Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 6 LesbókKVIKMYNDIR E rfitt er að lýsa þessari óg- urlegu b-mynd sem líklega hefði aldrei átt að líta dagsins ljós. Í örfáum orðum segir myndin frá meistara Sardu sem rekur pyntinga- leikhús þar sem hann og svarti dvergurinn Ralphus, aðstoðarmaður hans, pína konur og myrða á sviði fyrir framan áhorfendur, sem trúa því staðfast að allt sé gert í plati. Myndin er í raun ekkert annað en röð niðurlægj- andi pyntingaratriða og er á köflum svo yfirgengilega ýkt að hún fer nánast að gera grín að sjálfri sér. Ég skrifa um hana hér í þessu plássi ekki til að mæla með henni, heldur frekar til að mæla gegn henni og vara áhorfendur við. Sam- tímis get ég ekki annað en bent á hana einfaldlega vegna þess hversu langt hún gengur yfir öll velsæmismörk – þetta er mynd sem maður elskar að hata, því það er eitthvað svo hryllilega rangt við hana. Ég veit ekki hvernig mér tókst að horfa á hana frá upphafi til enda (þurfti að taka mér hlé af og til), en ég get fullyrt að ég er hik- laust verri maður eftir áhorfið. Og þar með er mik- ið sagt. The Incredible Torture Show (1976) Joel M. Reed Yfirgengilegur ósómi É g er farinn að nota Podcast ansi mikið, þegar ný plata fer inn á i-podinn laumast sjálfkrafa inn á hann út- varpsþættir sem ég hef einhvern tíma valið að gerast áskrifandi að. Og það er fínt að hlusta á þetta á leið í vinnuna eða meðan verið er að ryksuga. Þetta er hvers- dagslegt efni sem ég missi af eða gleymi að eltast við á netinu, spænskar og enskar fréttir, slatti af BBC-þáttum, hitt og þetta annað mjög mismerkilegt, og tveir þættir frá RÚV. Hefst nú kvabbið. Nýjasti Spegill- inn á iTunes er þegar þetta er skrifað sex daga gamall, og nýjustu hádegisfréttir tveggja daga gamlar. Það er óþarfi að skammast yfir lélegri þjónustu Rík- isútvarpsins, ég held að ástæðan sé sú að það er enginn að nota þetta, annars væri ef- laust kvartað nóg til að þetta væri í lagi. Meðan maður verður var við að ýmsar tækninýjungar festast í sessi og verða æ stærri hluti af daglegu lífi erlendis er eins og Íslendingar hafi gleymt sér, sáttir á gamla góða netinu, og sakni lítt nýjunganna. Bandaríkjamenn eiga Kindle-rafbækur, kaupa hljóðbækur á Audible og hlaða beint inn á i-podinn, taka upp sjónvarpsþætti á TiVo og leigja kvikmyndir á Amazon. Leikjatölvurnar eru nettengdar og leikirnir keyptir beint með fjarstýringunni. Ég hef ekki enn svo mikið sem minnst á tónlist- arverslunina iTunes … Jú, hér er rekin net- tónlistarverslun, sem meira að segja hefur um skamma hríð boðið ágætt úrval af er- lendri tónlist, en ég hef það ekki á tilfinning- unni að það séu í raun og veru margir sem kaupa reglulega tónlist þar. Vonandi er það rangt. Meðan netið var enn ungt bundu margir vonir við netverslun hér á landi, um tíma var meira að segja hægt að kaupa mat- vöru á netinu og fá senda heim. Hví ekki? Íslendingar eru nýjungagjarnir og latir, búa á strjálbýlu landi og veðrið er yfirleitt vont. Við erum líka menntuð þjóð og tiltölulega fjáð (grínlaust), og öll nettengd. Einhvers staðar er skýring á þessu öllu saman. Hluti af henni er auðvitað það að þjóðin er fá- menn, erfitt að fá erlenda aðila til að mark- aðssetja sína þjónustu á litlu landi o.s.frv. Og sumt af því sem rakið er að ofan er enn að slíta barnsskónum vestanhafs. En ég get ekki varist þeirri hugsun að það sé eitthvað annað sem veldur, því ekki höfum við látið fámennið stöðva okkur hingað til. Við höfum lengi talið okkur fremst og fyrst á netinu, tölur sögðu það að minnsta kosti lengi. Staf- ræn sala á t.d. bókum hlýtur að vera spenn- andi kostur á landi þar sem prent- og að- flutningskostnaður er mikill og markaðurinn lítill. Einhverra hluta vegna yppum við samt öll öxlum og látum okkur fátt um finnast, bæði þeir sem selja og við neytendurnir sem eigum að krefjast þess að fá allt það nýjasta og besta strax, græjur og gott sánd. Einu sinni heyrði ég þá kenningu að netið hefði seinna náð fótfestu í Danmörku en víðast annars staðar vegna þess hve Danir væru ánægðir með faxvélina, sem hefði valdið byltingu í dönsku viðskiptalífi. Mögulega á eitthvað slíkt við í þessu til- viki, eða höldum við enn að Íslendingar séu í fararbroddi þegar kemur að nýjungum á netinu? Kannski lagast þetta þegar kyn- slóðin sem nú liggur á Piratebay eignast pening og vill fá eitthvað fyrir hann. gisli- ar@gmail.com Græjur og gott sánd Höfum við gleymt okkur, sátt á gamla góða netinu, og misst áhugann á nýjungum? NETIÐ GÍSLI ÁRNASON Podcast RÚV stendur sig ekki í Podcastinu. Þ essi fyrsta mynd Ridleys Scotts er uppáhald margra kvikmyndagerð- armanna vegna þess hversu listi- lega leikstjóranum tókst að skapa stór- mynd með litlum fjárráðum, fyrst og fremst vegna glæsilegrar myndatöku og ótrúlegra sviðsetninga sem líta á köflum út eins og rómantísk landslagsmálverk fyrri alda. The Duellists gerist á margra ára tímabili á tímum Napóle- ons-styrjaldanna í Evrópu og fylgir tveimur her- mönnum sem verða óvinir vegna smá- vægilegrar deilu sem vindur upp á sig. Ósættið hefst með einvígi, sem síðar endurtekur sig í hvert sinn sem leiðir þeirra mætast, þar til einvíg- in verða smátt og smátt fræg innan herdeildanna og þeir að nokkurs kon- ar smástirnum innan stéttarinnar. Fe- raud (Harvey Keitel) er hefnigjarn og þrjóskur ofbeldisseggur sem hefur deilurnar við D’Hubert (Keith Car- radine), réttlátan og friðsaman hermann sem neyðist til að halda uppi ósættinu einfald- lega til að verja heiður sinn. Myndin er hugleiðing um heiður, hefndir og mann- legt eðli, og státar af eftirminnilegustu bar- dagasenum sem ég hef séð lengi. The Duellists (1977) | Ridley Scott Listrænir slagsmálahundar N ightmare Alley eftir Edmund Goulding öðlaðist goðsagnalegt költ- gildi eftir að deila á milli framleið- andans George Jessel og kvikmynda- versins Fox kom í veg fyrir sýningar og síð- ar meir almenna útgáfu á verkinu áratugum saman. Sem betur fer hefur málið verið út- kljáð og þessi gullmoli rökkurmyndanna fékk veglega DVD-útgáfu á vegum Masters of Ci- nema-flokksins fyrir nokkru og myndin varð loksins aðgengileg almenningi. Myndin hefur gjarnan verið kölluð ein myrkasta rökkurmynd hefðarinnar, enda töldu flestir sem komu að verkefninu á sínum tíma ómögulegt að hrinda því í framkvæmd. Nightmare Alley byggir á samnefndum reyf- ara Williams Lindsey Gresham sem jafnvel leikstjórinn sjálfur taldi ókvikmyndanlegan, einfaldlega vegna þess að umfjöllunarefnið átti sér of margar áhættusamar hliðar sem ritskoðendur myndu ráðast gegn án umhugs- unar, s.s. undirliggjandi þemu lyga, fíkna, kynlífs og jaðarmenningar sem brýtur í bága við ríkjandi viðhorf og grefur undan (kapital- ísku) yfirvaldi. Eitthvað var um breytingar á söguþræði bókarinnar (s.s. nauðsyn Holly- wood til að bæta við vonarglætu í sögulok) en lokaútkoman er engu að síður kvikmynd sem hefur staðist tímans tönn, sveipuð myrkri og dulúð sem heillar frá upphafi til enda. Sögusviðið er farandsirkus eða karnival og grunnþráðurinn fremur hefðbundin frásögn af draumóramanni sem nælir sér í frægð og frama með svikum og prettum en þýtur allt- of hátt í græðginni og fellur óumflýjanlega lengst niður í svaðið sem hann áður for- dæmdi. Stanton Carlisle (Tyrone Power) er verkamaður í karnivalinu og fantagóður lyg- ari sem kemst á snoðir um vélabrögð gam- alla svikahrappshjóna, sem höfðu áður fyrr verið stórstjörnur. Hann kemst upp á kant við karnivalið, stingur af með ungri eig- inkonu sinni og saman slá þau í gegn með svikamyllunni, þar sem Carlisle þykist vera skyggn og vélar frægð, frama og haug af peningum út úr hástéttinni í Chicago. Hann reisir veldi á engu nema lygum og að lokum hrynur allt eins og spilaborg. Samtímaáhorf- endur þurfa ekki að leita langt til að sjá hversu tímalaus efniviðurinn er. Rithöfundurinn Gresham var heillaður af sirkusmenningunni frá unga aldri og fékk einstaka innsýn í veröld karnivalsins þegar hann barðist í spænsku borgarastyrjöldinni við hlið gamals sirkusstjóra sem kjaftaði frá leyndarmálum bransans. Vitneskjan er öll á skjánum í Nightmare Alley, sem var illa tek- ið af karnivalfólki vegna þess hversu mörg brögð eru útskýrð fyrir áhorfendum. Fróð- leikur höfundar ljær verkinu sérstaklega raunsæjan blæ, auk þess sem kvikmynda- framleiðendurnir leigðu heilan sirkus og komu honum fyrir á stúdíósvæðinu, en aragrúi alvöru sýningarfólks kemur fram í myndinni. Myndin fékk góðar viðtökur gagn- rýnenda á sínum tíma, en lítið var lagt upp úr markaðsherferð og dreifingu og því fór hún framhjá mörgum áhorfendum. Þeirra missir er okkar gróði, því Nightmare Alley er ein þeirra sjaldséðu mynda sem hafa lifað tímana tvenna en hún býr enn yfir nægileg- um krafti til að draga áhorfendur inn í myrkrið og leyfir þeim ekki að gleyma sér svo glatt. gunnaregg@gmail.com MYNDIR VIKUNNAR GUNNAR THEODÓR EGGERTSSON Ég á mér tröð … Sjarmerandi Svikahrappurinn Stanton Carlisle (Ty- rone Power) kjaftar sig út úr klípu með því að sannfæra lögreglumann um að hann búi yfir raunverulegri skyggnigáfu. Aðferðin er síðar út- skýrð fyrir áhorfendum, líkt og flest sirkusbrögðin í Nightmare Alley Nightmare Alley (1947) | Edmund Goulding

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.