Prentarinn - 01.01.1969, Qupperneq 31

Prentarinn - 01.01.1969, Qupperneq 31
gjalla“ í góðia vina hóp, ekki sízt e£ „guðaveigar lífguðu sálaryl". í æsku stóð hugur Halldórs til söng- náras, en fjárhagurinn leyfði ekki að hann gæti gengið þá Ijraut. Eftir 47 ára góð kynni af Halldóri kveð ég nú hinn ágæta vin minn, með ósk um að hann sé nú búinn að hitta og dveljist með áður horfnum ást- vinum sínum, bak við tjald það er skilur milli lífs og liðinna. Jón Þórðarson. Árni K. Valdimarsson Enn er einn af sonum svartlistarinnar fallinn f valinn á miðjum starfsaldri. Sá, er að Jressu sinni var kallaður burt a£ jarðvistarsviðinu, var Árni Kr. Valdimarsson prentari og prentsmiðjustjóri, er and- aðist 14. ágúst síðastliðinn. Þá aðeins 46 ára. Árni fæddist 27. júnf 1923. Varð félagi Hins íslenzka prentarafélags 9. febrúar 1946, eftir að hafa stundað prentnám í Isafoldarprentsmiðju unrfjögra ára skeið, frá 1. júní 1941 til 1. júní 1945. Að loknu námi var hann stuttan tíma erlendis. Hóf síðan vélsetningu í ísafold um tíma. Gegndi síðan verkstjórastarfi þar um hálfan annan áratug við ágætan orðstír atvinnu- rekenda og vinnufélaga. Foreldrar Árna Kristins voru Guðlaug Sigurðar- dóttir, fyrrum bónda að Urðarbaki í Húnavatns- sýslu, Árnasonar og Valdimar verkamaður í Reykja- vík Árnason bónda f Breiðholti Jónssonar, Ög- mundssonar. Af systkinum Valdimars, föður Árna, minnist ég aðeins þeirra, sem að einhverju leyti tengdust svart- listinni, t. d. Olafs Árnasonar prentara, sem féll frá á bezta aldri, rösklega þrftugur. Margrétar og Gunn- hildar, er báðar unnu um tíma í prentsmiðju. Gunn- hildur giftist síðar Jóhannesi L. Jóhannessyni prent- ara og gjaldkera prentarafélagsins. Ennfremur Olafíu, er giftist Herbert Sigmundssyni prentara og prentsmiðjueiganda. Arni Kristinn kvæntist eftirlifandi konu sinni, Hallfríði Bjarnadóttur 10. nóvember 1945. Þá hafði hún unnið við svartlistarstörf um 9 ára skeið. Foreldrar Hallfríðar voru Helga Enea Andersen, klæðskerameistara og Bjarni Magnússon, Sigurðs- sonar frá Hömrum á Mýrum í Austur-Skaftafells- sýslu síðar á Fossi við Seyðisfjörð. Jón, bróðir Magn- úsar, var faðir Vilmundar fyrrv. landlæknis. Móðir Bjarna var Hallfríður Ijósmóðir Brandsdóttir jrrests f Ásum í Skaftártungum. Meðal systkina Bjarna er Guðbrandur prentari, síðar bóndi í Holti undir Eyjafjöllum, fyrsti ritstjóri Tímans, kaujrfélagsstjóri í Hallgeirsey og loks forstöðumaður Áfengisverzl- unar ríkisins. Ég kynntist Bjarna Magnússyni fyrst á Seyðis- firði, er ég nam þar prentiðn, enda vorum við nær því jafnaldrar. Hann aðeins ári yngri. Síðar hitt- umst við oft í Reykjavik. Hann var Jrá verzlunar- rnaður í Dagsbrún við Hverfisgötu, þar sem Jóhann Olafsson og Co. eru nú til húsa. Síðar rak hann um tíma Hótel Island. Bjarni var í glímufélagi hér í bænum. Þegar glímusýningar voru háðar, þótti mér unun að sjá hann og Magnús Kjaran Jrreyta glímu við hina harðsnúnu glímumenn, er þá voru fremst- ir í flokki. Þeir Bjarni og Magnús voru svo 1 iprir og liðugir, að görpunum veitti oft erfiðlega að fá úr Jm skorið hjá dómara, hvort um byltu liefði verið að ræða, því oftast komu ju'ir fótum og höndum fyrir sig. Bjarni var smekkmaður góður og listfengui, gluggaskreytingamaður fjölbreytilegur, og því eftir- sóttur til þess starfa. Árna heitnum Valdimarssyni kynntist ég lítið um rniðbik ævinnar, en öllu meira sjö síðustu ár ævi hans. Féllu mér vel kynnin við hann, og þvi betur sem við hittumst oftar. Hann sýndi mér oft á tíðum þá lipurð og nærgætni, sem ég átti ekki að venjast hjá öðrurn. Sennilega hefðu kynni okkar orðið nán- ari ef ég hefði vitað fyrr en nú, að honum látnum, að hann var kvæntur dóttur æskuvinar mfns. Synir þeirra Hallfríðar og Árna, Þorgeir og Har- aldur, stunda báðir svartlistarnám. Vænti ég að þeir verði ekki eftirbátar föðurins að smekkvísi og listfengi í þeirri iðju. Dóttirin mun að sama skajri fegra og snyrta kynsystur sínar á lífsleiðinni. Eftirlifandi ástvinum Árna votta ég innilega sam- úð vegna hins skyndilega fráfalls hans. Jafnframt ber að fagna, að nú djarfar fyrir degi eilífðarlífsins^ eftir hina suttu vegferð hans um jarðvistarsviðið. Jón Þórðarson. PRENTARINN 29

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.