Morgunblaðið - 29.12.2008, Side 33
bætt líf manns á viðkvæmu og glað-
væru æskuskeiði, og allt í einu saknar
maður sárt þótt samskiptin hafi verið
lítil í áratugi. Saknar kannski æsk-
unnar líka í leiðinni. Þannig varð mér
við þegar ég frétti að Adolf Óskars-
son væri dáinn. Dolli spilaði nefnilega
stóra rullu í minni æsku eins og
margra annarra peyja sem léku sér í
fótbolta í Vestmannaeyjum. Farar-
stjóri í mörgum fræknum keppnis-
ferðum, þar sem metnaðurinn og sig-
urviljinn fyrir hönd ÍBV bar hann
stundum ofurliði ekki síður en okkur
strákana. Og enginn var glaðari né
hoppaði hærra en Dolli þegar bikur-
um var lyft og Íslandsmeistaratitlum
hampað. Þessar stundir með Dolla
eru mér algjörlega ógleymanlegar –
eins og Dolli sjálfur sem persónuleiki
– og myndin af honum í huga mér þar
sem hann þeytist um bæinn í grárri
peysu á rauðum Moskvíts. Og mátti
ekki á milli sjá hvort hann eyddi
meiri tíma í pípulagnir eða horfa á
peyja í fótbolta.
Ég kveð Dolla með mikilli virðingu,
þakklæti og söknuði. Fjölskyldu hans
votta ég mína dýpstu samúð.
Páll Magnússon.
Kveðja frá Íþrótta- og
Ólympíusambandi Íslands
Fyrir einungis þremur vikum síð-
an var undirritaður staddur í áttræð-
isafmæli Adolfs Óskarssonar, sem
hann hélt upp á í faðmi fjölskyldu
sinnar. Á þeim tímamótum var Adolf
sæmdur heiðurskrossi Íþrótta- og Ól-
ympíusambands Íslands. Adolf hafði
áður hlotið gullmerki sambandsins
árið 1991, og veiting heiðurskross til
Adolfs var orðin löngu tímabær. Sú
staðreynd að hann er nú fallinn frá er
okkur öllum áminning um að virða og
minnast verka þeirra öflugu einstak-
linga á borð við Adolf sem borið hafa
uppi íslenska íþróttahreyfingu.
Adolf Óskarsson var í senn af-
burðaíþróttamaður og félagsmaður í
grasrótarstarfi hreyfingarinnar.
Hann var á sínum tíma í fremstu röð
frjálsíþróttamanna á Íslandi, með
áherslu á spjótkast, og vann dyggi-
lega að uppbyggingu knattspyrnu
hjá Tý í Vestmannaeyjum og átti þar
farsælan feril í félagsstörfum bæði
unglingaráða og meistaraflokks.
Hann átti meðal annars stóran þátt í
því að hlúa að skærustu stjörnu ís-
lenskrar knattspyrnu, Ásgeiri Sigur-
vinssyni, þegar hann tók sín fyrstu
skref í yngri flokkum í Vestmanna-
eyjum.
Íþrótta- og Ólympíusamband Ís-
lands kveður öflugan félaga, og vil ég
fyrir hönd sambandsins senda fjöl-
skyldu og aðstandendum samúðar-
kveðjur.
Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ.
Íþróttahreyfingin í Vestmannaeyj-
um kveður góðan félaga.
Adolf Óskarson var afreksmaður á
íþróttasviðinu , einn af bestu spjót-
kösturum landsins og mikill áhrifa-
valdur í starfi íþróttahreyfingunar í
Vestmannaeyjum. Hann starfaði
mikið að knattspyrnumálum, sér-
staklega hjá yngri flokkunum, bæði
hjá Knattspyrnufélaginu Tý og hjá
ÍBV og var um langt árabil einn ötul-
asti starfsmaður íþróttahreyfingar-
innar í Vestmannaeyjum. Má segja
að hann hafi uppgvötað mörg góð
knattspyrnumannsefni sem síðan
gerðu garðinn frægan bæði hjá
landsliðum Íslands og með erlendum
félagsliðum.
Adolf var ódrepandi í að hvetja til
góðra verka í íþróttum og má segja
að það sé ótrúlegur árangur Eyja-
manna á sviði íþrótta á þessum árum.
Adolf var heiðraður fyrir störf sín
fyrir íþróttahreyfinguna, var sæmd-
ur heiðurskrossi ÍBV 1998 og í tilefni
áttatíu ára afmæli síns 30 nóvember
sl. var hann sæmdur heiðursorðu
Íþrótta- og Ólympíusambands Ís-
lands.
Íþróttahreyfingin í Vestmannaeyj-
um þakkar Adolf samfylgdina og
sendir eftirlifandi eiginkonu hans og
ættingjum samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Adolfs Óskars-
sonar.
Fyrir hönd Íþróttabandalags Vest-
mannaeyja,
Þór Í. Vilhjálmsson, formaður.
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008
✝ Anna Tryggva-dóttir fæddist á
Þingeyri við Dýra-
fjörð 17. júní 1922.
Hún andaðist á
Hrafnistu, Vífils-
stöðum 15. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Tryggvi Jónsson frá
Fjallaskaga, f. 18.5.
1895, d. 10.11. 1971,
og Margrét Eggerts-
dóttir, frá Kleifum í
Seyðisfirði við Ísa-
fjarðardjúp, f. 28.12.
1897, d. 17.10. 1991. Auk Önnu
áttu þau fjórar dætur, Sigríði, f.
26.12. 1917, d. 1.3. 1994, Elínu, f.
26.12. 1917, d. 22.7. 1994, Unni, f.
18.6. 1921, d. 26.10. 1991 og
Ragnheiði, f. 26.3. 1929.
Anna giftist 23.1. 1943 Þórði
Jóhanni Magnússyni versl-
unarmanni, f. 24.9. 1910, d. 15.11.
1985. Eignuðust þau eitt barn,
Tryggva Magnús Þórðarson, f.
13.11. 1956, kvæntur Selmu Þórð-
ardóttur, börn þeirra eru Þórður
Magnús og Egill Andri. Dóttir
Tryggva og Geirlaugar Björns-
dóttur er Agnes Þöll.
Anna fæddist á Þingeyri við
Dýrafjörð, en ólst upp á Flateyri
við Önundarfjörð. Anna og Þórð-
ur hófu búskap á Flateyri áður en
þau fluttu í Kópavog. Þau bjuggu
alla tíð að Vallartröð 3, en árið
1991 flutti hún í
Fannborg 8 og síðan
í Hamraborg 32.
Anna hlaut sína
barna- og unglinga-
skólamenntun á
Flateyri. Hún vann
við verslunarstörf
og síðar við skrif-
stofustörf bæði hjá
Sjúkrasamlagi
Kópavogs og Heislu-
gæslustöð Kópa-
vogs.
Hún var ein af
stofnendum Kven-
félags Kópavogs, sat í stjórn fé-
lagsins og var tvívegis formaður.
Hún var ein af stofnendum Spo-
ex, samtök psoriasis- og ex-
emsjúklinga og sat þar í stjórn í
nokkur ár í upphafi. Hún var
meðal þeirra er skoðuðu með-
ferðarúrræði fyrir psoriasis- og
exemsjúklinga sem Svíar höfðu
komið sér upp á Kanaríeyjum.
Hún starfaði með leikhópnum
Snúð og Snældu á fyrstu árum
hans og hið sama var uppi á ten-
ingnum hjá Nafnlausa leik-
hópnum, þar sem hún var ein af
stofnendum. Hún tók virkan þátt
í starfi bókmenntaklúbbs Hana-
nú og Gjábakka og birtust ljóð
eftir hana í Gjábakkaþulum.
Útför Önnu verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Er líða tók á æviskeið móður
minnar spurði hún oft, hví ekki væri
hægt að sofa af sér veturinn. Sofna
er dimma, kuldi og bleyta tækju
völd og vakna aftur með hækkandi
sól, hita og náttúru fullri af lífi.
Þessari spurningu var ekki beint að
neinum sérstökum, aðeins velt upp.
Vissan um að strax eftir ársins
dimmasta dag færi daginn að
lengja, að vísu aðeins um hænufet
hvern dag, gerði skammdegið við-
ráðanlegt, það var eftir einhverju að
bíða.
Þó er það nú svo að á vetrum hef-
ur starfsemi félaga blómstrað og
þau vaknað af þeim dvala sem sum-
arið krefst. Meðan heilsa leyfði var
móðir mín mikil félagsmálamann-
eskja. Hún tók þátt í stofnun og
starfi Kvenfélags Kópavogs, Spoex
og leikhópa. Hún stóð fyrir eða tók
þátt í námskeiðum í framsögn,
fundarsköpum, bókmenntum og
handavinnu auk ensku. Hún tók
þátt í starfi aldraðra í Kópavogi og
urðu bókmenntahópar henni kærir,
bæði Hana-nú og í kringum fé-
lagsstarfið í Gjábakka. Þar voru
meðal annars gefin út nokkur rit-
verk undir heitinu Gjábakkaþulur
og þangað rötuðu ljóð eftir hana, til
dæmis þetta:
Hnígur sól til sjávar
á síðkvöldi
sendir geisla um geim
gefur þor og þrek
þeim sem sækja fram
til friðar.
Móðir mín var afar vandvirk og
ber handavinna hennar því gott
vitni. Það var reynt að ganga þann-
ig frá endum að réttu og röngu væri
illa hægt sjá. Hún lætur eftir mikið
safn af handavinnu, saumaskap og
föndri. Þá er ekki talið það sem selt
eða gefið hefur verið af sokkum og
vettlingum. Hún gerði mikið af
prjónasokkum á kornabörn og gaf
ungum ættingjum til að halda litlum
fótum heitum á fyrstu vikum eða
mánuðum lífsins.
Foreldrar mínir voru með þeim
fyrstu er komu í Kópavog, bjuggu í
tvíbýli með móðurafa og -ömmu
minni. Gestkvæmt var á heimilinu,
margir áðu þar er í höfuðborgina
var komið, íbúðin aldrei of lítil. Þau
litu eftir eða litu til með ungum ætt-
ingjum sem sendir voru til höfuð-
borgarinnar og hefur sú vinátta og
kunningsskapur haldist gegnum tíð-
ina.
Móðir mín sagði stundum líf sitt
hafa verið afmarkað veikindum.
Fyrst voru það berklar sem tóku
hálft lunga eftir blástursmeðferð á
berklahælinu á Vífilsstöðum, en þar
dvaldi hún í tvö ár frá 1947. Þá var
það gigtin sem skildi eftir bogna liði
og svo psoriasis/exem sem leiðir
marga til að draga sig í hlé. Á ný-
liðnum árum bættust við hnjáskipti
og síðan tapaðist sjónin á öðru aug-
anu, en við það fór jafnvægið og
erfiðara var að fara óstudd um.
Henni fannst þetta síðastnefnda
eiginlega alveg óþarfi, það hefði í
sjálfu sér verið komið nóg og veik-
indaskammtinum hefði átt að vera
lokið.
Móðir mín vildi ekki vera upp á
aðra komin, en þurfti samt á því að
halda að vera innan um aðra. Hún
vænti þess að mega vera lifandi
meðan hún lifði og sofna svo. Nú er
móðir mín sofnuð, en um leið vökn-
uð að vori, vöknuð til eilífs lífs í
faðmi hins hæsta höfuðsmiðs.
Tryggvi Magnús.
Hnígur sól til sjávar
á síðkvöldi
sendir geisla um geim
gefur þor og þrek
þeim sem sækja fram
til friðar.
Þannig hljóðar eitt ljóða Önnu
Tryggvadóttur. Ég kynntist Önnu
þegar stofnaður var ljóðahópur í
Gjábakka í Kópavogi.
Anna var mjög ljóðelsk og átti
gott með að setja fram hugsanir
sínar og skoðanir.
Hún var glaðvær, góður félagi og
alltaf hrein og bein í samskiptum.
Við söknuðum hennar, þegar hún
hætti í hópnum okkar sökum veik-
inda.
Við biðjum henni blessunar og
sendum fjölskyldu hennar innilegar
samúðarkveðjur.
F.h. félaga í Skapandi skrifum í
Gjábakka í Kópavogi
Sigurlaug Ó. Guðmundsdóttir.
Anna Tryggvadóttir
✝
Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýnt
hafa hlýhug og samúð við andlát og útför okkar
ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
SIGURÐAR SIGURÐSSONAR
Fyrrv. veitingamanns,
Gnoðarvogi 60,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki blóðskilunar-
deildar og deildar 13E á Landspítalanum fyrir einstaka
umönnun og nærveru.
Stefanía Guðrún Þorbergsdóttir,
Sigurður Þ. Sigurðsson, Steinunn Sæmundsdóttir,
Jórunn Anna Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem vottuðu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föðurs ,afa og langafa,
MAGNÚSAR GRÍMSSONAR,
Felli,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða.
Aðalbjörg Þorkelsdóttir,
Magnea Magnúsdóttir, Hannes Haraldsson,
Grímur Magnússon, María Ármannsdóttir,
Helga Magnúsdóttir, Jón Ragnar Sævarsson
Hafdís Magnúsdóttir, Jón Ólafur Svansson,
afabörn og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og
vinarþel við fráfall ástkærrar móður okkar ,
tengdamóður og ömmu,
LÁRU KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR,
Laugateigi 54,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar-
þjónustunnar Karitas, deildar 11E á Landspítala og
líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir frábært starf.
Skúli Þór Magnússon, Guðrún Jóhannesdóttir,
Árni Magnússon,
Jóhanna Magnúsdóttir, Óskar Margeirsson,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, amma og
langamma,
HALLDÓRA ELDJÁRN
fyrrverandi forsetafrú,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn
21. desember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í
Reykjavík þriðjudaginn 30. desember kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð
Kristjáns Eldjárns gítarleikara (Reikningsnúmer 0513 18
430830 kt. 650303-3180), Minningarsjóð Sóltúns eða aðrar
líknarstofnanir.
Ólöf Eldjárn, Stefán Örn Stefánsson,
Þórarinn Eldjárn, Unnur Ólafsdóttir,
Sigrún Eldjárn, Hjörleifur Stefánsson,
Ingólfur Eldjárn, Guðrún Björg Erlingsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
RAGNHILDUR HULDA ÓLAFSDÓTTIR
frá Látrum í Aðalvík,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í
Keflavík mánudaginn 22. desember, verður
jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn
30. desember kl. 14.00.
Ásthildur Árnadóttir, Óli Jón Bogason,
Guðlaug Eiríksdóttir,
Sigríður Árnadóttir, John Myer,
Ragnhildur Árnadóttir, Hörður Falsson,
barnabörn og barnabarnabörn.