Morgunblaðið - 29.12.2008, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008
SUMIR halda því
fram að ég beri
ábyrgð á því að ís-
lenskt fjármálalíf fór á
hliðina nú í haust. Ég
hef verið kallaður
óreiðumaður, glæpa-
maður, fjárglæframað-
ur, „þúsundmillj-
arðamaðurinn“, ég
hafi „komið Íslandi á
hausinn“ og svo fram-
vegis. Þessa viðhorfs virðist gæta
víða í þjóðfélaginu, meira að segja
á Alþingi og í Seðlabankanum.
Þessi viðurnefni og upphrópanir
byggjast ekki á mikilli yfirvegun
eða ígrundun, en eru að einhverju
leyti skiljanleg í andrúmslofti reiði
og öryggisleysis. Ég tek þessa
dóma nærri mér og er ekki sáttur
við þá. Ég er hins vegar reiðubúinn
að ræða mín viðskiptamál með rök-
um og staðreyndum, og axla þá
sanngjörnu ábyrgð sem mér ber.
Ég hef staðið í viðskiptum í yfir
tuttugu ár. Ég hef verið virkur
þátttakandi í íslensku þjóðlífi og
ætla að vera það áfram. Til að átta
sig á hvort ég beri einhverja
ábyrgð á falli íslensks efnahagslífs
er nauðsynlegt að fara í stuttu máli
yfir viðskiptasögu mína og þeirra
fyrirtækja sem ég hef stofnað eða
rekið. Þetta kallar á u.þ.b. 15 mín-
útna lestur, vonandi með opnum
huga.
Bónus og Baugur
Við Jóhannes faðir minn opn-
uðum verslun í leiguhúsnæði í
Skútuvogi undir nafninu Bónus
þann 8. apríl 1989. Áður hafði ég
unnið með föður mínum í ýmsum
verslunum sem gengu misvel. En
Bónusi var tekið opnum örmum af
viðskiptavinum frá fyrsta degi enda
var í raun um að ræða byltingu í
matvöruverslun, einfalt viðskipta-
módel sem snerist um að bjóða
miklu lægra verð með magn-
innkaupum, fækkun milliliða og
lágmarks-tilkostnaði
við verslanir og þjón-
ustu.
Þetta var ekki auð-
veldur slagur og við
feðgar mættum mörg-
um hindrunum. Ég
held að það sé ekki
orðum aukið að við
höfum innleitt nýja að-
ferðafræði við smá-
söluverslun og brotið á
bak aftur ákveðið
valdakerfi í verslun
sem haldið hafði uppi
vöruverði á Íslandi áratugum sam-
an. Svo hratt sé farið yfir sögu eru
Bónusverslanir nú 26 talsins um
allt land, þar vinna tæplega þúsund
manns. Bónus hefur alltaf starfað
undir kjörorðunum „Bónus býður
betur“ og þannig lofað neytendum
lægsta verðinu. Verðkannanir stað-
festa að við þetta hefur verið stað-
ið. Samkeppniseftirlitið komst ný-
lega að þeirri niðurstöðu að Bónus
megi ekki efna þetta loforð við
neytendur en þeirri niðurstöðu
verður áfrýjað.
Bónus tilheyrir nú eignarhalds-
félaginu Högum, sem er að mestu í
minni eigu og fjölskyldu minnar.
Auk Bónuss eiga Hagar fjölda ann-
arra verslana, s.s. Hagkaup, 10-11,
Debenhams og Útilíf, auk fjölda
tískuverslana. Starfsmenn Haga og
dótturfélaga eru alls 2.500 talsins.
Hagar voru reknir með hagnaði í
fyrra en hins vegar var 1,4 millj-
arða króna tap á rekstrinum á sex
mánaða tímabilinu frá mars til
ágúst 2008. Eigið fé fyrirtækisins
var í lok ágúst 6,7 milljarðar króna.
Baugur varð til árið 1998 með
sameiningu Bónuss og Hagkaups.
Á sl. 10 árum hefur megnið af mín-
um tíma farið í uppbyggingu
Baugs, sem nú er með stærstu fyr-
irtækjum á sviði smásöluverslunar í
Evrópu. Baugur leggur áherslu á
fjárfestingar í smásöluverslun og
tískufyrirtækjum í Bretlandi og
Skandinavíu. Af þeim nægir að
nefna Iceland Foods, Mosaic Fas-
hions, House of Fraser, Golds-
miths, Hamleys, Illum, Magasin Du
Nord, Saks Inc., French Connec-
tion og Debenhams, svo fátt eitt sé
talið. Meirihluti hlutafjár í Baugi er
í minni eigu og fjölskyldu minnar.
Nær allar eignir Baugs eru nú
erlendis. Að undanskildu miklu tapi
vegna Bonus Dollar Stores í
Bandaríkjunum og MK One í Bret-
landi hafa fjárfestingar Baugs í það
heila gengið vel, þar til á þessu ári.
Hrun íslensku bankanna í október
setti rekstur allra félaga sem tengj-
ast Baugi í uppnám þar sem bank-
ar og birgjar ókyrrðust mjög og
sala dróst saman. Mikill tími hefur
farið í að verja fyrirtækin falli.
Um mitt þetta ár var eigið fé
Baugs, þ.e. eignir umfram skuldir,
metið um 70 milljarðar króna. Það
er ljóst að verðmæti eignanna hef-
ur lækkað eftir hrun íslenska
bankakerfisins. Skuldir Baugs við
íslenskar lánastofnanir námu um
mitt ár um 160 milljörðum króna.
Á móti þessum skuldum er hins
vegar fjöldi öflugra og góðra fyr-
irtækja með langa og farsæla sögu,
þótt á móti blási núna. Hjá fyr-
irtækjum sem Baugur er kjölfestu-
fjárfestir í starfa nú yfir 50 þúsund
manns í yfir 3.700 verslunum. Velta
fyrirtækjanna nam á síðasta
rekstrarári um fimm milljörðum
punda, ríflega 600 milljörðum
króna m.v. gengi í árslok 2007. Það
er algert forgangsatriði hjá mér að
sjá til þess að rekstur þessara fé-
laga sé tryggður og að verja verð-
mæti þeirra eins og kostur er.
Ég get ekki skilið við Baug án
þess að nefna til sögunnar Baugs-
málið svokallaða, sem mörgum
kemur eflaust fyrst í hug þegar
rætt er um Baug og viðskipti mín.
Ég vil þó ekki að eyða miklum tíma
í það, þar sem það hefur þegar tek-
ið sex ár af lífi mínu. En ég fullyrði
að ekkert íslenskt fyrirtæki hefur
verið rannsakað jafnmikið og Baug-
ur og ég fullyrði líka að fá fyr-
irtæki myndu standast álíka skoð-
un og Baugur hefur í raun gert.
Lagt var af stað með einn kred-
itreikning, úr urðu 40 ákæruatriði,
sum margútgefin, en út úr þessu
öllu kom einn dómur, um að um-
ræddur kreditreikningur hefði ver-
ið ranglega bókaður. Ég gengst við
því en ég veit líka að einbeittur
vilji stóð til þess að hengja sem
flestar sakir á mig og að efnahags-
brotadeild og ákæruvaldinu var
beitt í því skyni. Og lengi skal
manninn reyna, því rétt fyrir jól
voru enn birtar ákærur í Baugs-
málinu vegna mála sem hafa fyrir
löngu hlotið endanlega niðurstöðu
hjá skattyfirvöldum. Þessi máls-
meðferð er óeðlileg og lyktar af
mismunun, hvernig sem á henni
stendur.
Fjárfestingar í fasteignum
Baugur stofnaði Fasteignafélagið
Stoðir árið 1999 til að annast rekst-
ur fasteigna sinna. Síðar bættust
við fleiri hluthafar og árið 2007
varð fasteignafélagið Landic Pro-
perty til með sameiningu Stoða við
dönsku fasteignafélögin Keops og
Atlas Ejendomme. Þar með varð til
eitt stærsta fasteignafélag á Norð-
urlöndum með yfir 500 fasteignir í
Svíþjóð, Danmörku, Íslandi og
Finnlandi.
Um mitt þetta ár námu eignir
Landic Property um 592 millj-
örðum króna. Vaxtaberandi skuldir
voru um 475 milljarðar króna, en
þar af var innan við fjórðungur,
u.þ.b. 110 milljarðar króna, við ís-
lenskar lánastofnanir enda stærsti
hluti eignanna erlendis. Eign mín í
Landic Property er innan við
fimmtungur hlutafjár, í gegnum
39,8% eignarhlut Stoða (áður FL
Group). Gæði eignasafns Landic
Property eru mikil en félagið hef-
ur, eins og önnur fyrirtæki, lent í
vanda vegna lækkandi eignaverðs,
hækkandi skulda og fjármögn-
unartregðu. Unnið er að nýrri
stefnumótun fyrir Landic Property
og vonandi tekst félaginu að kom-
ast í gegnum tímabundna erf-
iðleika.
Fjárfestingar í fjölmiðlum
og fjarskiptum
Árið 2003 keypti ég ráðandi hlut
í Norðurljósum og þar með Stöð 2.
Stöð 2 var þá í miklum fjárhags-
vanda sem tókst að leysa og gekk
rekstur Stöðvar 2 ágætlega upp úr
því. Sama ár átti ég þátt í end-
urreisn Fréttablaðsins sem á
skömmum tíma velti Morg-
unblaðinu úr sessi sem mest lesna
blað landsins. Árið 2005 voru Stöð
2 og Fréttablaðið sameinuð undir
merkjum 365 ásamt fleiri smærri
fjölmiðlum og afþreyingarfyr-
irtækjum.
Velgengni viðskiptamódels
Fréttablaðsins jók mönnum áræði
og Dagsbrún var stofnuð utan um
ýmis félög sem settu m.a. á stofn
fríblöð í Bandaríkjunum og í Dan-
mörku. Þessi verkefni gengu ekki
upp og mikið fé tapaðist, ekki síst
vegna vanhugsaðra kaupa á stóru
prentfyrirtæki í Bretlandi og stofn-
unar Nyhedsavisen í Danmörku,
sem náði þeim árangri að verða
mest lesna dagblað í Danmörku en
með of miklum tilkostnaði. Eftir
standa félögin Sýn, sem á 365
miðla, en innan þeirra eru Frétta-
blaðið, Bylgjan, Vísir.is og Stöð 2,
og Íslensk afþreying, sem á Saga
Film og Senu. Hjá þessum fyr-
irtækjum starfa um 500 manns.
Nýleg kaup Sýnar, sem ég hafði
forystu um, á 365 miðlum og þar
með Stöð 2 og Fréttablaðinu, hafa
verið gerð tortryggileg. Lykil-
Eftir Jón Ásgeir
Jóhannesson » Þessi mistök, hvern-ig sem á þeim stóð,
felldu íslenskt efnahags-
líf á nokkrum dögum.“
Jón Ásgeir Jóhannesson
Morgunblaðið/Kristinn
Setti ég Ísland á hausinn?
»Ég er ekki í pólitíkog hef aldrei verið.
Ég hef ekki farið fram á
sérmeðferð eða vinar-
greiða af hálfu ríkis-
valdsins.“