Prentarinn - 01.10.1966, Síða 9
son og Ólafur Hannesson, skipaðir
af stjórn H. í. P.
Kjörstjórn auglýsti eftir fram-
lioðslistum. Aðeins einn listi kom
fram og var hann því sjálfkjörinn.
Aðaifulltrúar voru Jón Agústsson,
Óðinn Rögnvaldsson, Pétur Stefáns-
son og Stefán Ögmundsson.
Varafulltrúar: Ellert Ág. Magn-
ússon, Pálmi A. Arason, Jón Már
Þorvaldsson og Guðrún Þórðar-
dóttir.
Samband bókagerðarmanna.
I framhaldi af þeim viðræðum,
sem fram höfðu farið allt frá árinu
1962 var á aðalfundi 1966 samþykkt
heimild fyrir stjórn H.I.P. til að
ganga til samstarfs um stofnun sam-
bands milli H.I.P., Bókbindarafélags
íslands, Offsetprentarafélags Islands
og Prentmyndasmiðafélags Islands.
Fljótlega eftir að þessi samþykkt
var gerð tilnefndu stjórnir félaganna
menn til viðræðna um þetta mál.
Svanur Jóhannesson hókhindari var
fenginn til að vera ritari þeirrar
nefndar, og honum falið að færa til
bókar allan aðdraganda að hug-
inyndinni um stofnun sambands
bókagerðarmanna.
Var jafnframt hafist handa um að
afla gagna um stofnun þeirra sam-
banda verkalýðsfélaga, sem til eru á
íslandi og einnig var farið yfir lög
danskra félaga bókagerðarmanna
um slíkt samband, sem komið hafði
verið á 2. júní 1962. Hafði fyrrver-
andi formaður H.I.P., Óskar Guðna-
son, þýtt þau lög að mestu, meðan
hann vann að þessu máli í sinni for-
mannstíð.
Ur þessum gögnum vann ritari
nefndarinnar síðan að frumvarpi að
lögum fyrir samband bókagerðar-
manna á íslandi. Ræddi nefndin
frumvarpið á tveim fundum og á-
kvað að nefndarmenn flyttu það
hver til sinnar stjórnar til álits og
breytinga. Síðan hefur nefndin ekki
verið kölluð saman.
Þó þetta mál hafi legið niðri um
skeið, er það von stjórnar H.I.P., að
stjómum hinna félaganna sé Ijóst,
að ekki verður komist hjá samstarfi
milli félaganna, eftir að viðsemj-
endur hafa myndað samtök sín á
milli. Og tækniframfarir kalla einn-
ig á nánara samstarf um ýmislegt
innan iðngreinanna en verið hefur
til þessa.
Agreiningur um jilmusetningu.
Með bréfi, dags. 14. apríl 1966,
tilkynnti Lithoprent h.f., að fyrir-
tækið væri að setja upp „Mono-
photo“ filmusetningarvél með tveim-
ur setjarahorðum frá „Monotype".
Jafnframt var tilkynnt, að þar sem
engir íslendingar væru þjálfaðir til
að fara með þessi tæki, hefði Litho-
prent ráðið tvo Englendinga til
starfa í 12 mánuði. Væm þessir
menn lærðir setjarar og meðlimir í
brezkum prentarasamtökum. Sams-
konar tilkynningu hafði Lithoprent
sent Offsetprentarafélagi íslands.
Vegabréf og iðnréttindi þessara
Englendinga voru athuguð af stjóm
H.Í.P. og reyndust þau vera í lagi.
Var þeim því veitt innganga í fé-
lagið og vinnuréttindi.
Skömmu seinna tilkynnti for-
stjóri Lithoprents að stjórn Offset-
prentarafélagsins hefði gert þá at-
hugasemd, að ekki væri ljóst, hvort
vinna á þessi tæki tilheyrði okkar
iðngrein eða þeirra. Leiddi það til
þess að skotið var á fundi þriggja
manna frá H.Í.P., formanns, ritara
og gjaldkera, og tveggja manna frá
Offsetprentarafélaginu, þeirra Jóns
Ólafssonar og Pálma V. Samúels-
sonar. Lagði ritari H.I.P. þar fram
þýðingu úr ársskýrslum I.G.F., þar
sem skilgreint er á hvern hátt sam-
komulag er um að taka á þessum
málum innan félaga í I.G.F.
Þessar viðræður leiddu til þess að
samkomulag varð um að félögin
spyrðust bréflega fyrir um það hjá
Dansk Typografforbund og Dansk
litografisk forbund, hvernig þessum
málum væri fyrirkomið hjá þeim.
Þann 2. maí harst bréf frá Prent-
myndasmiðafélagi íslands, þar sem
það óskaði eftir að fá að fylgjast
með þeim viðræðum, sem fram fæm
milli H.I.P. og offsetprentara um
þetta mál.
I júnímánuði barst svo bréf frá
Dansk Typografforbund. Þar segir,
að bæði samböndin hafi launa-
samninga við sína viðsemjendur um
þessi atriði. Þá segir einnig í bréf-
inu, að fyrir dyrum standi viðræður
við Lithografisk forbund um ýms
vandamál sem uppi séu um þessa
nýju tækni, og vilji samtökin því
bíða með endanlegt svar, sem hugs-
anlegt sé að þau geti gefið í sam-
einingu.
Þess má að lokum geta, að tveir af
félagsmönnum H.Í.P. hafa nú lokið
námskeiðum í þessari nýju tækni í
Monotype-skóla í Englandi. Valgeir
J. Emilsson í umbroti á filmu-sátri
og Kristján Gunnarsson á setjara-
borðin.
Þó ljóst ætti að vera, að einungis
lærðis setjarar liafa undirstöðuþekk-
ingu til að vinna á þessi tæki, er hér
um að ræða samruna tveggja iðn-
greina, sem skapa vandamál þeirra
á milli, vandamál, sem félögunum er
nauðsynlegt að leysa á sem hag-
kvæmastan hátt fyrir þau bæði.
Bezt gerSa bókin 1965.
Félag íslenzkra teiknara efndi á
s.l. vori til sýningar á bezt gerðu
bókum og tímaritum ársins 1965. I
sambandi við sýninguna fór fram val
á „beztu bók ársins 1965“. Félag ís-
lenzkra teiknara óskaði eftir því, að
H.Í.P. tilnefndi mann í dómnefnd
um val bókarinnar og var Stefán Og-
mundsson til þess kjörinn.
H.Í.P. hefur nú nýlega borizt bréf
frá sömu aðilum þar sem óskað er
eftir nánara samstarfi um aðild ís-
lenzkra bókagerðarmanna að nor-
rænni samvinnu á þessu sviði. Hefur
ekki enn verið tekin ákvörðun í því
máli.
J. Ág.
Skýrsla
íasteignanefndar
Á síðasta aðalfundi var Guðbjörn
Guðmundsson endurkjörinn í nefnd-
inan til tveggja ára. Fyrir í nefnd-
inni var Sigurður Guðgeirsson og á
fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund
skipaði hún Pálma Arason í nefnd-
PRENTARINN
47