Morgunblaðið - 29.12.2008, Page 9

Morgunblaðið - 29.12.2008, Page 9
Fréttir 9 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008 STÓRÚTSALA 30–60% AFSLÁTTUR 7.560,- LAUGARDAGA 11 – 16 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Sparibuxurnar komnar Opið í dag frá 12 -18 3 síddir - 4 snið str. 36-56 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is RITSTJÓRAR vísindatímaritsins Nature völdu grein eftir íslenskan vísindamann bestu grein ársins í taugavísindum. Dr. Ragnhildur Káradóttir vinnur áfram að rann- sóknum sem hún byggði grein sína á, nú á eigin rannsóknastofu í tauga- vísindum við University of Cam- bridge í Englandi. Ragnhildur er doktor í taugavís- indum frá University College Lond- on þar sem hún vann að rann- sóknum sínum. Hún og samstarfsfólk hennar hefur fengið birtar tvær greinar í vísindatímarit- inu Nature, þá fyrri 2005, og sú nýrri birtist í Nature neuroscience í janúar sl. Stoðfrumur bera taugaboð „Ég hef allan tímann verið að rannsaka svokallaðar stoðfrumur, það er að segja frumur sem sam- kvæmt kennisetningum taugavísind- anna hafa það hlutverk að hjálpa taugafrumum að senda taugaboð. Þessi kenning um heilann varð til á nítjándu öld en málið er ekki svona einfalt því við höfum sýnt fram á það að ein tegund stoðfrumna, að minnsta kosti, getur sent taugaboð og líka tekið við skilaboðum frá taugunum,“ segir Ragnhildur. Hún er nú heima í jólafríi en hún gekk einmitt frá greininni í Nature þegar hún var hér heima um jól og áramót í fyrra. Ragnhildur telur að það hafi vakið athygli á hennar grein og hjálpað til við val á henni sem uppgötvun ársins að sýnt hafi verið fram á að ein kennisetningin sem taugavísindin hafa verið grundvölluð á sé brostin. Hjálpar heilanum að laga sig Í greininni í Nature Neuroscience er sagt frá tveimur tegundum af stoðfrumum sem ekki hefur verið fjallað um áður. „Sú sem er virkari með að fá skilaboð og skynja um- hverfi sitt er mjög viðkvæm fyrir súrefnisskorti þegar áfall verður í heilanum, eins og gerist þegar fólk fær heilablóðfall eða þegar börn verða fyrir súrefnisskorti fyrir fæð- ingu. Ef þessar frumur deyja þá þroskast heilinn ekki eðlilega og hætta er á hreyfihömlun eða öðrum vandamálum. Við vitum enn ekki hvor fruman getur hjálpað heilanum að laga sig og við einbeitum okkur nú að því að skilja það. Ef hægt er að koma í veg fyrir að hún deyi, þá aukast möguleikarnir á að laga heil- ann,“ segir Ragnhildur. Valin uppgötvun ársins í tímaritinu Nature Morgunblaðið/hag Vísindi Ragnhildur Káradóttir er með rannsóknarstofu í Cambridge. Í HNOTSKURN »Ragnhildur Káradóttir,doktor í taugavísindum, vinnur nú að uppbyggingu eigin rannsóknarstofu í Uni- versity of Cambridge. »Hún hefur fengið styrki tilað ráða tvo nema og tvo vísindamenn til rannsókna. »Cambridge er miðstöðrannsókna á MS-sjúk- dómnum. »Ragnhildur bindur miklar vonir við starf á eigin rann- sóknarstofu en þar mun hún vinna að sömu rannsóknum og hún vann að í London. Rannsóknir íslensks vísindamanns kollvarpa einni af þeim kenningum sem taugavísindin hafa grundvallast á í 200 ár ENN eitt aflametið hefur fallið i desember hjá skipum Brims hf. Að þessu sinni var það Kleif- arberg ÓF 2 sem var með 900 tonn upp úr sjó en skipið var á veiðum í Barentshafi. Hófst veiðiferðin i Tromsö hinn 16. nóvember og var landað i Reykjavik skömmu fyrir jól. Skipið var með um 460 tonn af þorski og afgangurinn af aflanum var blandaður ýsu og ufsa. Veiði- túrinn tók 37 daga og aflaverðmæt- ið er um 240 milljónir. Áður hafði Guðmundur í Nesi landað afla í byrjun desember fyrir um 235 millj- ónir króna. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Aflamet hjá Kleifarbergi GARNAVEIKI hefur greinst í sex kindum á tveimur bæjum í Jökuls- árhlíð. Óljóst er hvernig garnaveik- in í Jökulsárhlíð hefur borist í sveit- ina. Eyrún Arnardóttir starfandi héraðsdýralæknir á Egilsstöðum segir óljóst hvort garnaveikin hafi breiðst víðar út í Jökulsárhlíðinni. Byrjað var að bólusetja gegn garnaveiki á sjötta áratug síðustu aldar og hefur Jökulsárhlíðin verið ósýkt síðan. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í gær. Garnaveiki í Jökulsárhlíð @Fréttirá SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.