Prentarinn - 01.01.1969, Page 25
lín, drykkjarhorn frá Noregi, leirbrennt listaverk
frá íslandi (Piltur og stúlka eftir Ásraund Sveinsson),
bækur, kveikjarar, loftvog og margt fleira, að ó-
gleymdum mörgum peningaávísunum. Þær áttu að
renna í „Hátíðarsjóðinn", sem stofnaður var af til-
efni afmælisins og ætlað er mikið hlutverk á sviði
ftlagsmála.
Hver fulltrúi afhenti gjöf sinna samtaka með
nokkrum orðum og svaraði Louis formaður hverjum
einum að bragði með hlýrri þökk.
Að þessu búnu var hverjum gesti samkvæmisins
afhent gjöf: Karlmenn hlutu fagurlega útgefna bók
um skreytingar við ævintýri H. C. Andersen i inn-
lendum og erlendum útgáfum frá fyrstu tíð. Konur
gestanna lilutu að gjöf postulínsskál með myndum
úr ævintýrum H. C. Andersen. Bókina hafði Prent-
arafélagið látið gera til gjafar handa hverjum fé-
lagsmanni; aðeins fá eintök fóru á frjálsan markað
og urðu snemma torfengin.
Með hátíðabrag
Á sjálfan afmælisdaginn, 12. júlí kl. 10 að morgni
— var móttaka í Folkets hus. Þangað kom mikið
fjölmenni. Auk forustumanna prentarasamtakanna
og annarra bókagerðarfélaga, voru hér staddir trún-
aðarmenn vinnustaða, fulltrúar iðnklúbbanna og fé-
lagsdeilda utan af landi, enn fremur margt manna
úr forustuliði dönsku verkalýðshreyfingarinnar. Stóð
þetta fólk góða stund f langri röð og beið þess að
heilsa formanni prentarafélagsins og færa félaginu
hamingjuóskir og gjafir. Hér var meðal annarra
kominn Thomas Nielsen formaður danska Alþýðu-
sambandsins til þess að flytja elzta verkalýðsfélagi
landsins árnaðaróskir og færa því málverk að gjöf.
Koma Nielsens vakti alveg sérstaka athygli vegna
þess að danska prentarasambandið hefur um nokk-
urra ára skeið verið utan Alþýðusambandsins sakir
ágreinings um heildarsamninga o. fl.
Það mátti með sanni segja að þessi morgunstund
gæfi gull í mund, þegar litið var yfir langt og breitt
gjafaborðið þétthlaðið hinum beztu og dýrustu
gripum.
Móttökunni lauk kl. 12 á hádegi og enn höfðu
gestir prentarafélagsins fengið danskan árbít, sem
var óaðfinnanlegur í alla staði.
Um kvöldið var svo hinn eiginlegi hápunktur af-
mælisins, fjölmennur og rismikill fagnaður í Odd-
fellowhöllinni. Þar flutti Prentarakórinn afmælis-
kantötu með aðstoð hljómsveitar og leikara. Einnig
kom þar leikpar frá danska þjóðleikhúsinu með
atriði úr Kátu ekkjunni, og vakti almenna gleði.
Einsöngur og fiðlusóló var flutt og allt af þekktu
og mjög góðu listafólki. Ræður kvöldsins fluttu
Louis Andersen formaður Kaupmannahafnardeildar,
Henry Nielsen formaður prentarasambandsins og
Heinz Göke aðalritari I.G.F. Að lokum var dansinn
stiginn. Öll var dagskráin af beztu gerð og með
hátíðabrag.
„Vel sé þeim, sem veitti mér"
Að morgni föstudagsins kvöddum við gestgjafa
okkar og þökkuðum þeim frábæra gestrisni, einnig
erlendu félagana, sem við eigum nú með sameigin-
legar minningar um ógleymanlega daga.
Enda þótt veizluhöldin væru óneitanlega stór
þáttur í þessari heimsókn til dönsku stéttarbræðr-
anna, þá verða það ekki þau, sem lengst búa í huga
manns. Því enda þótt dönsku steikurnar séu góðar
■2 vínin litfögur og renni ljúflega niður, þá eru þa’
þó samskiptin við reynda félaga, glaða og góðgjarna,
sem gefa slíkum vinamótum ríkast gildi.
Mér er það ljóst, að það sem hér hefur verið sagt
gefur næsta ófullkomna mynd af því sem fram fór.
Þar kom margt fram í ræðum manna og viðtölum.
sem gaf til kynna hve traustur hlekkur prentarasam-
tökin hafa verið í baráttu og þróunarsögu dönsku
verkalýðshreyfingarinnar. Og í margri grein hafa
þau vísað veginn í menningarlegum og félagslegum
efnum.
Það sem ekki hvað sízt einkenndi afinælishald
dönsku prentaranna var, að þeim tókst með ýmsum
hætti að fá þátttöku meðlimanna almenna og gera
hátíðahöldin að sameign þeirra. En athyglisverðast
held ég það frá þessum kynnum, hve ljósa vitund
forustumennirnir hafa um þau rniklu tímaskil, sem
nú ganga yfir prentiðnaðinn. Þeir gera sér þess fulla
grein að þeim verður að mæta með stóraukinni upp-
fræðslu og endurhæfingu til nýrra vinnubragða. En
jafnljóst er þeim einnig að allt félagsstarf verður
að laga að breyttum atvinnuháttum. Treysta þarf
böndin við aðrar greinar bókiðnaðarins og alþjóð-
lega samstarfið. Þetta kom glöggt fram á prentara-
hátíðinni, ekki aðeins í ræðum og skrifum, heldur
einnig í vali gesta frá öllum greinum bókiðnaðar-
ins og erlendu fulltrúanna.
Fyrir utan ánægjuna sem við hjónin áttum af
heimsókninni til dönsku prentaranna, sem vissu-
lega er nrikils virði, þá var hún mér enn og aftur
ábending um það hve okkur er nauðsynlegt að efla
samskiptin við erlenda stéttarbræður. Það verður
áreiðanlega hægara að fóta sig i straumrótinu, sem
framundan er, ef unnt er að styðja sig við reynslu
þeirra og vinsamleg kynni.
Stefán Ögmundsson.
22
PRENTARINN
Göðir gestir I heimsókn
í miðjum júni komu hingað tveir austurrískir
prentarar á eigin vegum. Voru þeir að láta rætast
margra ára draum sinn og notuðu tækifærið þegar
þeir voru fulltrúar sambanda sinna á þingi bóka-
gerðarmanna í Finnlandi. Þetta voru þeir Arnold
Steiner, forseti austurríska prentarafélagsins, en
hann er jafnframt formaður prentaradeildar Al-
þjóðasambands bókagerðarmanna, og Franz Loidolt,
aðalritari prentarafélagsins austurríska og meðlim-
ur miðstjórnar Alþjóðasambandsins.
Höfðu þeir skrifað skrifstofu HÍP og beðið um
að sett yrði saman ferðaáætlun um ísland, svo þeir
gætu séð sem mest og kynnst sem flestu á þeim
stutta tíma sem þeir yrðu hér.
Fékk undirritaður í sinn hlut að gera þeim til-
lögur um leiðir, ef þeir vildu kynnast íslandi í flýti.
Fóru þeir um Reykjavík og nágrenni, til Akureyrar
og Mývatns en HÍP bauð þeim i ferð til Gullfoss
og Geysis.
Á fundi sem þeir áttu með stjórn HÍP í félags-
heimilinu, skiptust rnenn á skoðunum og ræddu
Austurríkismennirnir um fyrirkomulag hlutanna
hjá þeim og lærdómana, sem af því mætti draga.
Þeir höfðu strax eftir stríðið skipulagt öll bóka-
gerðarfélögin í eitt félag með deildarskiptingum og
fara deildirnar með samninga um sín sérmál. Til
viðbótar fagdeildunum hafa þeir aðstoðarmanna-
deildir og eru því allir starfsmenn fyrirtækjanna fé-
lagslega skipulagðir í samtökum bókaiðnaðarins,
hvort senr þeir vinna að iðngrcin eða við t.d. glugga-
þvott og annan starfa í stórfyrirtækjum. Hefur verk-
lýðsfélagið sainningsréttinn fyrir alla þessa hópa.
Þeir gera samninga um vinnutilhögun jafnóðum og
nýjar vélar eru teknar í notkun, ákveða vinnutím-
ann og launaflokka, sem síðan eru teknir inn í heild-
arsamningana þegar þeir eru næst endurskoðaðir.
Þetta þýðir að þeir fylgja því eftir, að iðnlært fólk
læri meðferð þessara nýju véla strax í upphafi og
fylgist þar greinilega að vilji beggja aðila, verka-
manna og atvinnuveitenda, að fá starfhæfasta fólk-
ið til að tileinka sér nýjar vinnuaðferðir.
Laun þeirra eru milli 900—1000 shillingar á viku
eftir tegund vinnu, enda eru fleiri launaflokkar en
hér gerist. Eru þá rótation-prentun, litprentun, fjöl-
litaprentun í offset, vélsetning og monotypesetning 1
hæstu flokkum.
Arnold Stciner skýrði m. a. frá því, að við samn-
ingsgerðina í fyrra hefði prentaraféiagið fengið í
samninga, að öll þau störf sem til yrðu vegna nýrr-
ar tækni í prentiðnaði skyldu unnin af meðlimum
prentarafélagsins. Einnig kom það inn í samningana,
að ekki mætti segja félaga upp starfi næstu fimm
árin vegna nýrra vinnuaðferða.
Það sem segir hér að framan bendir til þess að
skipulag og starf austurríska prentarasambandsins
sé með öðrum hætti en hér. Þó var mikið hægt að
læra af þessum mönnum, og við sem áttum kost á
að kynnast þessum tveim skemmtilegu félögum okk-
ar frá Austurríki erum þess fullvissir að aukin kynni
eru ekki aðeins æskileg heldur og nauðsynleg í fram-
tíðinni meir en nokkru sinni áður.
Þeir vildu og auka kynni við félagana hér á ís-
landi og lögðu á það áherzlu, að f húsi prentara-
félagsins í Vínarborg væru gestaherbergi með að-
gangi að eldhúsi leigð mjög ódýrt ef félagar héðan
væru á ferðalagi í Vín, þó vildu þeir vita sllkt
mcð nokkrum fyrirvara ef um nokkurra daga dvöl
væri að ræða, þar sem oft væru þessi herbergi upp-
tekin vegna komu félaga utan af landi á fundi og
ráðstefnur, en „það er alltaf smuga fyrir góða gesti,"
sagði Steiner. — ÞD.
23.
PRENTARINN