Morgunblaðið - 29.12.2008, Side 23

Morgunblaðið - 29.12.2008, Side 23
Daglegt líf 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008 Á UNDANFÖRNUM árum hafa orðið fjöl- mörg slys og óhöpp í kringum áramótin vegna ofsahræðslu dýra á gamlárskvöld. Hræðsla og óróleiki eru eðlileg viðbrögð hjá dýrum sem vita ekki að það er ekki um stórslys eða nátt- úruhamfarir að ræða þegar himininn lýsist upp af háværum flugeldum! Það er í eðli þeirra að hræðast hávaða, reyk og eld og ber eig- endum skylda til að passa upp á dýrin sín til þess að þau verða ekki sjálfum sér eða öðrum að voða.  Forðast ætti eins og kostur er að hafa dýr laus í eða nálægt þéttbýli á gamlárskvöld. Hunda skal ávallt hafa í bandi og helst ketti líka þegar dýrin eru viðruð.  Á þessum tíma er gott ráð að loka dýrin inni, hafa glugga lokaða, gardínur dregnar fyr- ir með dauf ljós inni og útvarp í gangi. Mark- miðið er að draga sem mest úr hvellum hávaða, ljósblossum og reykjarlykt.  Misjafnt er hvort hræddir hundar sækjast eftir félagsskap eigandans eða vilja skríða í skjól. Vilji þeir vera einir skal ekki reyna að þvinga þá fram heldur láta í friði. Kettir vilja yfirleitt vera einir í felum. Mikilvægast er að gæta þess að dýrin sleppi ekki út.  Gæludýraeigendum er ráðlagt að hafa sam- band við sinn dýralækni og fá ráðleggingar vegna dýra sem þeir eiga von á að verði óróleg um áramótin.  Ekki skal gefa dýrum róandi lyf nema í samráði við dýralækni.  Hestamenn geta reynt að byrgja glugga á hesthúsum, hafa ljósin kveikt og stilla á útvarp til að minnka áhrifin af hávaða og ljósglömpum frá flugeldum.  Hrossum á útigangi er gott að gefa vel áður en lætin byrja og halda á svæðum sem þau þekkja vel til að fyrirbyggja að þau fari sér að voða eða sleppi, verði þau slegin ótta. Banaslys hafa orðið á þjóðvegum þegar hestar fælast og lenda í veg fyrir bílaumferð. Dýr gripið ofsahræðslu skal ekki skilja eftir einsamalt fyrr en tekist hefur að róa það. Ann- ars getur það slasað sig eða týnst. Heilbrigði og velferð dýra Dýrahald og flugeldar Morgunblaðið/Ásdís Loðnir vinir Almenningur er hvattur til að taka tillit til gæludýra og láta sér nægja að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöld. Almenningur er hvattur til að taka tillit til gæludýra og láta sér nægja að skjóta upp flug- eldum á gamlárskvöld eða á þeim tíma sem dýraeigendur geta haft viðbúnað vegna dýra sinna. OFNÆMI fyrir dýrum er ekki það sem börn óska sér helst. En getur verið að sumir hundar séu síður of- næmisvaldandi en aðrir? Þrátt fyrir að sumir hundar valdi vægari ofnæmiseinkennum eru lík- lega ekki til sú hundategund sem veldur engum slíkum einkennum, að sögn sérfræðings hjá MayoClinic í Bandaríkjunum. Margir halda að dýraofnæmi sé vegna dýrahára en í flestum tilvikum er það prótein í munnvatni eða þvagi dýranna sem festar við dauðar húðflögur þeirra sem er uppspretta ofnæmisins. Til eru hundategundir, t.d. afbrigði af terrier sem fara lítið úr hárum og dreifa því minna af dauðu, ofnæm- isvaldandi húðflögunum. Þá eru til rannsóknir sem benda til þess að tíkur og labradorhundar valdi minna ofnæmi en aðrir hundar. En nokkuð örugglega er ekki til nein hundategund sem veldur engu of- næmi. Ef þú ert með ofnæmi fyrir hund- um en vilt gjarnan eiga einn slíkan er hægt að draga úr einkennunum með eftirfarandi hætti:  Veldu lítinn hund sem missir færri húðflögur en þeir sem stærri eru.  Ekki láta gæludýrið sofa í svefn- herberginu þínu eða vera inni í þeim herbergum sem þú eyðir mestum tíma í.  Láttu dýrið vera sem mest utan- dyra og mögulegt er.  Baðaðu dýrið vikulega.  Best er að hafa önnur gólfefni en teppi en séu teppi á gólfum þarf að djúphreinsa þau reglulega.  Keyptu þér rafmagnstæki sem hreinsar andrúmsloftið af húð- flögum. Valda allir hundar ofnæmi? Morgunblaðið/RAX @ Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.