Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 2 LesbókSKOÐANIR S íðasta sunnudag las ég Fréttablaðið á undan Morgunblaðinu. Þar sá ég svar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar við grein Agnesar Bragadóttur sem birtist sama dag í síðarnefnda blaðinu um meinta sviksamlega starfshætti eig- enda Glitnis. Víst er að ásakanirnar voru alvarlegar en ég held að fá dæmi séu um að nokkur hafi verið jafnfljótur til svara, í öðrum prentmiðli, og raunin var í þessu tilviki. Áður en venjulegir lesendur höfðu fengið Mogg- ann inn um lúguna reyndi Jón Ásgeir að hrekja ásakanirnar í ítarlegu máli og fór þess á leit að svarið birtist í Fréttablaðinu. Ritstjórnin brást augljóslega vel við beiðni eigandans og birti greinina umsvifalaust. Væntanlega hefur hún þó þurft að kippa öðru efni úr blaðinu til að koma henni fyrir á síðustu stundu. Þeim sem ekki lesa Morgunblaðið, en þeir eru mun fleiri en þeir sem lesa Fréttablaðið, hefur e.t.v. ekki fundist þetta jafn einkennilegt og mér. Ég velti hins vegar fyrir mér hvernig Jón Ásgeir hafði tök á að sjá grein Agnesar á undan öðrum og hvort ekki hafi verið misráðið, frá sjónarhóli almannatengsla, af honum að nota blað sitt samdægurs sér til varnar. Hvers vegna birtist vörnin ekki í Morgunblaðinu? Frá sjón- arhóli lesandans hefði það verið eðlilegra. stefosk@hi.is ÞETTA HELST Einkennilegt Jón Ásgeir Brást skjótt við. Nýtt leikrit eftir ungan höfund, Starra Hauksson, verður frumflutt í Útvarps- leikhúsinu á morgun, sunnudag kl. 14. Leikritið heitir Spor og segir frá Andra sem er að verða þrítugur og býr einn. Verkið gerist á afmælisdegi móður hans. Andri kemst ekki í afmælið því hann er upptekinn, eða kannski er hann upptekinn af því að vilja ekki mæta. Fyrir ári, á þessum degi, gerðist nokkuð sem olli straumhvörfum í lífi hans, fjölskyldunnar og vinahópsins. En örlögin grípa í taumana og Andri fær ekki lengur umflúið að horfast í augu við atburðinn – og sjálfan sig um leið. Leikritið Spor er frumraun Starra Haukssonar í Útvarpsleikhúsinu. Starri Hauksson er uppalinn í Garði Mývatns- sveit, sonur Stefaníu Þorgrímsdóttur skáldkonu og Hauks Hreggviðssonar. Móðurafi hans var Þorgrímur Starri og amma hans hin kunna skáldkona Jak- obína Sigurðardóttir. Með hlutverk Andra fer Sveinn Ólaf- ur Gunnarsson og Björn Thors leikur Torfa. Leikstjóri er Guðmundur Ingi Þorvaldsson. throstur@mbl.is Spor í Útvarps- leikhúsinu Nýtt leikrit, nýr höfundur MEÐMÆLIN Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 PrentunLandsprent E f það er verið að reyna að segja okkur eitthvað þá er verið að reyna að telja okkur trú um að kerfið sem við búum við – það er kallað ýmsum orðum eins og lýðræði, markaðshagkerfi, frjálshyggja, ný- frjálshyggja – sé í raun gott og réttlátt. Skilaboðin sem berast frá þeim sem sitja að völdum miða öll að því að endurnýja traust okk- ar á kerfinu sem hrundi svo eftirminnilega yfir okkur fyrir tveimur mánuðum. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Öll kerfi miða að því að viðhalda sér. Komi í ljós brota- löm reynir kerfið að yfirvinna hana. Sýktur lík- ami ræðst að meini sínu og brýtur það niður. Valdakerfi viðheldur sjálfu sér með því að losa sig við þann sem afhjúpar spillingu þess og galla eða með því að varpa rýrð á þann sem kemur auga á gallana. Kerfið sjálft verður fyrir alla muni að standa. Kerfishrunið, sem hefur átt sér stað hér, af- hjúpaði ekki bara kerfislæga galla heldur einnig spillingu sem þessir gallar hafa leitt af sér. Hið gallaða og spillta kerfi er nú að reyna að telja okkur trú um að það sé ekki gallað og spillt. Sú leið hefur ekki verið farin að láta tiltekna fulltrúa kerfisins axla ábyrgð og víkja. Þetta hefur ákveðna kosti. Mannaskipti eru eins kon- ar hvítþvottur – manni er einfaldlega fórnað fyrir meiri hagsmuni sem eru viðhald kerfisins sjálfs. Það hefur fremur verið reynt að varpa rýrð á þá sem benda á gallana með því að segja að þeir hafi einfaldlega rangt fyrir sér eða að þeir séu drifnir áfram af annarlegum sjónar- miðum. Þetta hefur líka ákveðna kosti fyrir þá sem vilja breytingar á kerfinu. Varnarstaða þess er nefnilega mjög veik. Eftir hrunið er kerfið opið sár. Áður en því verður lokað þarf að krukka í það, rannsaka meinið. Og það er tækifæri sem ekki má láta fram hjá sér fara. Það er nefnilega hæpin fullyrðing, sem oft hefur heyrst á undanförnum vikum, að það kerfi sem við búum við núna sé það besta og því sé ekki ástæða til þess að gera neinar grundvallarbreytingar. Ólíklegt verður að telj- ast að við höfum komist að endanlegum sann- leika um það hvernig best sé að haga hlutunum í mannlegu samfélagi. Þvert á móti eru kreppur af þessu tagi ein- mitt til þess fallnar að hreyfa við ríkjandi skipu- lagi, þær kalla hreinlega á breytingar. Spurn- ingin er bara hvaða breytingar. Ef allt verður við það sama eftir að kreppan hefur gengið yfir má líta svo á að okkur hafi mistekist. Að gullið tækifæri til þess að hreyfa við hlutunum hafi gengið okkur úr greipum. throstur@mbl.is Varnarhættir kerfisins Ef allt verður við það sama eftir að kreppan hefur gengið yfir má líta svo á að okkur hafi mistekist VITINN ÞRÖSTUR HELGASON Geir H. Haarde Vill hann telja okkur trú um að kerf- ið sem við búum við sé í raun gott og réttlátt? U ndanfarnar vikur hafa dagblöðin tvö, Morgunblaðið og Fréttablaðið, birt margar greinar frá borgurum landsins. Það hefur oft verið skemmtileg lesning þó sjaldan séu þær upplýsandi um þróun mála. Meginstef flestra þeirra er vandlæting á stjórnvöld- um, íslensku atvinnulífi og fjölmiðlum. Úr þeim má lesa vonbrigði fólks vegna efna- hagsvandans og öryggisleysi. Í þessum greinum má líka sjá viðsnúning í því hvern- ig Íslendingar skrifa um sig. Í stað þess að Íslendingar séu taldir bjartsýnir, sveigj- anlegir og snjallir eru þeir nú iðulega sagð- ir gráðugir, skammsýnir og hrokafullir. Einkum og sér í lagi er þetta sagt eiga við um þá sem hafa haft áhrif í íslensku stjórn- mála- og fjármálalífi og ofan í kaupið eru þeir oft taldir gjörspilltir. Þegar frá líður eiga fræðimenn eftir að rýna nánar í þessar greinar og ráða af samhengi þeirra að sjálfsmynd þjóðar er mjög huglægt fyr- irbæri. Líkt og syndarinn refsar sér með sjálfs- ásökunum sökum við nú hvert annað um heimsku og græðgi. Á þessum lágpunkti telja margir að ekkert geti bjargað okkur frá ævarandi sneypu annað en að reka alla heim og sækja um inngöngu í ESB. Það er eitthvað annað en bjartsýnin sem einkenndi framboð okkar til öryggisráðsins, og ásetn- ingur okkar að leysa deilur milli þjóða, þeg- ar allt lék í lyndi. En nú er mál að linni og að við snúum til baka til raunveruleikans og þess að ræða af skynsemi um framhaldið. Þar gegna fjölmiðlar miklu hlutverki eins og endranær með miðlun raunverulegra upplýsinga. Það verður þó auðvitað trauðla gert án samstarfs við þá sem veitt geta svör. Á undanförnum misserum hefur mér þótt fréttastofa RÚV og Rás 1 hafa nokkra yf- irburði yfir aðra fjölmiðla í landinu þegar kemur að fréttatengdu efni. Dag hvern eru fjölmargir fróðlegir þættir á dagskrá. Þar má nefna fasta þætti eins og Morgunvakt- ina, Samfélagið í nærmynd og Víðsjá sem og ýmsa framhaldsþætti sem beint hafa sjónum sínum að ákveðnum álitaefnum. Þar má t.d. nefna þætti um lýðræði og ut- anríkismál. Einnig má nefna fréttaskýr- ingaþáttinn Spegillinn sem tekur mál fyrir með ítarlegri hætti en hægt er að gera í stuttum fréttatímum. Segja má að rík- isútvarpið þjóni að þessu leyti sem opin skóli fyrir almenning. Í raun þyrfti að leggja enn ríkari áherslu á þennan þátt starfseminnar og styðja þannig við upp- lýsta umræðu í landinu. Því ber að halda til haga að möguleikar fólks til að afla sér upplýsinga hafa gjör- breyst með tilkomu netsins og aðgengi að erlendum ljósvakamiðlum. Þúsundir Ís- lendinga fylgjast daglega með erlendum fjölmiðlum og hinir fróðleiksþyrstu bíða t.d. ekki eftir því að fjallað sé um atburði og greiningu á stöðu mála í íslenskum miðlum. Vitanlega er þó sá hængur á að í erlendum miðlum er lítið fjallað um inn- lenda atburði þótt það hafi aðeins breyst á síðustu vikum vegna þess að kastljós heimsins hefur fallið á Ísland vegna óvenjulegra aðstæðna. Samanburðurinn við erlenda fjölmiðla gerir þessa lesendur kröfuharðari. Þegar þeir fletta síðu eftir síðu af auglýsingum um kjöt og baunir á tilboði vilja þeir einn- ig lesa fréttir sem skýra frá málum með faglegum hætti. Sérstaklega á þetta auð- vitað við um fjölmiðla sem greiða þarf fyr- ir. Nú er hart í ári fyrir þá í samkeppninni við ókeypis miðlun eins og fríblöð og rík- ismiðla og svo auðvitað þá sem finna má á netinu. Má þar nefna bloggsíður og Fa- cebook þar sem menn senda sín á milli áhugaverða tengla á hvers kyns fjölmiðla, þætti og skoðanir fólks. Til að hafa betur í slíkri samkeppni þarf forskot sem byggir á betri greiningu en Jón á blogginu hefur tök á. stefosk@hi.is Hart í ári hjá Jóni og séra Jóni Yfirburðir „Á undanförnum misserum hef- ur mér þótt fréttastofa RÚV og Rás 1 hafa nokkra yfirburði yfir aðra fjölmiðla í land- inu þegar kemur að fréttatengdu efni.“ FJÖLMIÐLAR STEFANÍA ÓSKARSDÓTTIR Það er eitthvað annað en bjartsýnin sem ein- kenndi framboð okkar til öryggisráðsins, og ásetningur okkar að leysa deilur milli þjóða, þegar allt lék í lyndi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.