Prentarinn - 01.01.1969, Side 5

Prentarinn - 01.01.1969, Side 5
un í annað starf innan bókiðnaðarins. Svipaða sögu er að segja af ýmsum öðrum starfsgreinum og er- lendis leggur verklýðshreyfingin æ meiri áherzlu á fræðslustarfið. Því miður virðast verklýðsfélögin hér á landi enn hafa harla lítinn áhuga á fræðslumálunum. Þau hafa að mestu verið afskipalaus um starfsmenntun félagsmanna og í öllum umræðunum sem orðið hafa um skólainál á undanförnum mánuðum hefur varla verið minnzt á iðnfræðsluna, og stéttarsamtök iðnaðarmanna þar hvergi nærri komið. Þótt ætla megi að iðnfræðslan og góð verkkunn- átta sé ekki síður mikilvæg en svokölluð „æðri menntun" verður hún ævinlega hornreka, bæði varðandi fjárframlög ríkisvaldsins til kennslunnar sjálfrar og námsstyrki til iðnaðarmanna. Dagskrá námskeiðisins Dagskrá námskeiðsins í Norræna húsinu var í að- alatriðum þessi: Fyrsta kvöldið, þriðjudaginn 6. maí, hélt Eli Reimer stuttan fyrirlestur um þróun prentiðnaðar- ins síðustu árin. Þá ræddi Bent Rohde um íslenzk- ar bækur og prentgripi og lauk því yfirliti næsta kvöld. Eli Reimer flutti því næst erindi sem hann nefndi: „Staða prentarans í nýju tækniþróuninni". A föstudag var iðnnámið á dagskrá og á sttnnudag ræddti þeir um íslenzku dagblöðin og ýmsar nýj- ungar í dagblaðaprentun. I upphafi námskeiðsins fluttu Ivar Eskeland, for- stöðumaður Norræna hússins og Jón Agústsson, for- maður HÍP, ávörp og buðu dönsku gestina og bóka- gerðarmenn velkomna á námskeiðið. Nauðsyn samstöðu Eli Reimer gerði fyrst grein fyrir þeirri geysi- hröðu þróun, sem orðið hefur í prentiðnaðinum síðasta áratuginn og sagði í því sambandi að ís- lenzkir bókagerðarmenn gætu ekki, frekar en starfs- bræður þeirra í öðrum löndum, lokað augunum fyrir breytingunum og yrðu að búa sig undir að mæta þeim, annars yrðu aðrir titan stéttarinnar til þess að taka upp þráðinn. Hann minnti á að al- þjóðleg samkeppni harðnaði mjög í prentiðnaðin- um og jafnframt því hafa prentarar misst þann einkarétt sem þeir hafa haft, allt frá dögum Guten- bergs, á gerð prentaðs máls og þurfa nú að mæta harðri samkeppni frá öðrum prentaðferðum. Eli Reirner benti lika á að Wkaútgáfa og margs- konar önnur skjalfesting hefur aukizt ört. Einkan- lega útgáfa vísinda- og fræðslurita og ekki sízt kennslubóka. Oft þyrfti að ljúka stórum verkefnum (t. d. símaskrám) á svo skömmum tíma að slíkt væri ógjörningur með blýsetningarvélum og nú væru til Eli Reimer Bent Rohde þcssara verka notuð tölvusetningarkerfi, eins og Hell Digiset, sem Reimer reiknaði út að sett gæti Morgunblaðið á 7 mínútum! í ódýrar útgáfur er ritvélasátur oft hentugt, en við þá setningartækni vinnur margt fólk sem er utan stéttarfélags bóka- gerðarmanna. Þessum hraðfara breytingum fylgja margvíslegir erfiðleikar fyrir fólkið sem í bókaiðnaði vinnur. I>að sem áður var gott og gilt er ef til vill skyndilega orðið úrelt og lítils virði. Reimer brýndi það fyrir mönnum að samstaðan væri það sem gilti. Bóka- gerðarmenn yrðu að standa saman — bókaiðnaður- inn væri ein iðngrein — ekki 4 eða 5. Sameiningin væri nauðsynleg og reyndar óhjákvæmileg af tækni- Iegum og félagslegum ástæðum og ekki sízt vegna iðnfræðslunnar sem yrði að fylgja nýjum tímum. Hann sagði að bókagerðarmenn ættu að taka nýj- ungunum vel og ná valdi á nýju tækninni. Sú hefði orðið afstaða danska prentarafélagsins. Það hefur komið á fót iniirgum námskeiðum sem veita félags- mönnum framhaldsmenntun í iðninni eða endur- þjálfun í nýtt starf innan prentiðnaðarins. Endur- þjálfunin er kostuð af ríkisfé og þátttakendur halda fullum launtim meðan þeir sækja námskeiðin. Dönsku prentararnir reyna á þennan hátt að hakla forskoti í kapphlaupinu við tæknina, og geta tekið við nýjum prenttækjum um leið og þau eru keypt I’RENTARINN 3

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.