Prentarinn - 01.10.1966, Síða 16

Prentarinn - 01.10.1966, Síða 16
herbergi og þar geymt alls konar fiskæti, hert eða saltaff. Ekki vissi ég neitt um brunann fyrri en morguninn eftir. Kl. 6 fór ég á fætur. Eg átti heima í Vestur- bænum gegnt Stóra-Seli. Eg átti að sjá um, að heitt væri orðið kl. 7, því þá átti vinna að hefjast. Málaferli urðu út af bruna þessum. Ovildarmenn Sigmundar reyndu að gera þennan bruna grunsam- legan, vegna þess hve áhöld prentsmiðjunnar voru hátt vátryggð. Arið 1885, í októbermánuði, var Sigmundur búinn að kaupa sér nýja prentvél í Skotlandi. Miller og Richard hétu þeir sem seldu hana. Hún tók aðeins 8 síður (Medium) „Skírnis“-stærð, og var því helm- ingi minni en sú vél, sem í brunanum lenti. Áður en prentsmiðjan brann liafði Sigmundur hyrjað að gefa út á sinn kostnað „Fornaldarsögur Norðurlanda", Hrólfa sögurnar (Hrólfs Gautreksson- ar og Göngu-Hrólfs). Árið 1886, í febrúarmánuði, var byrjað að prenta nýja útgáfu af kirkjusöngs sálmabókinni. Átti hún að vera mikið endurbætt. I nefndinni, sem átti að sjá um útgáfu þessa, var lector Helgi Hálfdánarson, formaður, séra Stefán Thorarensen á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd og séra Valdimar Briem á Stóra- Núpi. — Sigfús Eymundsson keypti útgáfuréttinn í þetta sinn fyrir 2500 krónur. Sigfús hafði lært bók- band hjá Páli bókbindara Sveinssyni, sem gaf út „Þúsund og eina nótt“, er þýdd var af Steingrími skáldi Thorsteinssyni. Árið 1887 (í maímánuði) stofnuðu félag nokkrir ungir verzlunarmenn og prentarar í Reykjavík, með þeim tilgangi að læra leikfimi. Fórum við nokkrir saman til Ólafs Rósenkranz, sem þá var leikfimikenn- ari við Latínuskólann. Ólafur spurði okkur þá, hvað við værum margir, sem ætluðum að vera saman. En við sögðum honum, að við værum ekki nema átta. Við hefðum viljað tala við hann áður en við gerðum meira. Hann sagði okkur þá, að við mættum gjarnan vera 16 eða 20, ef við vildum, húsrýmið væri nógu mikið. En engan tíma sagðist hann hafa afgangs til kennslu nema á sunnudagsmorgna kl. 10—12. Var okkur strax ljóst að það var einmitt hentugur tími fyrir okkur. Er Ólafur kvaddi okkur, sagði hann: „En eitt vil ég segja við ykkur og það er, að þiff verðið að mæta stundvíslega, annars verður allt í ólagi." Næsta ár byrjuðum við um miðjan aprílmánuð 1888. Vorum við nemendurnir þá orðnir 18. Fyrra árið vorum við að jafnaði 11 eða 13. Einn af þeim, er við bættust, var Matthías Einarsson, sem þá var á unglingsaldri, en sagt var að væri þá að lesa undir inntökupróf í Latínuskólann. Þetta var Matthías Ein- arsson, hinn víðkunni læknir, sem síðar varð dáður og virtur af öllum, sem þekktu hann að ráði. Jón Þórðarson. EFNISYFIRLIT 44. árgangs Prentarans Ágúst Guðmundsson til Winnipeg ................ 33 Bókagerðarmenn í Noregi sameinast í eitt sam- band, viðtal við Óðinn Rögnvaldsson ........... 21 Dagblöðin vinsælust............................... 33 Elektron-setningarvélar í Skarð og Odda ......... 28 Eundurbætt Ludlow-vél ........................... 37 Faðir 8 stunda vinnudagsins á Islandi ............ 1 I'ilnian í stað blýsins, viðtal við Valgeir Emils- son........................................... 25 Frá aðalfundi H. í. P. 1966 ...................... 32 Frá bókasafni H. f. P. ........................... 24 Hið íslenzka prentarafélag 1966: Bridgemót II. í. P............................. 52 Félagsannáll árið 1966 ....................... 39 Frá Lífeyrissjóði prentara .................... 51 Skýrsla Bókasafnsnefndar ...................... 48 Skýrsla Fasteignanefndar....................... 47 Skýrsla fulltrúa H. I. P. í stjórn Byggingafé- lagsins Miðdalur ............................ 51 Skýrsla Orlofsheimilisnefndar.................. 49 Skýrsla Skemmtinefndar......................... 48 fsland aðili að norrænu samstarfi................. 20 Minningar um Jakob Kristjánsson, eftir Jón Benediktsson prentara.......................... 12 Oddur Bjömsson prentmeistari, eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum........................ 2 Prentverk á Akureyri, eftir Steindór Steindórs- son frá Illöðum................................ 5 Rekstrar- og efnahagsreikningur Lífeyrissjóðs prentara 1965 ................................. 34 Samanburður á kjörum bókagerðarmanna í ýms- um löndum...................................... 30 Sigurður Friðleifur Jónsson — Minning, eftir S. 0........................................... 29 Staldrað við í Pressmen’s Home, eftir Hallgrím Tryggvason ..............................'..__ 18 PRENTARATAL (1530—1950) Nokkur eintök eru enn fáanleg í skrifstofu H. 1. P. 54 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.