Morgunblaðið - 29.12.2008, Page 11

Morgunblaðið - 29.12.2008, Page 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008 ÓMISSANDI HEFÐ! Árið byrjar með sannkölluðum hátíðarbrag hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á Vínartónleikum þar sem hljóma sígrænar perlur eftir Strauss, Lehár og fleiri meistara óperettunnar. Vínartónleikar hafa um árabil verið vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar, enda varla hægt að hugsa sér ljúfari upptakt að nýju ári. VÍNARTÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI MIÐVIKUDAGINN 7. JANÚAR | kl. 19.30 FIMMTUDAGINN 8. JANÚAR | kl. 19.30 FÖSTUDAGINN 9. JANÚAR | kl. 19.30 LAUGARDAGINN 10. JANÚAR | kl. 17.00 Hljómsveitarstjóri | Marcus Poschner Einsöngvari | Dísella Lárusdóttir TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Í SÍMA 545 2500 EÐA Á SINFONIA.IS. EFNT var til svonefndrar sveita- messu í nýrri Lindakirkju í Kópa- vogi á öðrum degi jóla. Messan fór fram í fokheldu kirkjuskipinu en áður hafði safnaðarsalurinn hlotið vígslu biskups til að nota undir kirkjuhald þar til sjálf kirkjan yrði fullsmíðuð. Á aðfangadegi jóla voru þrjár messur í Lindakirkju og þær sóttu alls um eitt þúsund manns. Í sveitamessuna komu um 300 manns. Kirkjusókn var almennt mjög góð á landinu yfir mestu hátíðis- dagana, enda veður milt og gott víðast hvar. Líkt og í Lindakirkju voru víða þrjár messur á aðfanga- degi, fjölskyldustund kl. 16, hátíð- armessa kl. 18 og síðan kvöld- messa á miðnætti. Í seinni tíð hefur aðsókn í miðnæturmessurnar verið að aukast, sérstaklega í stærri kirkjurnar á höfuðborgarsvæðinu eins og Hallgrímskirkju, Dómkirkj- una, Neskirkju og Grensáskirkju. Sveitamessa í Lindakirkju Morgunblaðið/hag Sveitamessa Séra Guðmundur Karl Brynjarsson messar yfir hinum nýja söfnuði sínum í Lindakirkju í Kópavogi á öðrum degi jóla. LAUN forsætisráðherra lækka um rúmar 163 þúsund krónur, laun ann- arra ráðherra um 137 þúsund og þingfararkaup um 42 þúsund kr. Kjararáð ákvað lækkun launa þingmanna og ráðherra í kjölfar breytingar Alþings á lögum um kjar- aráð þar sem ráðinu er gert að úr- skurða um lækkun launa þeirra um 5-15% frá áramótum. Jafnframt skuli ráðinu óheimilt að hækka laun- in á árinu 2009. Fram kemur í úrskurði kjararáðs að vísbendingar séu um að til- tölulega há laun séu byrjuð að lækka, þótt það sé ekki komið fram í launavísitölum nema að litlu leyti. Kjararáð lítur svo á að með lögunum frá því fyrir jól hafi Alþingi markað stefnu um launaþróun ríkisstarfs- manna til næstu framtíðar, í stað þess að kjararáð taki mið af breyt- ingum sem orðið hafa. Þingfararkaup verður 520 þúsund kr. á mánuði frá áramótum en er nú 562.020 kr. og lækkar því um 7,5%. Mánaðarlaun ráðherra verða 855 þúsund kr., að meðtöldu þingfar- arkaupi. Ráðherra hefur nú 992.512 krónur og lækka launin því um tæp 14%. Þá lækka laun forsætisráð- herra úr 1098.208 kr. á mánuði í 935 þúsund krónur, eða um tæp 15%. Lækkar um 163 þúsund Kjararáð lækkar laun þingmanna og ráðherra BROTIST var inn á hrepps- skrifstofur Kjós- arhrepps í Ás- garði um jólin. Hurðum var sparkað upp með tilheyrandi skemmdum og tölvum stolið, m.a. bókhaldi hreppsins og gögnum byggingarfulltrúans. Talið er að einn einstaklingur hafi verið að verki og er lýst eftir ábendingum um mannaferðir við Ásgarð frá 20. des- ember sl. Sigurbjörn Hjaltason, oddviti Kjósarhrepps, segir innbrotið enn óupplýst. Eftir eigi að skrá betur hvers sé saknað en þriggja vikna gamalt öryggisafrit var til af bók- haldi hreppsins. Hann biður húseig- endur í hreppnum að huga að eign- um sínum en telur það grunsamlegt að enn sé ekki búið að tilkynna önn- ur innbrot í Kjósarhreppi yfir jólin. bjb@mbl.is Innbrot hjá hreppnum Sigurbjörn Hjaltason NÝLEGA var greint í fjölmiðlum frá þeirri tillögu Ferðamálasamtaka Suðurnesja að sleppa hjörð villtra hreindýra í Reykjanesfólkvang. Dýraverndarsamband Íslands hefur af því tilefni sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er eindregið við slík- um áformum, enda samræmist það ekki dýravelferðarsjónarmiðum. Reykjanesskaginn hefur ekki uppá að bjóða kjörlendi fyrir hrein- dýr, hvorki hvað beitilönd varðar né loftslagsskilyrði þar sem þetta er eitt votviðrasamasta svæði landsins. Gera má ráð fyrir að hreindýrin myndu leita niður á láglendi, amk. hluta árs, svo sem í skóglendi, allt til Heiðmerkur og niður að sjó, þar með yfir hina fjölförnu Reykjanes- braut og lenda í mikilli slysahættu,“ segir m.a. í yfirlýsingunni. Ekki kjör- lendi fyrir hreindýr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.