Morgunblaðið - 29.12.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.12.2008, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008 Heimsferðir bjóða ótrúlegt sértilboð á síðustu sætunum til Kanarí 4. og 11. febrúar. Bjóðum ótrúlegt sértilboð á Turbo Club Apartments með allt innifalið. Nú er rétti tíminn til að tryggja sér vetrarfrí í sólinni á hreint frábærum kjörum. Aðeins 6 íbúðir í boði á þessu ótrúlega sértilboði! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Kanarí 4. og 11. febrúar frá kr. 99.950 Verð kr. 99.950 Vikuferð með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku 11. febrúar. Brottför 4. febrúar kr. 5.000 aukalega. Verð m.v. 2 fullorðna kr. 109.990. Ótrúlegt sértilboð - aðeins 6 íbúðir í boði! allt innifalið! LÖGREGLUNNI og aðstandendum mótmælafundanna á Austurvelli ber ekki saman um hve margir mættu til 12. fundarins á laugardaginn. Lög- reglan telur að um 500 manns hafi komið á Austurvöll en Hörður Torfason, skipuleggjandi mótmælanna, telur að ríflega þúsund manns hafi mætt. Að sögn Harðar mátti búast við því að hópurinn yrði ekki fjölmennari nú, enda hópurinn tvístraður vegna hátíðarhalda yfir jól og áramót. Næstu mótmæli verða laugardaginn 3. janúar. Á laugardag komu um 80 manns saman til þögullar stundar og íhugunar við Ráðhústorgið á Akureyri. Morgunblaðið/G.Rúnar Tólfti mótmælafund- urinn á Austurvelli SLÖKKVILIÐ höfuðborg- arsvæðisins fór í samtals 28 útköll frá aðfangadags- morgni til klukk- an ellefu í gær- kvöldi. Voru útköllin af ýms- um toga, allt frá vatnsleka og kertabruna til bruna í ruslagámum. Fór slökkviliðið í tíu útköll á að- fangadag, en einungis tvö á jóladag. Á tímabilinu var kveikt í fimm blaða- og ruslagámum á höfuðborg- arsvæðinu. Rekur lögreglan þá bruna til fikts ungmenna með skot- elda um áramótin. Slökkvilið- ið á fullu Þónokkur útköll um hátíðarnar hjá SHS Kveikt í gámum FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Einstaklingar sem voru í eig- endahópi Kaupþings, eða félög á þeirra vegum, eru á meðal þeirra sem grunur er um að hafi hagnast á samningum sem bankinn gerði og eru taldir hafa fært völdum hópi vildarviðskiptavina gríðarlegan fjár- hagslegan ávinning. Um er að ræða nokkra samninga upp á nokkra tugi milljarða króna. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er heildarandvirði þeirra talið vera yfir 100 milljarðar króna. Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra barst nafnlaus ábending um málið í gegnum millilið um miðj- an desember. Í kjölfarið hófst athug- un á málinu. Efnahagsbrotadeildin hefur nú óskað eftir því að Fjármálaeftirlitið (FME) taki málið til frekari skoð- unar og kæri það aftur til baka ef rökstuddur grunur verður uppi um refsiverða háttsemi. Er það gert vegna þess að FME hefur fullan að- gang að bókhaldi gömlu bankanna. Gátu ekki tapað Umræddir samningar eru taldir hafa tryggt lykilviðskiptamönnum og öðrum aðilum tengdum eig- endahópi bankans verulegan ávinn- ing sem hafi verið greiddur til þeirra. Heimildir Morgunblaðsins herma að samningarnir hafi verið þess eðlis að þeir sem gerðu þá gátu ekki tapað á þeim. Grunur leikur á því að umrædd háttsemi geti talist vera umboðssvik eða jafnvel fjárdráttur. Refsing vegna slíkra brota getur verið allt að sex ára fangelsi. Verði niðurstaðan sú að háttsemin feli í sér refsilaga- brot mun rannsókn málsins beinast jafnt að þeim sem gerðu samningana fyrir hönd Kaupþings og þeirra sem nutu ávinnings af þeim. Rannsóknarskýrsla væntanleg Heimildir Morgunblaðsins herma að skilanefnd Kaupþings hafi ekki haft þetta umrædda mál til skoð- unar. Hins vegar er skýrsla Price- WaterhouseCoopers um rannsókn á því hvort vikið hafi verið frá lögum, reglum eða innri reglum Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins vænt- anleg á miðvikudag, 31. desember. Deloitte, sem sinnir sambærilegri rannsókn hjá Landsbankanum, á einnig að skila af sér á gamlársdag en einhver bið verður á skýrslu um Glitni þar sem KPMG sagði sig ný- verið frá því verki. Gátu ekki tapað á samningunum  Aðilar úr eigendahópi Kaupþings á meðal þeirra sem fengu samninga Morgunblaðið/Brynjar Gauti Stjórnendur Sigurður og Hreiðar Már stjórnuðu Kaupþingi fyrir fall. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is HIBERNIA Atlantic er að semja um beina tengingu Norður-Írlands við Evrópu og Ameríku. Byggt verður upp net á Norður-Írlandi sem tengt verður við sæstreng Hibernia, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Verkefnið sem Hibernia hefur tekið að sér mun kosta nálægt 30 milljónum evra sem svarar til liðlega 5 milljarða króna. Evrópusambandið greiðir kostnaðinn í gegnum Interrek-áætlun sína ásamt ríkisstjórnum Bretlands og Írlands. Verkefnið var boðið út og varð Hibernia hlut- skarpast á lokasprettinum við Cable and Wireless sem er næststærsta símafélag Bretlands. Bjarni K. Þorvarðar- son, framkvæmdastjóri Hibernia, staðfestir að fyrirtækið muni annast þetta verkefni en segist ekki geta sagt frá því að öðru leyti. Stefnt er að kynningu verkefnisins á Norð- ur-Írlandi snemma á nýja árinu. Hibernia rekur sæstreng milli Norður-Ameríku og Bretlands og er með mikil viðskipti í Dyflinni á Írlandi. Til að tengjast Norður-Írlandi verður sæstrengurinn tekinn upp um 30 kílómetrum undan strönd landsins og kapall lagður á land. Jafnframt verður byggt upp landnet á Norður-Írlandi sem tengir tíu borgir við sæstrenginn. Í því felst einnig að Belfast á Norður-Írlandi tengist við Dyflinni, höfuðborg Írlands. Munu þessar tengingar auka mjög nýtingu á sæstreng Hibernia og tekjumöguleika. Hibernia tengir Norð- ur-Írland við heiminn Móðurfélag Hibernia-fyrirtækj- anna sem reka sæstrengi og fjar- skiptakerfi í Evrópu og Norður- Ameríku er íslenskt. Það varð til þegar Kenneth Peterson, stofn- andi Norðuráls, fór út í fjar- skiptarekstur og hefur því verið haldið íslensku. Fyrirtækið hefur tvöfaldað umsvif sín á hverju ári og samningurinn sem verið er að ganga frá á Norður-Írlandi mun skapa grundvöll fyrir því að svo verði einnig á kom- andi ári. Tvöfaldar umsvifin á hverju ári Kenneth Peterson Rannsókn endurskoðunarfyr- irtækjanna PriceWaterhouse- Coopers, Deloitte og Ernst & Yo- ung á því hvort föllnu bankarnir hafi vikið frá innri reglum banka, lögum eða öðrum reglum í aðdrag- anda bankahrunsins fer senn að ljúka. PriceWaterhouseCoopers, sem rannsakar Kaupþing, og Delo- itte, sem rannsakar Landsbank- ann, munu skila af sér skýrslu til Fjármálaeftirlitsins á gamlársdag. Ernst & Young, sem rannsakar Glitni, hefur aðeins rýmri tíma enda hefur fyrirtækið einungis sinnt rannsókninni frá því um miðjan desember þegar KPMG sagði sig frá verkinu. Rannsóknarskýrslum skilað á gamlársdag „ÞETTA gekk mjög vel, menn áttu góðar stund- ir saman,“ segir Páll Winkel, for- stjóri Fangels- ismálastofnunar, um jólahald í fangelsum lands- ins. Hann segir yfirvöld reyna að gera hvað þau geta til að draga úr þeirri vanlíðan fanga sem fylgir því að vera fjarri ástvinum um jólin. Þannig hafi verið í boði betri matur og Bubbi Morthens hafi komið á að- fangadag og tekið lagið. „Þeir sem eiga rétt á dagsleyfum eftir ákveð- inn tíma fara helst í kringum jólin, á aðfangadag eða jóladag,“ segir Páll, en þannig hafi margir fangar getað átt stund með fjölskyldu sinni. andresth@mbl.is Gleðileg jól í fangelsum Páll Winkel ILLA fór fyrir eldri hjónum í gær- kvöldi, þegar ökuferð þeirra endaði uppi á hringtorgi við Baugakór í Kópavogi. Að sögn lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu ruglaðist öku- maður á bensíngjöf og bremsu með þeim afleiðingum að bifreiðin fór yfir hringtorgið. Mjög stórir steinar eru uppi á torginu og hlaut kona öku- manns beinbrot á ökkla en ökumað- ur sjálfur ýmis meiðsl. Keyrði yfir hringtorg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.