Morgunblaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008 Eftir Kristbjörgu Sigurðardóttur Kópasker | Það var að ýmsu að hyggja fyrir jólin, allar sendingar þurftu að komast í réttar hendur áður en hátíðin gekk í garð. Starfsmaður vöruafgreiðslunnar á Kópaskeri, Andri Þór Eyþórsson, var vígalegur með þetta óvenjulega æki þar sem hann var að flytja tvö jólatré til viðtakenda þeirra, sem biðu í ofvæni að fá að skreyta þau. Óvenjulegt æki með jólatréð Morgunblaðið/Kristbjörg FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hef- ur í samráði við forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráð- herra ákveðið að flýta hækkun at- vinnuleysisbóta. Grunnatvinnuleys- isbæturnar munu hækka um 13.500 kr. frá 1. janúar nk. í stað 1. mars eins og áætlað hafði verið. Hinn 1. mars var gert ráð fyrir að atvinnuleysisbætur ættu að hækka um 13.500 kr. til samræmis við lægstu laun á almennum vinnumark- aði. Fram kemur í tilkynningu frá fé- lagsmálaráðuneytinu að þetta sé í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar frá 17. febrúar 2008 sem gerð var í tengslum við kjarasamn- inga á almennum vinnumarkaði. Samhliða munu hámarkstekju- tengdar atvinnuleysisbætur hækka um sama hlutfall í samræmi við fyrr- nefnda yfirlýsingu og verða þá 242.636 kr. á mánuði í stað 220.729. kr. áður. Félags- og tryggingamála- ráðherra hefur undirritað reglugerð þessa efnis. Atvinnuleysisbætur hækka um 13.500 kr. Hækkun bótanna flýtt um tvo mánuði SYSTURFYRIRTÆKIN TM Software, eMR og Skyggnir ákváðu að styrkja frekar Krabbameinsfélag Íslands í stað þess að senda út jóla- gjafir og kort til viðskiptavina sinna. Allt eru þetta dótturfélög Nýherja og starfa á sviði upplýsingatækni. Guðrún Agnarsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins, veitti styrknum viðtöku úr hendi þeirra Sveins Sigurðar Kjartanssonar frá Skyggni og Stefáns Þórs Stef- ánssonar frá TM Software. „Í ár ákváðum við að breyta til og styðja góðgerðarsamtök ,“ segir Stefán Þór Stefánsson hjá TM Software, í fréttatilkynningu. „Okkur fannst tilvalið að styðja Krabbameinsfélag Íslands, sem vinnur mjög gott starf sem enginn Íslendingur hefur farið varhluta af og það er ánægjulegt að geta lagt starfi Krabbameinsfélagsins lið á tímum þegar erfitt getur verið að falast eftir styrktarfé hjá atvinnulíf- inu.“ Styrkur í stað gjafa Styrkur Guðrún Agnarsdóttir tók við styrknum til Krabbameinsfélagsins. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt Andra Þór Eyjólfsson í tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Reyndi hann að smygla tæpum þremur kg af am- fetamíni til landsins í apríl í fyrra og hafði tekið að sér að flytja fíkniefnin til landsins gegn niðurfellingu fíkni- efnaskuldar. sÞar sem Andri Þór á nokkurn sakaferil að baki þótti dómara tveggja ára fangelsi hæfileg refsing. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann sætti frá 8.- 17. apríl 2008. Tvö ár fyrir smygl á amfetamíni TÖLVUVERÐ ölvun var í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt en engin al- varleg mál komu til kasta lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Svipaða sögu er að segja frá Ak- ureyri en talsverð ölvun var í bæn- um. Þrír gistu fangageymslur lög- reglunnar í Reykjavík en enginn á Akureyri. Almennt var rólegt að gera hjá löggæslumönnum landsins yfir hátíðirnar. Ölvun í mið- borginni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.