Morgunblaðið - 29.12.2008, Side 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008
✝ Björgvin Jósteins-son fæddist í
Hausthúsum á
Stokkseyri 26. ágúst
1925. Hann lést á
Landakotsspítala að-
faranótt 18. desem-
ber síðastliðins. For-
eldrar hans voru
hjónin Jósteinn Krist-
jánsson kaupmaður,
f. 1887 á Bollastöðum
í Hraungerðishreppi,
d. 1964, og Ingibjörg
Einarsdóttir hús-
freyja, f. í Borg-
arholti í Stokkseyrarhreppi 1891, d.
1975.
Systkini Björgvins eru: Guðrún, f.
1918, d. 2005, Jón, f. 1919, Kristján
Georg, f. 1921, d. 1994, Einar Krist-
inn, f. 1923, Gunnar Kristinn, f.
1927, d. 2002, og Kristín, f. 1932.
Eiginkona Björgvins er Guðrún
Steingrímsdóttir, fyrrverandi leik-
skólastjóri, f. á Skagaströnd 4. jan-
úar 1929. Foreldrar hennar voru
Steingrímur Jónsson sjómaður, f.
1897, d. 1992, og Halldóra Péturs-
dóttir húsfreyja, f. 1898, d. 1987.
Börn Björgvins og Guðrúnar eru: 1)
Dóra, fiðluleikari í Sinfón-
íuhljómsveit Íslands, f. 1955. Börn:
Fulbright-styrk til að fara og
kynna sér barnakennslu í Banda-
ríkjunum og hélt fyrirlestra um
reynslu sína af því er heim var
komið. Björgvin gegndi stöðu yf-
irkennara við Æfingaskólann, (nú
Háteigsskóla), frá 1968 og þar til
hann fór á eftirlaun 1985. Hann
var einnig skriftarkennari við
Kennaraskólann. Árið 1981 ferð-
aðist hann um Svíþjóð, Danmörku,
Noreg og England til að kynna sér
skriftarkennslu þar. Hann hóf að
kenna svokallaða „formskrift“ eft-
ir heimkomuna og árið 1985 gaf
hann út nýjar skriftarbækur fyrir
grunnskóla ásamt þeim Krist-
björgu Eðvaldsdóttur og Þóri Sig-
urðssyni. Hann samdi einnig
ásamt Þóru Kristinsdóttur og
Helgu Magnúsdóttur lestr-
arkennslubækurnar „Við lesum“,
alls sjö hefti. Allar þessar bækur
hafa verið gefnar út af Náms-
gagnastofnun og notaðar til
kennslu í grunnskólum.
Eftir að Björgvin hætti sem yf-
irkennari starfaði hann áfram sem
stundakennari í lesveri Æfinga-
skólans í þónokkur ár.
Síðastliðin tvö ár var Björgvin í
Hlíðabæ, sem er dagvist fyrir Alz-
heimerssjúklinga. Þar leið honum
vel og naut frábærrar umönnunar.
Björgvin verður jarðsunginn frá
Neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
a) Ingvar Sig-
urjónsson, f. 1981, b)
Karen Anna Shelton,
f. 1986 og c) Tómas
Ingi Shelton, f. 1992.
2) Ingi Steinn raf-
magnstæknifræð-
ingur í Danmörku, f.
1956. Kona hans er
Vera Buus Nielsen, f.
1957. Börn: a) Sigrid
Ingadóttir Nielsen, f.
1989, og b) Aldís
Ingadóttir Nielsen, f.
1992. 3) Dagný píanó-
kennari, f. 1959. Mað-
ur hennar er Jóhann S. Bogason, f.
1958. Börn: a) Dagur Bergsson, f.
1981, b) Guðbjörg Helga Jóhanns-
dóttir, f. 1985, c) Guðrún Halla Jó-
hannsdóttir, f. 1990, og d) Björgvin
Helgi Jóhannsson, f. 1996. 4) Bryn-
dís sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit
Íslands, f. 1966. Maður hennar er
Brjánn Ingason, f. 1964. Börn: a)
Björg Brjánsdóttir, f. 1993, b) Guð-
rún Brjánsdóttir, f. 1995, og c) Ingi
Brjánsson, f. 2002.
Björgvin lauk kennaraprófi frá
Kennaraskóla Íslands vorið 1949
og hóf sama ár kennslu við Ísaks-
skóla og æfingakennslu við Kenn-
araskólann. Árið 1960 fékk hann
Nú er tengdafaðir minn, Björgvin
Jósteinsson, allur. Að því marki sem
unnt er að mæla giftu manna eftir
því hvað þeir hafa áorkað á sinni ævi
var Björgvin vissulega gæfumaður.
Starfsvettvangur hans varð
kennsla sem hann stundaði af bæði
alúð og áhuga um margra áratuga
skeið. Ég hef oft hitt fyrrverandi
kennaranema sem ljómuðu í framan
þegar þeir áttaðu sig á því að Björg-
vin væri tengdafaðir minn, svo
hjartfólginn var hann þeim frá
kennslustundum við KHÍ. Björgvin
var gæddur frábærri rithönd, enda
var hann fenginn til að setja saman
forskriftarbækur sem margar kyn-
slóðir Íslendinga hafa spreytt sig á.
Björgvin hafði unun af því að
horfa á handknattleik og fótbolta
allt fram á síðasta dag. Sjálfur æfði
hann blak af kappi með samstarfs-
mönnum sínum og var kominn hátt í
áttrætt þegar hann lét af þeim leik.
Félagar hans höfðu ákveðið löngu
áður honum til heiðurs að nefna fé-
lagsskapinn Björgvin.
Helsta gæfa hans var samt að
eignast frábæra eiginkonu sem ól
honum fjögur dugmikil og myndar-
leg börn. Bæði unnu þau hjónin tón-
list eins og börn þeirra eru til vitnis
um og vísast hefur Björgvin lengi
kunnað utan að nánast allan katalóg
íslenskra dægurlaga.
Þegar barnabörnin birtust síðan
eitt af öðru kom í ljós hve kærir
krakkarnir voru Björgvini. Segja
má að um jólahátíðina hafi hann not-
ið sín til fulls, sérstaklega þegar
kom að söng og dansi. Mér verður
löngum minnisstætt hvernig hann
nánast valhoppaði kringum jólatréð
að afloknum hátíðarverði á aðfanga-
dag, með halarófu af misgömlum
skælbrosandi krökkum í eftirdragi,
syngjandi fullum rómi okkar kær-
ustu jólalög. Með jólasveinahúfu og
skegg, þegar best lét.
Þannig vil ég líka minnast hans.
Þegar ljóst var að hverju dró síðustu
dagana var Björgvin samt hvergi
banginn og beið ótrauður þessara
síðustu tímamóta sem hver maður
verður að sættast við. Og undir lokin
þegar Elli kerling var farin að herða
sín glímutök svo rækilega að hann
mátti vart mæla skrifaði hann þetta
með sinni fallegu rithönd:
Jól í koti
Jól í borg
Jól í hverju hjarta
Hvíli í friði drengur góður.
Jóhann S. Bogason.
Þá er kveðjustund elsku afa runn-
in upp. Eftir að hafa kvatt hann svo
ótal oft eftir góðar heimsóknir er
sárt að þessi sé sú síðasta. Við höf-
um sannarlega átt góðar stundir
saman, í mínum huga er afi alltaf
hlæjandi og syngjandi og að horfa á
enska boltann.
Ein uppáhalds minning mín úr
barnæsku var þegar ég fékk að gista
hjá afa og ömmu. Þá var öruggt að
gaman yrði. Dagskráin var alltaf sú
sama og mátti aldrei bregða út af.
Fyrst kúrði ég mig í sófanum með
ömmu og horfði á Spaugstofuna.
Eftir það hófst aðalskemmtunin því
þá laumaðist ég inn í eldhús til afa,
sem hafði lokað að sér og var með
danslögin á gömlu Gufunni í botn.
Þar sveiflaði hann mér fram og aftur
og saman dönsuðum við ótal gamla
dansa saman þar til við bæði vorum
aðframkomin af þreytu. Þá fékk
amma það skemmtilega hlutverk að
róa barnið niður eftir allan hama-
ganginn sem tókst þó ætíð vel enda
svo barngóð (barnbest) að það hálfa
væri nóg.
Einnig minnist ég góðra stunda
þegar ég fékk að fara í fína bílinn
hans afa, þá setti hann alltaf ein-
hverja góða kassettu með íslenskum
lögum í tækið og við sungum hátt og
snjallt með. Þarna lærði ég fjölmörg
yndisleg lög sem ég kann enn vel í
dag. Alltaf þegar ég heyri eitthvað
með Þrem á palli heyri ég í afa
syngjandi með í bakgrunninum. Mig
rámar líka í eitt sérstakt atvik sem
gerðist á jólaskemmtun Hagaborg-
ar, leikskóla fjölskyldunnar. Þá var
afi fenginn til að vera jólasveinn eins
og svo oft áður og mamma spilaði
undir á píanóið. Nema hvað að ég
kom upp um hann strax og hann
kom inn, líkt og hin barnabörnin
höfðu gert og áttu eftir að gera.
Afi minn var yndislegur maður
sem var alltaf hress og kátur og hélt
mikið upp á okkur barnabörnin.
Hann átti mörg barnabörn sem
hann reyndi að kenna flestum að
skrifa og lesa nema hvað að ég hef
greinilega ekki tekið nóg eftir. Enn í
dag get ég ekki skrifað „æ“ læsilega
og „u“ og „n“ líta eins út. En ég veit
að hann fyrirgefur mér það.
Ég mun ávallt minnast þín með
ljúfum minningum, hvíldu í friði.
Þitt barnabarn,
Guðbjörg Helga Jóhannsdóttir.
Með þakklæti kveð ég þig í dag,
elsku afi minn. Þú hefur kennt mér
svo ótalmargt og gefið af þér og því
mun ég búa að alla ævi.
Allar stundirnar inni á skrifstofu
með þér þar sem ég vandaði mig
sem mest ég mátti við að skrifa ná-
kvæmlega eins og þú í æfingabókina
okkar eru ljóslifandi fyrir mér. Þú
bjóst til skemmtilegar setningar
með nöfnum úr fjölskyldunni,
skemmtilegust þótti mér setningin
um pabba þinn: Jósteinn leikur sér
úti með jójó. Aftast í bókina hafði ég
svo hripað: Afi er góður skriftar-
kennari. Og það varstu. Góður kenn-
ari og frábær afi. Mér fannst alltaf
svo gaman að leika við þig, þú varst
alltaf syngjandi og dansandi. Ein af
mínum fyrstu æskuminningum er
þegar við vorum tvö inni í stofu á
Hjarðarhaga, plötuspilarinn spilaði
„Nú ertu þriggja ára“ og þú leiddir
fjörugan dans þar sem ég hentist yf-
ir borðið og stökk upp á stól, sam-
kvæmt laginu. Við endurtókum
þetta oft og ég var ekki alltaf
þriggja ára en það skipti engu máli.
Svona minningar af þér eru ófáar og
ómetanlegar okkur sem erum eftir
hér á jörðinni og hugsum til þín á
himnum. Hinir englarnir eru heppn-
ir að fá þig og að fá að dansa og
syngja með þér. Kannski laumarðu
að þeim smáhjúplakkrís ef þeir eru
heppnir.
Það yljar að vita af þér í friði í
örmum Guðs. Ég veit að þú vakir yf-
ir mér og ert alltaf hjá mér, afi
minn, það er huggun í sorg og sökn-
uði. Þín stelpa,
Björg.
Afi Björgvin var svo fyndinn afi,
hann var alltaf að gantast og grínast
og hann var líka dálítið stríðinn.
Hann gat verið algjör sprelligosi en
samt var hann líka stundum önugur.
Hann var svona afi sem vildi alltaf
vera að kenna manni eitthvað og
leiðbeina manni. Svo varð hann veik-
ur og þá var hann dálítið öðruvísi.
En hann var alltaf sá sami ljúfi, góði
afi Björgvin.
Það var svo gaman að koma í
heimsókn til ömmu og afa á Hjarð-
arhagann og síðan á Grandaveginn.
Þegar ég var lítil var ég mjög mikið
hjá þeim á Hjarðarhaganum og þá
gerðum við afi margt skemmtilegt
saman. Ég átti bók sem hann
geymdi og ég var oft að æfa mig að
skrifa í hana á skrifborðinu hans og
hann sýndi mér hvernig ætti að
gera. Það gladdi alltaf afa þegar ég
skrifaði og hann hafði endalausa þol-
inmæði til að leiðbeina mér. Við
tefldum oft og hann leyfði mér nú
oftast að vinna. Þó átti hann ein-
staka sinnum til að máta mig með
einhverri svakalegri brellu. Við spil-
uðum líka alls konar spil, þó aðal-
lega lönguvitleysu, í henni gátum við
verið endalaust eða þar til amma
sagði að nú yrðum við að hætta, það
væri kominn matur. Afi var oft til í
að fara í feluleik og hann lifði sig
mikið inn í leikinn.
Hann skrifaði alltaf afmæliskort
handa mér sem voru frá honum og
ömmu. Ég geymi þau vel og þegar
ég sýni fólki þau á það mjög erfitt
með að trúa að kortin séu handskrif-
uð og þá verð ég svakalega montin.
Ég var alltaf og er enn viss um að
hann skrifar best í heimi. Ég man
þegar ég var horfði á hann skrifa
eitthvað og ég sá einbeitinguna sem
skein af honum því að hann vandaði
sig alltaf svo mikið. Ég veit að hann
vandaði sig líka við allt annað sem
hann tók sér fyrir hendur og hann
var góður í svo mörgu öðru, t.d. í
blaki, að synda, syngja, lesa og tefla.
Nú býr amma ein og það er voða
skrítið að sjá herbergið hans afa eft-
ir að hann fór. Mér þykir mjög vænt
um hann því að hann var svo frábær
afi, alveg eins og mér finnst að afar
ættu að vera. Ég er heppin að hafa
átt hann að þar til núna og ég er viss
um að hann er einhvern veginn
ennþá hjá okkur. Ég sakna hans svo
mikið en ég veit að núna að hann er
einhvers staðar þar sem honum líð-
ur vel.
Elsku afi minn, hvíldu í friði. Þú
ert bestur.
Guðrún Brjánsdóttir.
Við fráfall bróður okkar Björgvins
koma upp í hugann margar minn-
ingar, bæði frá löngu liðinni tíð, og
líka hinu góða sambandi sem við átt-
um við hann til hinstu stundar. Við
minnumst æskuheimilis okkar á
Stokkseyri þar sem við ólumst upp
við ástríki foreldra og vináttu og vel-
vild góðra granna. Þessar 70-80 ára
æskuminningar eru bara ljúfar. Það
var oft skokkað fram í sjógarðshlið
til að athuga með bátana, leikið sér á
sandinum og skoðað ýmislegt
merkilegt að okkar mati sem sjórinn
hafði skolað á land. Hornsíli veidd
með höndunum grandskoðuð og
sleppt svo aftur í pollinn sinn. Við
systkinin rifjuðum oft upp minning-
ar frá þessum æskudögum okkar á
Stokkseyri.
Björgvin var í stjórn Stokkseyr-
ingafélagsins sem ritari í 23 ár. Þar
var sannarlega góður starfsmaður.
Hann lærði til kennara og var virtur
kennari alla tíð. Það var alltaf leitað
til Björgvins ef eitthvað var um að
vera, afmæli eða annað, og hann
fenginn til að skrifa á sendinguna.
Og þó að innihaldið væri kannski
ekki mikið lífgaði fallega rithöndin
hans upp á gjöfina. Björgvin var
gæfumaður, vinsæll og vel látinn.
Hann eignaðist góða konu og mynd-
arleg og hæfileikarík börn og barna-
börn.
Við systkinin sendum Guðrúnu
eiginkonu hans og börnum hans og
fjölskyldum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur. Björgvini þökkum við
bróðurkærleika, margvíslega aðstoð
og góðar stundir og biðjum honum
Guðs blessunar.
Systkinin.
Hann Björgvin frændi er dáinn.
Minningar um þennan skemmtilega
og hressa frænda okkar streyma
fram.
Heimsóknirnar, þegar fjölskyldan
kom til okkar austur á Stokkseyri á
sumrin. Þá fór Björgvin með
krakkahópinn í Skodanum austur að
vita og það var sungið alla leiðina,
fram og til baka.
Ef eitthvað þurfti að mála eða
Björgvin Jósteinsson
Elsku mamma mín.
Það er erfitt að trúa
því að þú sért ekki
lengur hér á meðal
okkar. Hvað eftir ann-
að stend ég mig að því að gera ráð
fyrir þér þegar ég skipulegg næstu
daga. Síðast í gær stóð ég mig að því
að velta því fyrir mér hvað best væri
að kaupa handa þér í jólagjöf. Að-
dragandi þess að þú fórst frá okkur
var allt of stuttur og engin leið var að
búa sig undir brottför þína. Ég var
þeirrar skoðunar alveg fram í það
síðasta að þú myndir koma heim til
okkar og pabba að lokinni spítala-
vistinni. Þetta verða fyrstu jólin okk-
ar án þín en ég er viss um að þú verð-
ur okkur nálæg á einhver hátt.
Það var ekki hægt að óska sér
Lísabet Davíðsdóttir
✝ Lísabet SigurlínDavíðsdóttir
fæddist í Kaupmanna-
höfn 12. júní 1932.
Hún lést á Landspít-
ala í Landakoti 12.
desember síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Grafarvogs-
kirkju 18. desember
betra heimili og upp-
eldisstað en það heim-
ili sem þú og pabbi
bjugguð okkur bræðr-
um. Heimilið var þín
helgu vé og áhugamál
þín flest hægt að
stunda í eða við heim-
ilið. Heimilið var
traust og góð gildi í
hávegum höfð og
hvorki um að ræða
gnótt né skort. Þau
gildi sem þið kennduð
okkur hafa fylgt okkur
bræðrum inn í lífið og
örugglega að góðum hluta leitt til
þess að okkur öllum þremur hefur
farnast vel í lífinu.
Þú varst enginn aukvisi þegar að
hannyrðum og öðru handverki kom,
skipti þar ekki máli hvort um var að
ræða að sauma á mig fermingarföt,
dúkleggja eldhúsið, hanna garðinn
eða þá að yfirdekkja sófasettið. Þú
barst ætíð gott skynbragð á hljóm-
og myndlist og þú fylltir heimilið af
tónum þegar þú lékst á píanóið og
enginn veggur heimilisins var án
þess að hann bæri myndlist eftir þig.
Þínir hæfileikar og trú á sjálfan þig
eru okkur bræðrunum til fyrirmynd-
ar.
Þú kenndir mér faðirvorið og ég
bætti við mína útgáfu orðunum „góði
guð passaðu mömmu mína og okkur
öll“. Þessi orð fylgja ætíð enn þann
dag í dag þegar ég fer með faðirvorið
mitt.
Mamma, þú varst yndisleg og góð
kona, góðmennsku þinnar og hjarta-
hlýju verður ætíð minnst. Þín verður
sárt saknað. Takk fyrir allt sem þú
hefur gefið okkur. Guð geymi þig,
mamma mín, og hvíl í friði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Sigurður Jón.
Hinn 18. desember var borin til
grafar frá Grafarvogskirkju móður-
systir okkar Lísabet Sigurlín Dav-
íðsdóttir, eða Lísa eins og hún var
alltaf kölluð. Hún var elst fimm
systra sem voru aldar upp á Njarð-
argötu 35 og þaðan eigum við okkar
fyrstu minningar um hana. Synir
þeirra Björns, Davíð, Óskar og Siggi
voru á svipuðum aldri og við og okk-
ar æskufélagar. Sem börn hittumst
við alla sunnudaga og öll jól hjá
ömmu á Njarðargötu. Lísa var mikil
listakona. Hún spilaði á píanó og
málaði, enda bar heimili þeirra
Björns merki um góðan smekk og
listfengi þeirra hjóna.
Lísa lést eftir stutta sjúkdóms-
legu.
Við sendum Birni, Davíð, Óskari
og Sigga og fjölskyldum þeirra okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Blessuð sé minning Lísu.
Kveðja frá systradætrum.
Guðrún, Inga Jóna,
Svava Kristín,
Rannveig, Svava Ásdís
og Kristín.