Morgunblaðið - 29.12.2008, Side 32

Morgunblaðið - 29.12.2008, Side 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008 ✝ Adolf Óskarssonfæddist í Vest- mannaeyjum 30. nóv- ember 1928. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 15. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kristín Jóns- dóttir frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði og Óskar Ólafsson frá Torfastöðum í Fljóts- hlíð. Auk Adolfs áttu þau níu börn. Þau eru Jóna Guðlaug, f. 16. febrúar 1930, d. 15. ágúst 2008, Að- alheiður, f. 8. nóvember 1934, Guð- munda Eygló, f. 1. desember 1937, Kristín Ósk, f. 14 október 1940, Ólafur, f. 27. maí 1944, d. 9. ágúst 1986, Albína Elísa, f. 25. júní 1945, Hrefna, f. 30. apríl 1951, Örn, f. 18. febrúar 1953, og Guðrún, f. 12. nóv- ember 1957. Eiginkona Adolfs er Ásta Vigfús- dóttir, f. 15. júlí 1928. Börn þeirra eru Hörður, f. 28. mars 1950, Erla, f. 25. júní 1952, Vigfús, f. 18. ágúst 1955, d. 21. júlí 1967, Hilmar, f. 21. janúar 1960, og Adolf, f. 17. sept- ember 1962. Adolf lærði pípu- lagnir og vann við það alla sína starfs- ævi. Hann var mikill íþróttamaður á sínum yngri árum, náði góð- um árangri og keppti fyrir hönd Ís- lands á erlendri grundu. Síðar ann- aðist Adolf þjálfun íþróttafólks í Vestmannaeyjum og var mjög virk- ur í öllu íþrótta- og félagsstarfi (TÝR) þar. Adolf var sæmdur heið- urskrossi ÍSÍ á áttræðisafmæli sínu. Útför Adolfs fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Það var mikið áfall fyrir okkur þeg- ar við fréttum að þú værir farinn frá okkur, elsku afi okkar. Margar skemmtilegar minningar koma upp í hugann þegar við rifjum upp þá góðu tíma sem við áttum hjá þér og ömmu á Ölduslóðinni þegar við vorum litlar stelpur. Við gleymum aldrei þegar við vor- um hjá ykkur ömmu og við vorum að hjálpa ykkur að gera garðinn fínan og þú fannst gömul spjót í geymslunni og fórst að kenna okkur spjótkast í garðinum. Við dáðumst að því hvað þú varst klár í þessari íþrótt. Þú sagðir alltaf við Jónu Maríu að hún ætti að verða spjótkastari þegar hún yrði stór. Þú varst alltaf áhugasamur um allt sem við gerðum, hvort sem það var skólinn eða íþróttirnar. Ég (Guðrún Erla) gleymi aldrei þeim góðu ráðum sem þú gafst mér í sam- bandi við fótboltann. Þú vissir líka allt um allar íþróttir, maður þurfti ekki að lesa íþróttafréttirnar því þú vissir allt. Þegar maður kom í heim- sókn til þín var oft mikið í gangi, þá varstu að horfa á marga fótboltaleiki á sama tíma og það fannst okkur mjög fyndið. Þú varst alltaf hress og kátur. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Guð geymi þig, elsku afi, minning þín lifir. Þínar afastelpur, Guðrún Erla og Jóna María Hilmarsdætur Mig langar að minnast bróður míns Adolfs Óskarssonar. Það var margt sem fór í gegnum hugann, þegar ég frétti af andláti þínu. Minn- ingar um léttleika þinn og stríðni,sem ávallt var stutt í og hvernig þú varst ávallt hrókur alls fagnaðar þegar við systkinin hittumst. Elsku bróðir, þín verður sárt sakn- að en við höfum jú minningarnar til að ylja okkur við. Elsku Ásta og fjölskylda, megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem.) Kveðja, Hrefna Óskarsdóttir og fjölskylda. Nú er hann genginn af velli íþróttamaðurinn glæsilegi og keppn- ismaðurinn mikli Adolf Óskarsson. Hann var hreystimenni svo af bar á sínum yngri árum, en hlaut að láta í minni pokann eins og aðrir fyrir því lögmáli sem allir þurfa að hlíta, og er nú kominn á fund Drottins. Ég skrifa þessar línur sem þakk- lætisvott við hann og raunar fleiri ágæta menn og konur sem lögðu mik- ið á sig, fórnuðu ómældum tíma og fjármunum til að fá ungt fólk til að stunda íþróttir í Vestmannaeyjum. Dolli var brennandi áhugamaður um íþróttir og ákafur Týrari, en félögin voru tvö og hitt var Þór, sem átti sína öflugu bakhjarla eins og Valtý Snæ- björnsson, Stefán Runólfsson og fleiri. Sigurður Jónsson (Siggi í Húsavík); Eggert Sigurlásson og Jó- hann Vilmundarson koma upp í hug- ann varðandi Tý. Hér er sjálfsagt mörgum sleppt sem vert væri að minnast frá þessum tíma. Allt var þetta starf unnið í sjálf- boðavinnu og af hugsjón þótt keppn- isandi væri mikill og rígur milli fé- laga. Þegar ég var að vaxa upp í Eyjum var mikill fjöldi ungs fólks sem lagði stund á íþróttir undir leiðsögn og fyr- ir hvatningu þessara manna og allir urðu fyrir bragðið hraustari og heilsubetri og sumir urðu afreks- menn í íþróttum. Ég tel líklegt að ég hefði ekki lifað af heilsuleysi sem ég lenti í nema vegna þess að ég bjó enn að góðri þjáfun og æfingum hjá þeim í Eyjum, en lengi býr að fyrstu gerð. Af þeim sem ég þekkti stóð Dolli fremstur af þessum fórnfúsu sjálf- boðaliðum sem héldu íþróttastarfi í Eyjum gangandi og í fremstu röð. Við sem bjuggum við Bakkastíginn tókum eftir glæsilegum dökkhærðum manni sem vandi komur sínar í Fúsa- hús við sömu götu og leiddi við hönd glæsilega stúlku, Ástu Vigfúsdóttur. Í Fúsahúsi bjuggu Fúsi og Jóna, tengdaforeldrar Dolla. Vigfús var mjög virðulegur, traustur og form- fastur maður og Jóna var trúuð kona og mikið gæðablóð. Frá Jónu stafaði einstök hlýja og kærleikur, þannig að maður veitti því sérstaka athygli. Við fréttum snemma að Dolli væri einn fremsti frjálsíþróttamaður landsins og mátti nánast sjá af því hvernig hann gekk og bar sig, að í lík- ama hans bjó kynngikraftur. Okkur þótti það álitsauki fyrir Bakkastíginn, að hann skyldi venja komur sínar þangað. Seinna urðum við góðir kunningjar í gegnum íþróttir og hélst sá kunn- ingsskapur lengi. Ég sá hann einu sinni stilla til frið- ar á keppnisferðalagi milli tveggja þrautþjálfaðra íþróttamanna sem hlaupið hafði kapp í kinn og slógust af heift. Hlóð hann báðum, án þess að meiða þá, og lagði niður eins og börn til svefns og ráðlagði þeim að standa ekki upp fyrr en þeir væru tilbúnir að sættast. Varð viðureign þeirra ekki lengri. Sambandið við hann var slitrótt í seinni tíð, en ég frétti alltaf af honum hjá öðlingnum Herði syni hans sem við erum í sambandi við. Við Kjartan bróðir minn og Ásgeir og Ólafur Sig- urvinssynir höfðum ákveðið að heim- sækja Dolla milli jóla og nýárs. Við kveðjum hann hinstu kveðju í staðinn. Ég vil þakka Dolla samferðina og vináttu alla tíð. Hann var fórnfús maður og örlátur. Ástu konu hans, börnum og afkom- endum öllum sendi ég samúðarkveðj- ur. Atli Ásmundsson. Andlátsfrétt – og samstundis renn- ur upp fyrir manni að sá sem dó hafði skipt mann miklu máli, auðgað og Adolf Óskarsson ✝ Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, INDRIÐI INGI STYRKÁRSSON, lést á aðfangadag 24. Desember á krabbameins- deild Landspítala háskólasjúkrahúss. Laila Andrésson, Alfred Styrkársson, Sigurður Styrkársson, Inga Sigurðardóttir, Elísabet Þórisdóttir, Alexandra Inga Alfredsdóttir. Öll minningarkort – einn vefur www.minningarkort.is ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, LOVÍSA ÓSK JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, lést föstudaginn 26. desember. Útför verður auglýst síðar. Sigþór Elíasson, Elísabet Elíasdóttir, Jón Halldór Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, GUÐMUNDA RAGNARDÓTTIR, Lækjartúni 20, Hólmavík, lést sunnudaginn 21. desember. Útförin fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 10. Janúar kl. 14.00. Harpa Jóhannsdóttir, Arnar Hauksson, Dagbjört Anna og Arndís Eva. Ragnar Hafsteinn Jóhannsson, Íris Geirdal KristjánUnnar, Hjalti Mikael og Sonja. Skúli Jóhannsson, Þuríður Guðmundsdóttir og systkini hinnar látnu. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN SIGURÐSSON, Móaflöt 15, Garðabæ, sem andaðist þriðjudaginn 23. desember, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 30. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, þeir sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Guðmunda Katrín Jónsdóttir, Kristbjörg Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Gísli Þorsteinsson, Sigurður Þorsteinsson, Gisela Lobers, Erlingur Þorsteinsson, Kristín Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SJÖFN MAGNÚSDÓTTIR, sem andaðist á sjúkrahúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 23. desember, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 3. janúar kl.14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð Úlfs Gunnarssonar sjúkrahúsinu á Ísafirði. Jóhannes Þorsteinsson, Magnús Jóhannesson, Ragnheiður Hermannsdóttir, Þorsteinn Jóhannesson, Margrét K. Hreinsdóttir, Þórir Jóhannesson, Helga Gunnarsdóttir, Hanna Jóhannesdóttir, Andrés F. Kristjánsson, Laufey Jóhannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN MAGNÚSDÓTTIR sagnfræðingur, síðast að Dalbraut 27 Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi að kvöldi aðfangadags 24. desember. Útför verður auglýst síðar. Eygló Bjarnardóttir, Ingibjörg Bjarnardóttir, Geir Ólafsson, Erla Bil Bjarnardóttir, Magnús Bjarnarson, Guðrún Helgadóttir, Helgi Thorarensen, barnabörn og barnabörnbörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.