Kristilegt stúdentablað - 01.12.1953, Qupperneq 19

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1953, Qupperneq 19
inn, enda var efni hans heimspekilegs eðlis. Sið- ara erindi hans: „Guds rike kommer“ var mun aðgengilegra. Málfar hans olli mörgum erfið- leikum. Finnarnir skildu hann ekki og Sviarnir illa. Sumir sögðu, að Danirnir hefðu ekki held- ur skilið, hvað liann var að fara i fyrra skiptið. Norski læknirinn Einar Lundby, vakti mesta at- hygli, enda er persónan að mörgu leyti merkileg. Mest fannst mér til hans lcoma, er hann sat úti á grasflötinni fyrir framan aðalhygginguna og sagði okkur ýmislegt frá trúarreynslu sinni. Eru það furðulegir hlutir, sem hann gelur sagt frá- Oft dettur honum í hug að senda peninga á ein- hvern ákveðinn stað, og hefur þar alltaf verið hrýn þörf fyrir þá. Það má segja, að hann sé höndlaður af vilja Guðs. Finninn Erkki Kurki- Suonio var ræðumaður, sem gott var á að hlýða. Hann flutti okkur alvarlegan lioðskap, boðskap um synd og náð og eilíft líf þeim til handa, sem eru í Jesú Kristi. Að síðustu vil ég geta Norð- mannsins Fridtjov Birkeli. Hann talaði tvisvar. 1 fyrra skipið gerði hann grein fyrir afstöðu Biblíunnar til spurningarinnar: „Ilvað er maður- inn“, en i síðara skiptið talaði liann um hinar lokuðu dyr. Var það að mínum dómi áhrifamesta ræða mótsins. Hún var flutt á kristniboðssam- komu, sem haldin var undir heru lofti. Hann minntist þeirra dyra á kristniboðsakrinum, er lokast hafa nú á seinustu árum og hins vegar á dyr lijartnanna, sem eru víða lokaðar. En þótt dyrnar lokist á einum stað, er liið mikla fagnað- arefni, að Guð opnar þær þeim mun betur ann- ars staðar. Seinasta samverustund mótsins var mánudags- kvöld 6. júli. Það var altarisganga, er fór fram í kirkjunni i Viköj, sem er skammt frá Fram- nesi. Það var hátíðleg stund að sjá hundruð ung- menna krjúpa að náðarborði frelsarans og taka á móti fyrirheitinu um fyrirgefningu syndanna og eilíft líl'. Hópur eftir hóp fór fram að grát- unum og að síðustu prestarnir. Tónar orgelsins gáfu það til lcynna, að atliöfninni væri lokið, og við lögðum af stað út á Framnes. Er þangað kom, var staðnæmst fyrir utan aðalbygginguna, og einn í hópnum lióf að syngja „Þú Guð, sem stýrir stjarnaher“. Fleiri bættust í hópinn, og brátt steig margraddaður söngur til himna. Sálmur eftir sálm var sunginn. „Hærra minn Guð til þín, hærra til þín“. Margt flaug mér í hug á þessari stundu, sem var hin raunverulega kveðjustund. Nú vorum við að skilja eftir yndislegt stúdentamót. Mörg vináttubönd höfðu tengst, sem ekki var með öllu sársaulcalaust að slita, en slíkur er gangur lífsins. „At treffes for at skilles, det er livets gang, men at skilles for at treffes det er haabets sang“. Við, sem leggjum von okkar á Ivrist, eig- um fyrirheitið um að fá að hittast aftur, þótt við um stund séum skilin að. Daginn eftir, þegar ég vaknaði voru flestir Finnarnir og Svíarnir farnir, og um hádegið lögðum við af stað til Björgvinjar. Framnes hvarf sýnum okkar og lifir nú aðeins í endurminningunum, sem verða dýrðlegri eftir því, sem dagar og vikur renna sitt skeið og breikka bilið milli þess, sem þá var og nú er. Gústaf Jóhannesson, stud. oecon. Lífsviðhorf — Framhald af bls. 13. er kærleikurinn: ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til þess að vera friðþæging fyrir syndir vorar“ (I. Jóh. 4). En hvað meira um syndir mínar og þínar? Er svo ákaflega nauðsynlegt að henda á þær og beina athyglinni að þeim? „Ekki er ég verri maður en Pétur eða Páll, nema jafnvel síður sé.“ hugsa margir og friða samvizku sína þannig um stundarsakir. En sá hugsunarháttur hefur orð- ið mörgum að falli. I því sambandi skulum við atliuga nánar orð Heilagrar Ritningar, t. d. það, sem segir í Rómverjabréfinu 3-23: „Því að allir liafa syndgað og skortir Guðs dýrð“, og orð sem standa í 59. kapitula Jesaja spádómsbókar: „en það eru misgjörðir yðar, sem slcilnað hafa gert milli yðar og Guðs yðar, og syndir yðar, sem byrgt liafa auglit hans fyrir yður, svo að liann heyrir eldci.“ En, vinur, minnstu þess, sem skeði um níundu stundu á Golgata hæð föstudaginn langa. Þegar Kristur hafði gefið upp andann, þá rifnaði for- tjald musterisins sundur í tvennt frá ofanverðu og allt niður í gegn. Manninum var opnuð leið inn i hið allra helgasta. Friðþægingarverkið var unnið. Hinn ókleifi múr, sem verið hafði milli KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ 19

x

Kristilegt stúdentablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.