Morgunblaðið - 29.12.2008, Síða 29

Morgunblaðið - 29.12.2008, Síða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Sigríður Sigurð-ardóttir fæddist í Reykjavík 2. desem- ber 1919. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík þriðjudaginn 16. desember síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Sigurðar Stefánssonar síma- verkstjóra, f. í Varmadal á Rang- árvöllum 21.4. 1895, d. 14.12. 1979, og Guðfinnu Sveins- dóttur, f. á Ísafirði 29.11. 1898, d. 2.4. 1975. Systur Sigríðar eru Ingibjörg, f. 17.2. 1921, d. 18.2. 1921, Hulda Stef- anía, f. 17.10. 1923, Svava Krist- jana, f. 12.6. 1926, og Þórunn Björg, f. 15.8. 1928. Sigríður ólst upp að mestu leyti hjá föð- urömmu sinni Sigríði Jónsdóttur, f. 19.9. 1861, d. 26.5. 1947, og síð- ari manni hennar, Bjarna Þórð- arsyni. Sigríður giftist Andrési Blomst- erberg járnsmið. Synir þeirra eru: 1) Sveinn Hörður. Dóttir hans og Kristjönu Hafdísar Bragadóttur, látin, er Svava Guð- finna. Eiginkona Sveins er Arndís Hildiberg Kristjánsdóttir og börn þeirra Brynja Sig- ríður og Sigurður Kristján. 2) Sigurður Ragnar, kvæntur Ólöfu Þóru Ólafs- dóttur. Börn þeirra eru Eygló Ragnheið- ur, Þóra Sigríður og Sigurður Ólafur. Síðari maður Sigríð- ar var Sigurður Finnur Ólafsson verslunarmaður. Dóttir þeirra Þórunn Ólöf, var gift Árna Eyjólfssyni, látinn. Börn þeirra eru Sigríður Anna, Eyjólfur og Birna Hrund. Sigríður vann við ýmis störf sem ung kona, meðal annars í Skógerð Lárusar G. Lúðvíkssonar og á sumarhótelinu á Svigna- skarði. Sigríður var iðin við prjónaskap og var í kvenfélagi Hallgrímskirkju. Þegar Sigríður bjó á Lokastígnum sinnti hún hús- móðurstörfum ásamt því að hlúa vel að sumarbústað þeirra hjóna í Borgarfirðinum. Síðustu fimm ár- in dvaldi Sigríður á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Sigríðar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Móðir mín Sigríður Sigurðar- dóttir andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 16. desember sl. Með örfáum orðum vil ég þakka henni samfylgdina sl. 54 ár. Lengst af bjuggum við á Lokastíg 2 og á ég margar góðar minningar frá mínum æskuárum. Það var oft gestkvæmt og mikið líf og fjör á þeim árum. Þegar faðir minn dó fyrir 22 ár- um var sem ský væri dregið fyrir sólu í hennar lífi. Hún fór þrátt fyrir það nokkrar ánægjulegar ferðir með vinum til útlanda og naut þess vel meðan kraftar og heilsa leyfðu. Elsku mamma, takk fyrir stuðn- ing þinn gegnum lífið. Hvíl þú í friði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þórunn Ólöf Sigurðardóttir. Elsku amma Ég trúi því ekki að þú sért farin þar sem þú ert eina amman sem ég náði að kynnast almennilega. Þú hugsaðir alltaf svo vel um mig þeg- ar ég kom heim til þín í pössun. Þú sem lést mig alltaf borða matinn minn en auðvitað mátti ég borða yfir mig af nammi eftir matinn. Það sem lifir svo vel í minningunni hjá mér er hversu gjafmild þú varst og eitt dæmi um það er þeg- ar þú gafst mér 500 króna seðil í hvert skipti sem ég kom til þín, þó að ég kæmi marga daga í röð. Svo auðvitað má ekki gleyma yndislegu pönnukökunum sem þú gerðir. Ég á eftir að sakna þín, amma mín, og þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Vonandi ertu komin á betri stað með afa. Birna Hrund Árnadóttir. Engum sem til þekkti kom and- lát hennar á óvart. Síðastliðið ár var frænku minni erfitt svo ekki var um villst að ævilok voru skammt undan. Mínar fyrstu minningar um Sig- ríði og frændsystkini mín tengdust bernskuárum mínum og systkina minna en við áttum því láni að fagna að búa í fjölda ára í nágrenni við þau. Í minningunni voru ætt- ingar mun nánari en við eigum að venjast í dag. Þegar dró að jólum voru oft andvökunætur hjá móður minni sem var að sauma og venda gömlum fötum á okkur krakkana og frændsystkini okkar. Oft hvarf ég inn í draumalandið frá hljóðinu í gömlu fótstignu saumavélinni sem sá um að enginn okkar færi í jólaköttinn. Sigga á Lokó, eins og hún var oftast nefnd af okkur ættingjunum og vinum hennar, bjó lengst af á Lokastíg 2 ásamt Sigurði manni sínum og Þórunni dóttur þeirra. Sigríður var tvígift. Fyrri maður hennar var Andrés Ástvaldur Blomsterberg og áttu þau tvo drengi; Sigurð og Svein. Sigurður reyndist drengjum Sigríðar frá fyrra hjónabandi vel og sambúð þeirra hjóna var ástúðleg. Sigurð- ur, yngri sonur Siggu frænku minnar, varð fósturbarn foreldra minna frá fjögurra ára aldri svo að samgangur hélst mikill á milli heimilanna. Sigríður og Siggi bjuggu þröngt fyrstu hjúskaparárin í kjallara föð- urfjölskyldu Sigurðar en síðar byggðu þau hjónin íbúðarhæð ofan á húsið og stóra forstofu. Það bætti eignina mjög og gjörbreytti inngangi í húsið sem var áður áveðra. Sigga frænka mín og Sig- urður voru samhent í að gera heimilið aðlaðandi. Þau höfðu mik- ið yndi af munum frá eldri tímum og var þá sama hvort það var gam- all kistill, bók eða myndverk eftir meistarana sem prýddu heimili þeirra. Fyrir nærri fjörutíu árum eign- uðust þau sumarhús sem þau fluttu í land Kaðalstaða í Borg- arfirði. Þennan stað nefndu þau Þverárbakka. Sumarhúsinu fylgdi landskiki sem þau notuðu til rækt- unar og er nú vaxinn upp mynd- arlegur skógur við bakka Þverár. Var þetta upphafið að miklum og traustum kynnum við þau systkini á Kaðalstöðum. Skóglendið við Þverárbakka varð síðar griðastaður fugla sem gerðu sér hreiður og juku lífríki staðarins. Þá gerði vinur þeirra hjóna, Einar Hákonarson listmál- ari, skúlptúr úr járni sem var sett- ur á stórt aðflutt bjarg á landinu. Verkið heitir Lífskraftur. Síðar bættu þau hjónin listaverki við eft- ir Einar sem heitir Dagmál. Að- koman að Þverárbakka var því gestum og gangandi mikið augna- yndi. Nokkru eftir lát Sigurðar fyrir um tuttugu árum hætti Sig- ríður að koma á Þverárbakka og seldi staðinn. Ég vil að lokum þakka frænku minni margar ánægjustundir sem ég átti á heimili hennar á liðnum árum. Síðast en ekki síst vil ég þakka þeim hjónum samverustund- ir sem ég og kona mín áttum með þeim á Þverárbakka. Ég bið fyrir einlægar samúðar- kveðjur til barna hennar og allra niðja. Blessuð sé minning Siggu á Lokó. Guðmundur K. Egilsson. Amma Sigga á Lokó hefur kvatt þennan heim. Hún mun hins vegar aldrei fara úr hjarta mér og minn- ingu, það er eitthvað sem ég mun eiga að eilífu og er mér ómetanlegt veganesti í framtíðinni eins og hingað til. Ég á ógrynni minninga um ömmu, hjá henni var ég mikið þegar ég var barn. Hún var stór- glæsileg kona, smekkleg með vel lakkaðar neglur og glæsileg í alla staði. Heimilið þeirra afa var líka mjög fallegt, fyrir mér bjuggu amma og afi í höll. Þegar ég var hjá ömmu á Lokastígnum eða uppi í sumarbústað söng amma mikið. Núna er ég heyri gömul dægurlög fæ ég saknaðarsting í hjartað. Ég fékk líka sting er ég gekk í Kringl- unni um daginn og heyrði kallað „Brynjólfur“, ég snarstoppaði og leitaði að þeim sem hefði verið að kalla á mig, en áttaði mig svo á að það voru einungis amma og afi sem kölluðu mig Brynjólf því ég átti að verða strákur. Amma var þekkt fyrir einstakar pönnukökur sem hún kom með ásamt gómsætu ban- anatertunni sinni í fjölskylduboðin. Hún gekk mikið um bæinn og væntanlega var oft þreytandi fyrir hana að vera með skreflatt barn eins og ég var, í eftirdragi, en hún fann góða leið til að láta mig hlaupa, þá kallaði hún: „Binna mín, komdu bara að kyssa, komdu bara að kyssa.“ Þá hljóp ég eins og ég ætti lífið að leysa því annars yrði ég kysst og knúsuð í kaf. Koss- arnir hennar ömmu voru þó þeir stærstu og knúsið það þéttasta og besta. Amma kenndi mér að leggja allar gerðir af köplum, marga dag- ana sat ég og spurði kapalinn hvort afi kæmi fyrr heim í dag, hvort Þórunni gengi vel í prófun- um og svo framvegis. Í dag eru svona lítil atvik og minningar svo óskaplega verðmætar og fallegar. Afi sitjandi flissandi við borðstofu- borðið lét mig spyrja ömmu ein- hverra fáránlegra spurninga sem sjálfsagt fólst lúmsk stríðni í til hennar, amma fussandi en hafði gaman af. „Siggi, láttu barnið ekki heyra þetta bull í þér.“ Af Loka- stígnum á ég bara fallegar minn- ingar. Ég er þakklát fyrir að hafa notið þeirra forréttinda að hafa verið svona mikið hjá ömmu minni og afa. Ég er líka óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá ömmu er hún yfirgaf þennan heim. Amma ræddi oft um dauðann við mig sérstaklega eftir að afi dó. Hún óttaðist hann og taldi næstu jól ávallt vera þau síð- ustu í sínu lífi. En þau urðu 22 áð- ur en kallið kom og elsku amma mín, hefðir þú vitað hversu kyrr- látt og friðsælt andlátið þitt yrði þá hefðir þú ekki þurft að kvíða þessari stundu. Það var vakað yfir þér hverja stund og ég er ekki í nokkrum vafa um að afi hefur ver- ið orðinn óþolinmóður að bíða eftir þér í öll þessi ár og tekið fagnandi og stríðinn á móti þér. Þið voruð bara sætust. Amma mín, takk fyrir allt það sem þú gafst mér. Ég veit ekki hvort þú veist það, en ómetanlega hvatningu gafstu mér í banaleg- unni. Uppgjöf var ekki til í þinni orðabók, þú kvaddir þennan heim með reisn eins og við var að búast af þér. Ég fékk ekki fallegu negl- urnar þínar, en ég fékk seigluna. Amma, við getum allt, það sá ég hinn 16. desember sl. Ég elska þig. Þín Brynja Sigríður Blomsterberg. Sigga frænka er látin. Búin að kveðja okkur. Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma. (Úr Prédikaranum.) Langri vegferð er lokið. Vegurinn ekki alltaf beinn og breiður. Sem ung kona tekst hún á við erfið veikindi, þetta voru erfiðir dagar en þú áttir kærleiksríka fjöl- skyldu sem stóð þér við hlið en það birti til, bjartir dagar og heilsan kom. Góðan maka, börn og fallegt heimili. Bernskuminningar eru margar, elsku frænka, þegar árin færast yfir okkur sem eftir stöndum þá yljum við okkur við árin sem að baki eru. Þú kveður fyrst af okkur systkinabörnunum, amma gaf okk- ur öllum heilræði útí lífið, það var kærleikur, vinátta og heiðarleiki. Fjölskyldurnar okkar voru sam- heldnar, hjálpsemi og væntum- þykja réð ríkjum. Við söknum þín en ég veit að þú ert komin þangað sem leið okkar allra liggur. Hversu langt sem lífið okkur ber lifir bernskuminning helguð þér. Héðan skal þér fylgja á guðs þín fund fögur þökk frá margri ljúfri stund. (H.Sv.) Vertu kært kvödd, elsku frænka, far þú í friði. Guð blessi þig. Sigríður frænka. Sigríður Sigurðardóttir frekar hennar líf, til þess eru aðrir betur færir. En ég sakna hennar, og sendi fjölskyldunni mínar samúðar- kveðjur. Dagbjört S. Höskuldsdóttir. Það voru forréttindi að alast upp í Stykkishólmi upp úr miðri síðustu öld. Bæði var að umhverfið var fag- urt og svo var mannlífið einfalt og gott. Efnahagur fólks fór batnandi og við börnin sem þá vorum að vaxa úr grasi nutum öryggis og frelsis. Við Guðrún Alma frænka mín og leik- systir nutum alls þessa án þess að gera okkur nokkra grein fyrir að þetta voru ekki sjálfsagðir hlutir. Ef eitthvað amaði að við áhyggjulausa leiki okkar var einfalt að skjótast inn til Hönnu, mömmu Guðrúnar, eða til mömmu minnar. Þessar konur leystu flest okkar vandamál, auk þess sem ömmur okkar voru aldrei fjarri. Til- vera okkar var örugg í einfaldleika sínum. Við fórum sjálfar það sem við þurftum að fara, gangandi eða hjól- andi. Það þurfti ekki að senda bíl til að koma okkur milli staða. Mömmu- rnar okkar og pabbarnir voru á sín- um stað, ef á þurfti að halda. Und- irstöður lífs okkar voru vísar. Sagan endurtók sig svo rúmum áratug síðar þegar yngri systur okkar Guðrúnar, Selma Rós og María Ragna uxu úr grasi og voru óaðskiljanlegar. Í grunninn var allt eins og fyrr. Fagurt mannlíf á fögrum stað. Það flögraði ekki að okkur þá að þetta gæti breyst. Nú eru ömmur og afar farin yfir móðuna miklu fyrir nokkru. Það tók tíma að sætta sig við það. Um þessi jól kveðjum við svo Hönnu móður Guðrúnar. Á kveðju- stund sækja minningarnar á. Hver var hún þessi kona sem sárþjáð lét það verða eitt sitt síðasta verk að ganga frá og koma áleiðis gjafapakka til þurfandi barna í fjarlægum heims- hluta eins og hennar var vani um ára- bil? Ekkert lýsir Hönnu betur. Hún var af eyjafólki komin og missti föður sinn kornung í sjóslysi. Eftir sat ekkjan með tvær ungar dætur. Þeim kom hún vel til manns þótt kjörin væru kröpp. Uppvaxtarárin mótuðu Hönnu mjög. Hún var alla tíð ákaf- lega vinnusöm eins og móðir hennar var og mátti ekkert aumt sjá án þess að bregðast við. Hún lærði snemma að meta gildi samhjálpar, var jafn- aðarmanneskja og mikil baráttukona fyrir betra og réttlátara mannlífi. Með eljusemi safnaði Hanna sér far- areyri og hélt til náms í hússtjórn- arskóla í Danmörku. Dvölina þar nýtti Hanna til hins ýtrasta og minnt- ist hennar ætíð með gleði enda mót- aði hún hana mjög. Heimkomin hóf Hanna störf hjá Kaupfélagi Stykk- ishólms. Síðar vann hún lengi í Bún- aðarbankanum í Stykkishólmi. Þessi glæsilega kona kom sér alls staðar vel. Heimili Hönnu og Sigga frænda bar vott um myndarskap og smekk- vísi. Börnum sínum komu þau vel til manns.Nú er þessi kona öll. Traust undirstaða í lífi margra hefur verið tekin burt. Það var mannbætandi að þekkja Hönnu og eiga hana að. Blessuð sé minning hennar. Lára Lúðvígsdóttir. Elsku Hanna mín. Mikið þykir mér sárt að sjá á eftir þér. Þú sem varst alltaf svo yndisleg við mig, sama hvort við hittumst heima hjá þér eða bara á förnum vegi. Alltaf stoppaðirðu og spjallaðir og þér var alltaf umhugað um líðan mína og minna nánustu. Við gátum spjallað um allt og ekkert milli him- ins og jarðar og á ég eftir að sakna þess að geta ekki komið á gamlárs- kvöld til þín eftir miðnætti og hitt vinkonu mína. Lífið er óútreiknan- legt og síðast þegar við áttum langt spjall saman, var það einmitt um dauðann, en ekki átti ég von á að þurfa síðan að kveðja þig svo stuttu síðar. Þú varst falleg kona, en feg- urðin kom líka innan frá, hlý, góð og mannleg og þakka ég fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Ég bið Guð og allar góðar vættir að styrkja fjölskyldu þína á þessum erf- iðu tímum og votta þeim innilegustu samúð mína. Þín einlæg vinkona Berglind Lilja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.