Prentarinn - 01.10.1966, Síða 8
fulltrúar prentara og bókbindara
lýstu yfir, að þeir myndu leggja til
við sín félög, að þau samþykktu
íram komið tilboð. Lýstu þeir jafn-
framt yfir, að þessi ákvörðun væri
að nokkru tekin vegna hinar erfiðu
samningsaðstöðu og einnig af því,
að áfangasamningur urn 40 stunda
vinnuviku væri svo stórt atriði fyrir
þessi tvö félög, að þau hefðu í raun
og veru ekki leyfi til að hafna til-
boðinu.
Var tilboð atvinnurekenda borið
undir fund í félaginu 7. október og
það samþykkt með 117 atkvæðum
gegn 65. Og það síðar um kvöldið
undirritað af samningsaðilum að
viðstöddum sáttasemjara ríkisins.
Stjórn H. I. P. var ljóst, að í
samningununt var um þrjár leiðir
að velja: 1. Hafna tilboðinu og láta
boðað verkfall konta til fram-
kvæmda. 2. Fresta verkfalli og hafa
lausa samninga. 3. Að samþykkja
framkomið tilboð.
Stjórnin valdi þriðju leiðina og
þegar athuguð er samingsaðstaðan,
svör atvinnurekenda og tilmæli
sáttasemjara um frestun verkfalls-
ins, verður að álykta að stjórnin
liafi valið þá leið, sem skynsamleg-
ust var. Og til stuðnings þeirri
skoðun má benda á, að síðan samn-
ingar voru undirritaðir, hefur ekk-
ert það gerzt í samningum annarra
félaga, sem orðið hefði stuðningur
við kröfur bókagerðarfélaganna.
Prentnemafélagið
Prentnemafélaginu var boðið að
senda fulltrúa á trúnaðarmanna-
fund, sem baldinn var 12. septem-
ber 1966, þar sem meðal annarsvoru
ræddar væntanlegar kröfur H. I. P.
Eftir þann fund mættu fulltrúar
prentnema á fundi bjá stjórn H. I.
P. og óskuðu eftir því, að í væntan-
legum samningum yrði reynt að fá
kaup nema reiknað af öðrunt taxta
en lágmarkstaxta, t. d. tekið meðal-
tal af þeim þremur töxtum sem
samið er um fyrir sveina. Einnig
fóru fulltrúar prentnema þess á leit
að aukavinnukaup nema yrði sam-
ræmt, — en það er mjög mishátt,
— t. d. að greitt yrði fyrir auka-
vinnu nenta sama aukavinnukaup
og Dagsbrúnarverkamenn bafa í al-
mennri vinnu.
Þessum óskum prentnema svaraði
stjórnin á þá leið, að hún myndi
taka til athugunar beiðni þeirra um
hækkun fastakaupsins. En í sam-
bandi við ósk þeirra um auka-
vinnukaupið var bent á, að aldrei
hefði verið um það samið. Og vafa-
samur hagnaður gæti það verið fyr-
ir prentnema, að miða aukavinnu-
kaup þeirra við Dagsbrúnarkaup,
því að í samningi Dagsbrúnar væri
um að ræða 50% álag fvrir eftir-
vinnu og 91% fyrir nætur- og ltelgi-
dagavinnu. En samkvæmt samningi
H. í. P. væri greitt 100% álag fyrir
alla aukavinnu.
I framhaldi af þessu má geta
þess, að stjórn Iðnnemasantbands
Islands hefur ákveðið að fara bess
á leit við iðnfélögin, að þau taki að
sér, samkvæmt heimild í nýjum iðn-
fræðslulögum, að semja um kaup
iðnnema. Og er ætlun Iðnnemasam-
bandsins að fara fram á sömu pró-
sentutölu af kaupi sveina og H. I. P.
santdi um fyrir prentnema í október
1965.
Ymis mál
Prentaratal.
Á stjórnarfundi 17. október 1966
var Pétri Stefánssyni falið að setja
sarnan nefnd til að vinna að undir-
búningi að útgáfu nýs Prentaratals.
Var það gert á grttndvelli samþykkt-
ar aðalfundar 1965 og síðari urn-
ræðna á félagsfundum. I nefndina
valdi Pétur Jón Otta Jónsson og Pét-
ur Haraldsson.
Nefndin hefur baldið þrjá fundi
og haft samráð við Ara Gíslason,
sem samdi fyrri útgáfuna. Er nú í
prentun eyðublað til upplýsingasöfn-
ttnar, sem fyrirhugað er að dreifa til
þeirra sem við prentverk vinna og
annara sem það hafa lært og til
kann að nást. Er fyrirhugað að út-
gáfan verði til ekki síðar en 1972,
þegar félagið verður 75 ára.
Fyrri útgáfa Prentaratals hefur
nú verið seld það rnikið, að tilkostn-
aður hefur fengist greiddur. Nokkur
hluti upplagsins er þó enn óseldur,
en búast rná við að hann þrjóti á
næstu mánuðum. Skal því prentur-
um bent á að kaupa ritið áður en
það þrýtur, því það er orðið nokk-
ttð eftirsótt af söfnurum.
Frœðslunejnd.
Með bréfi, dagsettu 6. september
1966, óskaði Iðnfræðsluráð eftir til-
nefningu í fræðslunefnd, samkv. 11.
gr. nýrra laga ttm iðnfræðslu, sem
staðfest voru 11. maí 1966, I þeim
lögum segir svo:
„Iðnfræðsluráð skipar þriggja
manna fræðslunefnd hverrar iðn-
greinar. Skal einn nefndarmanna
vera meistari og annar sveinn þeirr-
ar iðngreinar, sem um er að tefla,
en hinn þriðji nefndur af Santbandi
iðnskóla á Islandi, og sé hann að
jafnaði kennari í viðkomandi grein.
Skipar iðnfræðslttráð einn nefndar-
manna formann, en að öðru leyti
skipta nefndarmenn verkum með
sér.
Hlutverk fræðslunefndar er, að
vera stjórnarvöldum og öðrum til
ráðuneytis og gera tillögur um nám
og kennsluháttu, enda ber stjðmar-
völdum, að leita umsagnar nefndar-
innar um slík mál, eftir því sem við
á.
Iðnfræðsluráð hefur umsjón með
störfum fræðslunefnda og setur
þeim nánari starfsreglur.“
Með bréfaskriftum og símtölum
varð að samkomulagi við Iðn-
fræðsluráð að hafa nefndina tví-
þætta og tilnefndi stjórn H.Í.P. fyr-
ir sitt leyti Guðjón Sveinbjömsson
fyrir setjara og Jón Júlíusson fyrir
prentara.
30. þing A. S. í.
Kjör fulltrúa á 30. þing Alþýðu-
sambands íslands fór fram í sept-
embermánuði s.l. og var þriggja
manna kjörstjórn falið að annast
kjör fulltrúanna. I kjörstjóminni
áttu sæti Sigurður Guðgeirsson,
skipaður af A. S. I., og var hann
forntaður hennar, Gestur G. Áma-
46
PRENTARINN