Morgunblaðið - 29.12.2008, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 29.12.2008, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008 Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Til eru eldtefjandi efni sem hægt er að úða yfir kertaskreytingar. Aldrei má þó treysta á að slíkt komi í veg fyrir bruna. Munið að slökkva á kertunum Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ 7.-10. janúar 2009 Vínartónleikar Stjónandi: Markus Poschner Einsöngvari: Dísella Lárusdóttir Miðvikudagur 7. janúar kl. 19.30 Fimmtudagur 8. janúar kl. 19.30 - (Græn röð) Föstudagur 9. janúar kl. 19.30 Laugardagur 10. janúar kl. 17.00 - Örfá sæti laus Nýtt ár hefst með hátíðarbrag á Vínartónleikum þar sem hljóma sígrænar perlur eftir Strauss, Lehár og fleiri meistara óperettunar. Vínartónleikarnir hafa um árabil verið vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar og vissara að tryggja sér miða í tíma. Rótarspuni norðurs og vesturs TÓNLIST Íslenzkur hljómdiskur Sigurður Flosason bbbbm Viðar Margeirsson: Rætur. Ulf Adåker: Zones. Sigurður Flosason altsaxófónn, Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Hljóðritað í Háskólabíói 6/2008. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Hljóðmeistari: Páll Sveinn Guðmundsson. Tónjöfnun: Sveinn Kjartansson. Heildarlengd (óuppgefin): 56:28. Útgáfa: Dimma DIM 38, 2008. TITILL upphafsverksins – Rætur – minnti óneitanlega fyrst á fræga þrælaniðjasögu Alex Haleys, Roots, og samnefnda heimskunna sjón- varpsþáttaröð. Sú bók ku nú reynd- ar uppspuni frá rótum, þrátt fyrir Pulitzerverðlaunin. Hvað sem henni líður þá er innblásinn sólóspuni Sig- urðar Flosasonar í saxkonsertinum eftir kvikmyndakompónista okkar í Hollywood, Viðar Margeirsson, af allt öðrum og trúverðugri toga. Þar fer ósvikin snilld í hárfínu jafnvægi klassískrar yfirvegunar og heitra til- finninga. Og verkið – e.t.v. fyrsti íslenzki einleikskonsertinn fyrir saxófón og sinfóníuhljómsveit? – blasir – þrátt fyrir skiljanlega endurómun af draumaverksmiðjunni vestra – heið- tært við manni sem nánast fullkom- inn samruni beggja heima, norðurs og vesturs, þrungið jafnt víðáttu, þjóðlegri dulúð sem hrífandi fersk- leika. Og ekki bara í hinu tápsprikl- andi Leik (Hættu að gráta hringa- ná), sem kannski kemst allra fimm þátta næst „íslenzkum Copland“. Mögnuð nálgun Viðars er ekki síð- ur innblásin en kattsveigjanleg túlk- un Sigurðar, og meðlifaður sam- leikur SÍ er ýmist ómþýður eða snarpur við hæfi. Einna hvassastur í Trölladansi (Niðjamóti að næt- urlagi), er gæti fullt eins lýst örla- gabardögum Íslendingasagna á við Knafahólavíg Njálu. Það er greini- lega engin spurning – þann góða veðurdag sem löngu réttlætanleg stórmynd verður gerð úr fornald- arbókmenntum landsins – að Viðar yrði þar hárréttur maður á tón- tjaldasviði. Nærri hálftíma langur konsert hins sænska Ulfs Adåkers, Zones (ár ótilgreint), fyrir altsax og strengjasveit er talsvert framsækn- ari í tónmáli, þótt ekki fari hann mjög út fyrir nýklassískan ramma – ásamt kannski hnífsbroddi af „Third Stream“-stefnu Schullers. Einleiks- hlutverkið er þó engu minna fyrir það en hjá Veigari – jafnvel meira ef eitthvað er, þótt fleira kunni að vera fyrirskrifað – og Sigurður þrífst og dafnar í sviðsljósinu eins og fyrsta ballerína Svanavatnsins. Að mörgu leyti áheyrilegt verk, þó að Rætur Viðars (að ógleymdum þjóðlagaarfi) hafi að minni hyggju ótvíræðan til- höfðunarvinninginn. Burtséð frá fullaftarlegri strengjasveit framan af í Zones virð- ist upptakan hér, sem í Rótum, í fínu lagi. Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/RAX Sigurður Flosason „...ósvikin snilld í hárfínu jafnvægi klassískrar yfirveg- unar og heitra tilfinninga,“ segir meðal annars í dómi gagnrýnanda. Ágætis tenórasprell TÓNLIST Íslenzka óperan Söngtónleikar bbbnn Óperuaríur, jóla- og söngleikjalög. „Ten- órarnir fjórir“, Jóhann Friðgeir Valdimars- son, Gissur Páll Gissurarson, Snorri Wi- um og Garðar Thór Cortes. Antonía Hevesi / Jónas Þórir píanó, Hjörleifur Valsson fiðla. Fimmtudaginn 18. desem- ber kl. 20. FJÓRIR tenórar! Skyldi það geta trompað milljón dollara formúlu þeirra Pavarottis, Domingos og Carrerasar frá því fyrir nærri 20 ár- um? Eða vera bara yfirdrepslegt amerískt „overkill“? Um það mátti velta vöngum þegar leikar hófust í þéttsetnum fyrrverandi bíósalnum á fimmtudagskvöld. Sem vænta mátti fékkst engin skárri skýring á téðu yfirboði í Mbl.- viðtali daginn áður en að það væru „svo margir góðir tenórar á Íslandi“. Hvað byggi fleira undir og hengi á spýtunni kom ekki fram frekar en um svo margt annað á þessu landi, þrátt fyrir snarauknar kröfur síð- ustu vikna um gegnsæi og allt uppá borði. En auðvitað lá hér minna við en horfnir milljarðar. Fyrst og fremst snerist uppákoman um að tryggja hlustendum góða skemmtun á undirliggjandi nótum karlagrobbs- legrar sýndarsamkeppni. T.d. þegar Jóhann Friðgeir bandaði á einum stað viðvörunarhendi til kolleganna um að hafa sig nú hæga meðan hann kleif toppnótur sínar, eða þegar þeir félagar tóku svellandi rúllöður hver í kapp við annan í O sole mio að hætti spænsk-ítölsku frumkvöðlanna. Slíkt var gott og gilt stólpagrín, enda voru dúndrandi undirtektirnar eftir því. Þó að hreint músíklega séð hefði e.t.v. mátt nýta samlægu söng- sviðin betur með að vísu varla stór- aðsóknarvænni Ligetískri þétt- skipan, frekar en láta nægja þá stöku tví- eða þríröddun sem mest kryddaði samsönginn umfram ríkjandi hópeinröddun eða sólóinn- slög. En ef marka mátti sjóðheitt lófatakið, æstu bravóköllin og dun- andi þrjúbíófótastappið undir lokin, skipti það minnstu máli. Enda féllu nokkrar tilfinningaþrungnar sólóarí- ur líka í dágóðan jarðveg, t.a.m. sú fræga Canios úr I Pagliacci í kraft- hlöðnum meðförum Jóhanns Frið- geirs, eða Agnus Dei í fagurri inn- lifun Gissurar Páls. Nefna mætti mörg fleiri afbragðs- góð einsöngsdæmi, en í fjarveru tón- leikaskrár er varla vogandi að treysta á minni og misskýrar munn- legar kynningar bassasöngvarans er láðist að kynna sjálfan sig og sem ég þekkti né heldur í sjón. Hann átti annars þónokkra fyndna smáspretti milli sönglaga er útfæra mætti frek- ar upp á framtíðina. Í þvísa skemmt- unarsambandi var engin spurning að með smá aukatilsögn leikstjóra, og jafnvel danskennara, gætu fjór- menningarnir ugglaust náð enn meiri sviðsáhrifum en raun bar vitni. Píanóundirleikur Antoníu Hevesi í klassísku deildinni og Jónasar Þóris í jóla- og söngleikjalögunum var al- mennt pottþéttur. Fiðluleikur Hjör- leifs Valssonar var hins vegar full hlédrægur, tónninn stundum hálf „stuðningslaus“, og spunnu inn- slögin hans yfirleitt allt of ósjálfstæð og háð píanópörtum. Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Kristinn Tenórarnir fjórir Jóhann Friðgeir, Snorri, Gissur Páll og Garðar Thór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.