Prentarinn - 01.01.1969, Side 14

Prentarinn - 01.01.1969, Side 14
/ fyrstu er platan shorin i stœrð, siðan sett i fram- köllunartccki og negativ leturfilma lögð yfir og plat- an lýst i 9 minútur. Efsta lag nylonprint-plötunnar er úr Ijósncemu polymer-efni og sá hluti pess sem lýsingin nccr til harðnar. Dycril- og raylonprintplötur Prentplötur sem ætlaðar eru hæðar- og letterset- prentun, m. a. í hverfivélum eru ennþá nokkuð dýr- ar ef miðað er við offset-plötur, en mikil áherzla er lögð á að lækka verð þeirra og margir álíta að með þeinr nái hæðarprentun aftur samkeppnisaðstöðu á sumum þeim sviðum, sem offset-prentun þykir nú betur henta. Lengi hafa staðið tilraunir sem mið- uðu að þvf að finna hentugt, ljósnæmt efni í prent- plötur sem spen na mætti um prentsílindur og nota á sama hátt og stereoplötur. hannig má auka af- köstin frá prentun með flötum formum og losna við vatnið sem oft veldur erfiðleikum við offset. Fyrir 20 árum hóf Du-Pont-hringurinn rannsókn- ir í þessa átt og 10 ár eru liðin síðan hafin var framleiðsla á dycril-prentplötum þeirra i stórum stíl, og má segja að byrjunarörðugleikarnir séu að baki. Yfir 300 fyrirtæki i Bandaríkjunum og um 200 í Evrópu hafa keypt tæki til þess að nýta dycril- plötur. Nylonprint-plölur eru nýrri af nálinni. I>ær eru framleiddar af BASF-verksmiðjunum í Ludwigs- hafen í Þýzkalandi og fjöldaframleiðsla á þeim hófst í janúar s.l. Þær eru svipaðar að gerð og dycril, en ódýrari. Þær eru þannig saman settar að neðst er stál- eða álþynna, síðan lag af bindiefni og efst ljósnæmt polýmerefni. Um 20 mínútur tekur að vinna plötuna frá því hún er sctt í framköllunar- tækið, þar til hún er tilbúin til prentunar (sjá myndir). Innan tíðar verður hægt að stytta þann tíma að mun, að sögn framleiðenda. F.f ætlunin er að prenta af nylonprentplötum i hverfivélum eru þær unnar á valsi af sama ummáli og sflindur prentvélarinnar. Þannig er forðað af- myndun á letri og myndum þegar platan er spennt um sílindurinn. Nylonprint er ódýrasta hæðarprentunarplatan, en eins og áður er sagt mun dýrari en offsetplötur. Þær eru fyrst og fremst hagkvæmar þcgar um stór upp- lög er að ræða, 20.000 og þar yfir, eða ef oft þarf að endurprenta sama prentgripinn. Hver plata á að þola 750.000 prentanir. Þar á móti koma ýmsir kost- ir: Þær skila sérlcga góðri prentun, jafnt í einum lit sem fleirum. Ekki þarf að nota eins mikinn prentlit og á blýsátur. Tíminn sem fer í undirbúning og lil- réttingu styttist mjög verulega. Tilraunir sem gerðar hafa verið með þessar plöt- tir við dagblaðaprentun sýna, að myndir verða litlu lakari en í djúpprentun þótt notaður sé venjulegur blaðapappír. Þarna er ef til vill komið svar blaðanna í samkcppninni við litasjónvarpið og tímaritin, því blaðaútgefendur í Evrópu og Bandaríkjunum telja að bráðlega verði óhjákvæmilegt fyrir dagblöð að geta boðið fjögurra lita auglýsingar og myndir. Fleira kemur til. Filmusetning hefur hingað til fyrst og freinst verið hagnýtt við offset, en reynzt dýr og óhagkvæm fyrir hæðarprentun, en með þess- ari tækni geta opnast möguleikar, og dagblöð þá skipt yfir í filmusetningu án þess að þurfa um leið að kaupa dýrar offset-vélar. Margir hafa spáð því að dagar hæðarprentunar væru taldir. Hún stæðist ekki samkeppnina við offset- og djúpprentun. Ekki virðast þeir sem bezt til þekkja vera á sama máli. Það sést á framleiðslu- áætlunum prentvélaverksmiðjanna jafnframt því að plötur og annar búnaður fyrir hæðarprentun í hverfivélum verður ódýrari og fullkomnari með hverju ári. (Grafisk revy). 12 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.