Morgunblaðið - 29.12.2008, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008
R Á Ð A M E N N Þ J Ó Ð A R I N N A R
Kveðjum árið með nýju
Stjórnmálatertunni!
ÁÆTLAÐ er að á fjórða þúsund erlendir ferðamenn gisti
á hótelunum í Reykjavík um áramótin. Eru það heldur
færri gestir en um síðustu áramót en það var líka metár.
Samkvæmt upplýsingum Ernu Hauksdóttur, fram-
kvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), eiga
um 3.300 erlendir ferðamenn bókaða gistingu á hótelum í
Reykjavík um áramótin. Er það um 300 gestum færra en
um síðustu áramót þegar flest hótelin voru troðfull.
Ingólfur Haraldsson, hótelstjóri á Hilton Reykjavík
Nordica, segir að erlendu gestirnir séu að koma til að
upplifa óvenjuleg áramót. Flestir koma á eigin vegum og
hafa ekki skipulagt mikið fyrirfram. Ingólfur segir að
fólkið vilji komast út í náttúruna og vonist til að geta séð
norðurljós. Það vilji fylgjast með flugeldasýningunni
miklu á gamlárskvöld úr nálægð. Loks dragi næturlífið
marga að.
Þetta eru góðir gestir, að sögn Ingólfs, sem notfæra
sér þá þjónustu sem er í boði. Fara í jeppaferðir og Bláa
lónið og út að borða. Býst hann við að fólk geri enn betur
við sig en í fyrra, því verðlag sé hagstæðara.
Á annað þúsund ferðamenn gistu á hótelunum um jól-
in, heldur færri en í fyrra. Ingólfur lætur þó vel af við-
skiptunum, segir að 150 manns hafi verið í mat á veit-
ingastaðnum Vox á aðfangadag og jóladag. helgi@mbl.is
Óvenjuleg áramót
Yfir þrjú þúsund erlendir ferðamenn eru á landinu um áramótin Flestir
koma til að fylgjast með flugeldunum, skoða norðurljósin og kíkja á næturlífið
Í HNOTSKURN
»Um 3.300 erlendir ferða-menn eiga bókaða gist-
ingu á hótelunum í Reykja-
vík um áramótin á móti um
3.600 gestum um síðustu ára-
mót.
»Um jólin voru hér á ann-að þúsund erlendir ferða-
menn á móti 1.200 til 1.300 á
sama tíma í fyrra.
»Gestirnir koma mikið fráNorðurlöndunum en einn-
ig Þjóðverjar, Bretar og eitt-
hvað er um Bandaríkjamenn
í hópi gesta um áramót.
Morgunblaðið/Kristinn
Áramót Erlendir ferðamenn fjölmenna yfir áramótin.
BANASLYS varð á Reykjanesbraut við Áslands-
hverfi í Hafnarfirði á sjötta tímanum á laug-
ardagskvöld þegar bifreið hafnaði á ljósastaur
og endaði utan vegar á hvolfi. Kastaðist ökumað-
ur út úr bifreiðinni við veltuna og er talið að
hann hafi látist samstundis. Tildrög slyssins eru
óljós, en ökumaður var einn á ferð í bílnum. Ekki
er talið að um hraðakstur hafi verið að ræða, en
talið að öryggisbelti hafi ekki verið notað.
Hét ökumaður bifreiðarinnar Freyja Sigurð-
ardóttir og var til heimilis að Burknavöllum 17 b
í Hafnarfirði. Hún var sextug að aldri og lætur
eftir sig tvær uppkomnar dætur, barnabörn og
unnusta. Það sem af er þessu ári hafa 12 manns
látist í umferðarslysum. Árið 2007 fórust 15, en
árið 2006 lést 31. Leita þarf aftur til ársins 1996
til að finna færri umferðarslys á einu ári, en þá
létust tíu manns.
Banaslysið á Reykjanesbraut hið tólfta í ár
Morgunblaðið/Júlíus
DUFTKER í tugatali bíða í hillum
bálstofu Kirkjugarða Reykjavík-
urprófastsdæmis í Fossvogi eftir
greftrun. Flest bíða þess að nýr duft-
reitur verði tekinn í notkun í Sóllandi
í Öskjuhlíð. Þórsteinn Ragnarsson,
forstjóri Kirkjugarða Reykjavík-
urprófastsdæmis, vonast til þess að
hægt verði að taka Sólland í notkun
seint á næsta ári. Þar verða einungis
grafreitir fyrir duftker. Búið er að
móta landið og fyrsti áfangi fram-
kvæmda að baki.
Þórsteinn sagði ekki óalgengt er-
lendis að duftker væru geymd í svo-
nefndum columbarium, sérstökum
hillum fyrir duftker, sem ýmist eru
utandyra eða í grafhýsum. Byrjað
var að geyma duftker í bálstofunni til
skemmri tíma árið 1948. Geymsluað-
staðan þar flokkast þó ekki undir col-
umbarium heldur eru duftkerin
geymd, að ósk aðstandenda hinna
látnu, þar til þau eru jarðsett. Í nú-
gildandi lögum eru engin tímamörk
á því hvenær þarf að grafa duftker.
Hægt er að fá leg fyrir duftker í
tveimur kirkjugörðum Reykjavík-
urprófastsdæmis, þ.e. í Kópavogs-
kirkjugarði og í Gufuneskirkjugarði.
Nokkur ár eru síðan allt pláss í duft-
reitnum í Fossvogskirkjugarði var
uppurið, þrátt fyrir að reiturinn hafi
verið stækkaður í kringum árið 2000
Þórsteinn sagði að þar væri nú að-
eins grafið í fráteknar grafir.
Fyrir þá sem bíða eftir Sóllandi er
mögulegt að fá duftker grafin í
Kópavogskirkjugarði eða Gufunes-
kirkjugarði og láta síðan færa þau í
Sólland. Þórsteinn sagði að þótt lög
heimiluðu að duftker væru færð milli
kirkjugarða vildu Kirkjugarðar
Reykjavíkurprófastsdæmis síður að
fólk færi þá leið. Mögulegt er að
dreifa ösku látinna. Sé óskað eftir því
að gera það utan sérstaklega skipu-
lagðra svæða þarf að sækja um leyfi
til þess til dóms- og kirkjumálaráð-
herra. Í Fossvogskirkjugarði er
dreifireitur þar sem dreifa má ösku.
gudni@mbl.is
Duftker í tugatali bíða
þess að verða grafin
Sólland Nýr grafreitur fyrir duft-
ker verður opnaður í Öskjuhlíð.
ÁRMANN Kr.
Ólafsson, þing-
maður Sjálfstæð-
isflokksins, skrif-
aði færslu í
vefdagbók sína
um jólin þar sem
hann hélt því
fram að forysta
Samfylkingarinn-
ar hefði ekki um-
boð frá lands-
fundi flokksins til að sækja um
Evrópusambandsaðild. „Í kjölfar
Landsfundar Sjálfstæðisflokksins
gæti sú skondna staða verið komin
upp að eingöngu annar flokkurinn í
ríkisstjórn hefði skýrt umboð til um-
sóknar í Evrópusambandið, þ.e.
Sjálfstæðisflokkurinn en ekki Sam-
fylkingin,“ skrifaði Ármann.
Síðar sama dag barst fjölmiðlum
bréf frá Kristrúnu Heimisdóttur, að-
stoðarmanni Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur utanríkisráðherra, þar
sem farið var yfir ályktun lands-
fundar Samfylkingar vorið 2007, „en
borið hefur á skrifum pólitíkusa að
undanförnu sem sýna þekkingar-
leysi á sögu og stefnu Samfylking-
arinnar“, eins og segir í tölvupóst-
inum.
Er þar rakinn texti ályktunarinn-
ar frá landsfundi 2007, þar sem segir
m.a.: „Samfylkingin vill: 1. Að Ísland
sæki um aðild að Evrópusamband-
inu og hefji aðildarviðræður. 2. Unn-
ið verði að víðtækri samstöðu um
samningsmarkmið. 3. Að niðurstöð-
ur samninga verði bornar undir
þjóðaratkvæði.“ andresth@mbl.is
Þrátta um
umboð til
umsóknar
Ármann Kr.
Ólafsson
Samfylkingin svarar
skrifum þingmanns
BÍLL valt í grennd við býlið Hvals-
höfða í Hrútafirði um klukkan sex í
gærkvöldi. Í bílnum voru tveir far-
þegar auk ökumanns, allt ungar
stúlkur undir tvítugu. Voru þær
fluttar til aðhlynningar á heilsu-
gæslustöðina á Hvammstanga. Að
sögn varðstjóra lögreglunnar á
Blönduósi reyndust meiðsl þeirra
ekki alvarleg.
Við fyrstu sýn virðist ökumaður
hafa misst stjórn á bílnum með þeim
afleiðingum að hann valt niður bratt-
an vegkant og endaði niðri í læk.
Frekari tildrög eru óljós, en að sögn
lögreglu var engin hálka á svæðinu.
Er bifreiðin talin ónýt.
andresth@mbl.is
Bílvelta í
Hrútafirði