deilt um leikritavalið, og verða menn líklega seint sáttir í þeim efnum. Mörg leikritanna, sem útvarpið hefur flutt, hafa þó tæp- ast verið ætluð til flutnings þar, sem ekki sæi til leikendanna. Og' þótt svo sé, getur þó vel farið á slíkum leikritum í útvarpi. En það er viðbúið ,að útvarpið þurfi að leggja mun meira kapp á að leyfa hlustendum að heyra meira í þessu formi, — þó ekki væri nema stöku einþáttunga um miðja viku. „Erfiðar adstæður“. Það er svo, þegar einu sinni er farið að ræða um útvarpið, að mjög erfitt er að leggja frá sér pennann. Hér að framan hefur verið gripið mjög lauslega — vafalaust of laus- lega — á nokkrum atriðum, sem að minnsta kosti ættu að vera athug- unarverð. Það má náttúrlega segja sem svo, að jafnvel minnsta breyt- ing, sem gera verður á útvarpinu, kosti mikið fé, og það sé þess vegna fjarri lagi að vera stöðugt að stagl- ast á endurbótum, sem menn ímyndi sér að gera verði. En þá er illa farið, þegar við höfum ekki ráð á að starf- rækja sómasamlegt útvarp. Oft er skírskotað til „hinna erfiðu aðstæðna“ útvarpsins. Það er nú það. Erfiðleikarnir ættu heldur að stæla, og ekki er alveg öruggt, að við fáum betra útvarpsefni, þótt við fáum ,,höllina“ einhvern tíma, en við eig- um að geta haft nú. Krafa hlustenda hlýtur að vera sú, að þeir fái úr útvarpinu svo gott efni á hverju kvöldi, að þeir þurfi aldrei að minnast þess, að til er takki á tækinu til að loka fyrir, fyrr en þulurinn býður okkur góða nótt. Bitt. ÚTVARPSVIÐGERÐASTO. A OHo B Arnar KLapparstíg 16 Revkjavík annast allskonar viðserðir á iítvarps- tækjurn og öðruni skyldum tækjuin Fyrsta flokks vinnustofa OjT góðir starfs- kraftar. Sanugiarnt verð. 76 ára reynsla Sími 2799

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.