Prentarinn - 01.01.1969, Side 23
Louis Andersen,
jormaður Kaupmannahafnarprentara.
I>að var áreiðanlega engin missýning, að í svip og
fasi veizlugestanna mátti kenna einlæga gleði og
stolt yfir samtökunum, sem kallað höfðu fólk sitt
til þessa fagnaðar.
A heimleiðinni var erlendu gestunum boðið til
veitingastaðarins Kystens Perle. Þaðan er styzta leið
til Svíþjóðar. Á ströndinni fyrir framan staðinn er
bautasteinn til minningar um eina af frægustu hetj-
unum úr andspyrnuhreyfingunni gegn Þjóðverjum.
Frá þessum stað hafði hann hjálpað tugum flótta-
manna yfir sundið, unz Þjóðverjar drápu hann.
Næsta dag héldu erlendu gestirnir til Rödovre.
Þar er í raun og veru í byggingu ný borg í útjaðri
Kaupmannahafnar. Þar má líta stórglæsilega bygg-
ingarlist í verzlunarmiðstöðvum og íbúðarhöllum,
skipulagi garða og stræta. Um kvöldið áttu gestirnir
ánægjulega viðkynningarstund í Tívolí með ýmsum
forustumönnum danskra bókagerðarmanna.
Prentverk um aldir
Miðvikudaginn 11. júní var opnuð prentiðnaðar-
sýning i ráðhúsi Kaupmannahafnar. Sýning þessi
bar nafnið „Bogtryk gennem tiden". Þarna var sam-
ankominn fjöldi fólks. Formaður Kaupmannahafnar-
deildar bauð gesti velkomna með ræðu. Því næst
tók til máls Willy Brauer borgarstjóri, heiðursfélagi
prentarasambandsins og fyrrverandi formaður Kaup-
mannahafnardeildar. Hann flutti stutta ræðu og
opnaði sýninguna. Að því búnu flutti prentarinn
Kai Nielsen „Óð til Gutenbergssona" eftir skáldið
Hans Hartvig Seedorf Petersen.
Sýningin gaf á margan hátt skemmtilega og fróð-
lega yfirsýn, allt frá dögum Jóhanns Gutenberg til
vorra daga. Þarna var mikið af gömlu, dönsku
prentverki og þróunarsaga helztu blaðanna sýnd. í
öðrum enda salarins var staðsett gömul prent-
smiðja með gotnesku lausaletri og handpressu í
fullum gangi. Þeir sem vildu gátu fengið í hendur
nýprentaðan fjögurra blaða pésa með ýmsum frétt-
um, sem teknar voru á 25 ára fresti síðustu hundrað
árin og þetta var „Givet udi Staden Kipbenhavn
llte Juni 1969“. Við prentstörfin voru tveir prent-
arar klæddir eftir 17. aldar tízku.
En það var ekki bara gamli tíminn sem hér var
til sýnis. Hér voru einnig nýjustu tæki til filmusetn-
ingar í fullum gangi og vöktu mikla athygli.
A sýningunni mátti sjá prenttæki, sem notuð voru
„neðanjarðar" á hernámsárunum, af mótspyrnu-
hreyfingunni gegn Þjóðverjum. Þarna var m. a.
„fluesmækker", sem látinn var falla til jarðar úr
brezkri flugvél til nota fyrir andspyrnuhreyfinguna.
Þegar fólk hafði skoðað sýninguna, hófst opinber
móttaka í veizlusölum ráðhússins. Þar tók formaður
borgarráðs á móti gestum með nokkrum orðum, en
að þvf búnu var hafizt handa við að létta af þung-
búnum veizluborðum hinu girnilegasta fjölmeti.
Að veizlu þessari lokinni bauð Willy Brauer
borgarstjóri Louis formanni og erlendum gestum
hans til skrifstofu sinnar og voru þar enn fram
bornar veitingar.
Willy Brauer er mjög viðfeldinn maður, mjúk-
látur í framkomu og tilgerðarlaus. Hann bað mig
fyrir kveðju til Magnúsar Astmarssonar, en honum
hafði hann kynnzt, er hann kom til íslands sem
borgarfulltrúi.
Um kvöldið var innlendum og erlendum gestum
boðið til máltíðar í Alþýðuhúsinu (Folkets hus).
Eftir ríkulegan kvöldverð fór þar fram afhending
gjafa og hafði þar margur góða gripi í fórum sín-
um. Þar var afhent svissneskt úrverk, franskt postu-
PRENTARINN
21