Prentarinn - 01.01.1969, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.01.1969, Blaðsíða 13
Þá er einnig minna um framhöld í blaðinu en öðrum blöðum og þau sett á eina, ákveðna siðu. Hins vegar er auðsjáanlega reynt að forðast þau, með því að hafa fréttir stuttar. í heild má segja, að þetta sé mislitt blað, með fjölbreytni i prentstefnu, sem skilur ágætlega að efnisflokka og veitir blaðinu líflegan og skemmti- legan svip og leiðir hugann að evrópskum síðdegis- blöðum. Þrykking og svertun slæm. Þjóðviljinn Þetta blað hefur sérstöðu meðal íslenzkra blaða, hvað viðkemur stærðinni, sex dálkar á síðu i stað fimm hjá hinum, og síðurnar lengri. í umbroti er reynt við blokkumbrot, en greinar þó felldar sam- an. Útsíðurnar eru rólegar og hógværar i umbroti og fyrirsagnavali. Umbrot á innsíðum oft og tíðum skemmtilegt, og vel útfært. Sérefni er auðkennt með föstum haus eða ramma. Framhöld eru að mestu sett á eina síðu. í heild virðist blaðið skýrt og ljóst, með góðum prentáhrifum. Virðist koma til móts við lesandann, en stefnan í leturvali og umbroti er þó helzt til stíf. Þrykking og svertun góð. Niðurstaða íslenzkum blöðum má skipta i tvo flokka: Blöðin í litlu brotunum og blaðið í stóra brotinu. Blöðin í litlu brotunum bera vott tveim prent- skoðunuin. Þrátt fyrir smátt brot hefur Morgun- blaðið á sér svipmót hins stillilega, hefðbundna ár- degisblaðs, þar sem hins vegar Tíminn, Vísir og Al- þýðublaðið með sitt stóra fyrirsagnaletur standa nær æsifréttablaðinu, sem selja á í lausasölu á götunum. Með fjölbreyttri uppsetningu kemst Vísir þó lik- lega næst því dagblaðsformi. Blaðið í stóra brotinu, Þjóðviljinn, beitir eins og Morgunblaðið stillilegum áhrifameðulum, en hefur nútímalegra yfirbragð, sem samsvarar bezta alþjóð- legu blaðaprenti, enda þótt það geti virzt of einhæft. Greinilegt er að Islendingar eru lestrarfúsir. Ymis blöð ganga þó tvimœlalaust of langt i aO birta langar greinar án þess að þrer séu rofnar á nokkurn hátt, t. d. með millifyrirsögnum. Vafasamt hlýtur að vera, að lesendur lesi i raun og veru þessar löngu roms- ur. Framhald af forsiðu eða baksiðu á siðu inni i blaðinu virðist vera viðurkennd umbrotsaðferð hjá islenzku blaðastarfsfóiki. Rannsaka ber, hve margir lesendur fletta upp og leita að framhaldinu, sem oft er auðkennt með örsmárri fyrirsögn. Sátur er að jafnaði gott — og vart verður nokkurr- ar umhyggju fyrir starfinu hjá blaðamönnum og prenturum sem vinna í sameiningu að samningu og setningu fyrirsagna. Hóflaus notkun feitletrana er Ijóður á ráði ís- lenzkra blaða, og lestrargæðin lúta oft í lægra haldi fyrir krubbulegri, svartri prentun, sem hlýzt af þess- um mörgu, feitu stöfum. Prentgœðin eru vandamál hjá ýmsum blaðanna. Þar getur oltið á dekkjum, völsum og siðusteypu — en lika getur slit á vélum valdið. Skipti yfir í offsetprentun hljóta því að vera á dagskrá hjá sumum blaðanna, svo að þrykking og svertun geti tryggt góða myndprentun og hreinan og skýran texta. Þar sem umbrot yrði þá unnið með pappír og filmu, gefst tækifæri til sameiginlegra af- nota af prentvél. Forsenda er þó, að ekki sé of langt á milli blaðanna og að menn vilji koma á samstarfi. í baráttunni við blaðadauðann, sem herjað hefur um heim allan, hefur samvinna milli blaðaútgef- enda verið eitt bezta ráð blaðanna til að bjarga lífi sínu. Nýja tæknin hefur stórlega bætt skilyrðin til samstarfs — og það er eitt það bezta, sem sagt verð- ur um þróun síðustu tíma. Stutt og laggott Vesturþýzkt útgáfufyrirtæki tilkynnir, að það ætli að gefa út fyrstu lyktandi bókina. Það mun eiga að vera gamansmásaga um termíta. Blöð bókarinnar eiga að anga af jasminilmi, til þess að minna les- endur á líf termitanna og lifnaðarhætti, segir tals- maður forlagsins Honger & Bernhard. 250 ára gömul flaska af „Old Parr“ viskíi, sem fannst í Japan, var nýlega seld á 30.000 bandaríkja- dali. — Það var verzlunarmaður i Tókíó, Massao Katagami, sem seldi flöskuna, sem hann hafði erft eftir afa konu sinnar, sem hafði fengið hana að gjöf frá keisarafjölskyldunni, sem hafði fengið hana að gjöf frá Englandi. Srenski kaupmaðurinn John Persson er orðið al- mennt umræðuefni í Svíþjóð eftir að hann hafði, 1 17 mínútna sjónvarpsútsendingu, bölvað ekki sjaldn- ar en 77 sinnum. Útsendingin vakti mikla mótmæla- öldu hjá áhorfendum. PRENTARINN 11

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.