Morgunblaðið - 29.12.2008, Síða 19
Fréttir 19ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008
HERNAÐI Ísraela á Gaza-svæðinu
var mótmælt í mörgum borgum
heims í gær, meðal annars í London
þar sem myndin var tekin. Lög-
reglumenn handtóku tíu mótmæl-
endur fyrir utan sendiráð Ísraels í
borginni eftir að þeir rifu niður
vegatálma lögreglunnar.
Ráðamenn margra ríkja og ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna
hvöttu Ísraela og Hamas-samtökin
til að binda enda á ofbeldið með taf-
arlausu vopnahléi. Talsmaður
George W. Bush Bandaríkjaforseta
kenndi „óþokkum“ úr röðum Ham-
as-manna um ofbeldið en hvatti Ísr-
aela til að forðast aðgerðir sem
gætu leitt til manntjóns meðal
óbreyttra borgara. Talsmaður Bar-
acks Obama, verðandi forseta, vildi
ekki tjá sig um málið en sagði hann
„fylgjast grannt með ástandinu á
Gaza-svæðinu“.
Alþjóðaráð Rauða krossins
kvaðst hafa miklar áhyggjur af
ástandinu á palestínskum sjúkra-
húsum sem hefðu verið að sligast
undan miklu álagi að undanförnu.
Reuters
Hernaðinum mótmælt
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
ÍSRAELSKAR skriðdrekasveitir
söfnuðust saman við landamærin að
Gaza-svæðinu í gær eftir loftárásir
Ísraelshers sem hafa kostað nær 290
manns lífið á tveimur dögum. Ehud
Barak, varnarmálaráðherra Ísraels,
sagði að til greina kæmi að beita
einnig landhernaði ef nauðsyn krefði
til að binda enda á flugskeytaárásir
Hamas-samtakanna á Ísrael. Stjórn
landsins heimilaði hernum að kalla
út allt að 6.500 manns í varaliði hers-
ins vegna hernaðarins.
Talsmaður Ísraelshers sagði að
markmiðið með hernaðinum væri að
„draga úr flugskeytaárásum á Ísrael
til að tryggja öryggi um 250.000
manna sem búa í suðurhluta lands-
ins“. Aðalráðgjafi Baraks varnar-
málaráðherra sagði stjórnina vona
að hernaðurinn yrði til þess að Ham-
as-samtökin gengju að skilmálum
Ísraela fyrir vopnahléi.
Yfirlýsingar Baraks um markmið
hernaðarins voru óljósar og þótt
hann léði máls á því að beita land-
hernaði telja fréttaskýrendur ólík-
legt að Ísraelar beiti jafnumfangs-
miklum hernaði og í
Líbanonsstríðinu árið 2006. Yfir
1.200 Líbanar, flestir þeirra óbreytt-
ir borgarar, biðu bana í stríðinu og
yfir 160 Ísraelar, flestir þeirra her-
menn. Stjórn Ehuds Olmerts for-
sætisráðherra sætti harðri gagnrýni
fyrir framgöngu sína í stríðinu og
nokkrir yfirmenn í hernum neyddust
til að segja af sér.
Shlomo Brom, fyrrverandi ráð-
gjafi Baraks, sagði að ísraelsk
stjórnvöld vildu ekki gera sömu mis-
tök og í Líbanonsstríðinu. Þau settu
sér nú aðeins það markmið að knýja
fram vopnahlé, frekar en að reyna að
koma Hamas frá völdum á Gaza-
svæðinu.
Samtökin hafa verið við völd á
Gaza í hálft annað ár og eru með þús-
undir manna undir vopnum. Ólíklegt
er að Ísraelar geti steypt Hamas af
stóli með hervaldi, nema með því að
hernema allt Gaza-svæðið að nýju og
það gæti leitt til mannskæðra átaka.
„Ísraelar eru ekki að reyna að ger-
sigra Hamas vegna þess að það yrði
of dýrkeypt,“ sagði Brom.
Veikir Mahmoud Abbas
Nokkrir fréttaskýrendur hafa lát-
ið í ljósi efasemdir um að Ísr-
aelsstjórn nái því markmiði að knýja
fram vopnahlé og segja að stjórnin
hafi tekið mikla áhættu með hern-
aðinum. Sjónvarpsmyndir af föllnum
og særðum Palestínumönnum ollu
mikilli reiði meðal íbúa arabaríkja og
mannfallið er talið veikja stöðu
Mahmouds Abbas, forseta Palest-
ínumanna, sem hefur reynt án ár-
angurs að ná friðarsamkomulagi við
Ísraela.
Khaled Meshaal, útlægur leiðtogi
Hamas, hvatti Palestínumenn til að
hefja nýja uppreisn gegn Ísraelum
og sagði að hernaðinum yrði svarað
með sjálfsmorðsárásum. Hamas-
menn skutu tugum flugskeyta á Ísr-
ael um helgina og einn Ísraeli beið
bana. Leiði hernaðurinn til verulegs
mannfalls meðal Ísraela gæti hann
reynst stjórnarflokkunum dýrkeypt-
ur í þingkosningum sem fram fara í
Ísrael 10. febrúar.
Hugsanlegt er að Ísraelar haldi
loftárásunum áfram næstu daga og
hersveitum verði skipað að gera
árásir á nokkur skotmörk á Gaza-
svæðinu. Einnig er hugsanlegt að
Ísraelar hernemi landamærasvæði
til að torvelda flugskeytaárásir frá
Gaza. Ólíklegt er að það dugi til
binda enda á flugskeytaárásirnar en
gæti aukið fylgi stjórnarflokkanna í
baráttu þeirra við stjórnarandstöðu-
leiðtogann Benjamin Netanyahu,
sem hefur notið góðs af óánægju al-
mennings með frammistöðu stjórn-
arinnar í baráttunni við Hamas.
Talið að markmið Ísraela með loftárásum á Gaza sé að knýja fram vopnahlé frekar en að reyna að koma
Hamas frá völdum Barak ljær máls á landhernaði eftir loftárásir sem kostuðu nær 300 manns lífið
Reuters
Eyðilegging Slökkviliðsmaður við brennandi byggingu á Gaza-svæðinu eftir eina af loftárásum Ísraelshers í gær.
Í HNOTSKURN
» Að minnsta kosti 289manns hafa beðið bana og
600 særst í loftárásunum sem
Ísraelar hófu á laugardag.
Þetta er einn af mannskæð-
ustu dögunum á Gaza-svæðinu
frá því að Ísraelar hernámu
það árið 1967.
» Flestir þeirra sem liggja ívalnum eru lögreglumenn
en læknar segja að allt að
þriðjungur þeirra sem féllu, sé
úr röðum óbreyttra borgara.
Mikil áhætta fylgir árásunum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan-
ríkisráðherra telur hernaðar-
aðgerðir Ísraela á Gaza-svæðinu
óverjandi. „Þó að Ísrael standi
frammi fyrir öryggisógn og að
ákvörðun Hamas um að segja sig
frá vopnahléi sé röng, verða við-
brögð að vera í samræmi við
hættu eins og alþjóðleg mann-
úðarlög krefjast,“ segir í yfirlýs-
ingu frá utanríkisráðherra. „Al-
þjóðasamfélagið getur ekki lengur
látið óátalið að mannréttindi og al-
þjóðlegar skuldbindingar séu fót-
um troðnar á Gasasvæðinu. Ísland
styður að málið verði tekið til um-
fjöllunar á vettvangi öryggisráðs-
ins og að deiluaðilar verði kallaðir
til raunverulegrar ábyrgðar og
látnir standa við fyrirheit sín.“
Utanríkisráðherra segir hernaðinn óverjandi