Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 Lesbók 11BÓKARKAFLI H vað sagði strákurinn? Hvar er hann?“ spurði Guðni og drap á bílnum. „Hann er á leiðinni,“ svaraði Katrín. „Komdu.“ „Hundurinn mættur,“ tautaði Guðni þegar þau gengu að upplýstri skemmunni, „fyrstur á vett- vang einsog venjulega. Hvernig fer hann að þessu, kallinn? Alveg makalaust helvíti.“ Katr- ín hirti ekki um að svara, því öfugt við flesta aðra stóð henni nákvæmlega á sama um þenn- an mikla leyndardóm. Friðjón Karlsson, yf- irmaður tæknideildarinnar og almennt kallaður Hundurinn þegar hann var hvergi nærri, var undantekningarlaust fyrstur á vettvang ef hann var á vakt á annað borð. Þeir Guðni, Stef- án og Árni gátu velt sér endalaust uppúr þessu og höfðu meiraðsegja gert ófáar tilraunir til að tefja för Friðjóns, en aldrei haft erindi sem erf- iði. Það sama mátti segja um flesta kollega þeirra í almennu rannsóknardeildinni, sem taldi hátt í þrjátíu manns eftir samrunann á höfuðborgarsvæðinu. Katrín skildi ekki hvaða máli það skipti hvort Friðjón kom á staðinn á undan þeim eða eftir. Sérílagi þarsem þau máttu ekkert gera, engu hnika til og varla stíga fæti á vettvanginn hvortsem var fyrren Hundurinn og hans lið voru búin að ljúka sér af og gefa þeim grænt ljós. Þetta hlaut að vera eitthvert kalladæmi, hélt hún. Einhver angi af þeim eilífa typpaslag sem öllu virtist ráða á stöðinni. Og ekki bara stöð- inni, það var engu líkara en illa dulið kapp- hlaupið um að vera stærstur, bestur, mestur, ríkastur flottastur, fljótastur – eiginlega allt sem endaði á -stur ef útí það var farið – réði alltof miklu um alltof margt í þessu þjóðfélagi ef ekki bara heiminum öllum. Það var kannski ekki alslæmt og gat örugglega verið til góðs á einhverjum sviðum, en ef eitthvað mátti ráða af stöðunni á Íslandi í dag … Katrín tók sér tak, kreppti hnefana og kreisti aftur augun andartak og slakaði svo á. Þetta var hvorki staður né stund til heims- ósómapælinga, ákvað hún, dró plasthlífar á skóna og latexhanska á hendurnar og gekk inní ljósið. „Hvar er Geiri?“ gelti Hundurinn. „Nenni ekki að hanga hér í allt kvöld. Ætlaði að horfa á krimmann í sjónvarpinu. Kellingin tekur upp, horfi þegar ég kem heim. Asnalegir þættir samt. Tæknideildargæinn alltaf eitthvað að potast í hræjunum. Hvaða rugl er það?“ „Hann hlýtur að fara að koma,“ sagði Katrín og virti fyrir sér illa leikið líkið á miðju, stíflökkuðu steingólfinu. Þetta var karlmaður, feitlaginn og hávaxinn, en nákvæmari lýsing yrði að bíða betri tíma þar- sem hann lá á grúfu og það litla sem sást af andlitinu var svo illa brunnið og afmyndað að ekkert var á því að græða. Kannski hinn vang- inn væri heillegri, sá sem hvíldi á gólfinu. Það kæmi í ljós þegar réttarlæknirinn mætti. Ef hann mætti, hugsaði Katrín, Geiri gamli var orðinn svo latur og blautur uppá síðkastið að til vandræða horfði. Svo mikilla vandræða á köfl- um að síðasta hálfa árið hafði hún í þrígang séð sig tilneydda að senda Stefáni formlega kvört- un vegna karlsins. Vissi líka að hún var ekki sú eina sem kvartaði. Samt tók Stefán ekki í mál að hrófla við honum. Þetta var hin hliðin á karlaveldispeningnum, öðrumegin var typpaslagurinn, hinumegin samtryggingin. Allt þetta böddíböddí dæmi sem henni var svo vandlega haldið utanvið, ým- ist meðvitað eða ómeðvitað. Þeir máttu eiga sína böddía, þessir andskotar. Aftur kreppti hún hnefann og kreisti aftur augun, hvaða and- skotans einbeitingarskortur og væl var þetta alltíeinu? Tveir hvítgallaðir tæknideildarmenn voru á vappi um tómlegt húsnæðið, tíndu ósýni- legar örður af gólfinu og leituðu fingrafara á auðum álhillunum sem þöktu báða langveggina. Hundurinn sjálfur var að leita hins sama á litlu borði og tveimur stólkollum innst í hægra horn- inu. Á borðinu voru þrjár tómar bjórdósir og yfirfullur öskubakki. Meðfram gaflinum stóðu sex plasttunnur, hvítar með bláu loki. Glær, hlykkjótt plaströr stóðu uppúr lokunum á þeim öllum. Að öðru leyti virtist húsnæðið tómt. Katrín gekk að tunnunum. „Gambri,“ sagði Hundurinn. „Fjórar fullar, tvær tómar.“ Katrín benti á dyrnar að eina af- markaða rýminu í skemmunni, klósettinu í vinstra horninu. „Ertu búinn með þetta?“ „Nei. Búinn með hurðina, þú mátt kíkja inn. Ekkert að sjá.“ Katrín kíkti inn. Skítugur vaskur, skítugt kló- sett, opið, og hálf klósettrúlla á gólfinu. Annað virtist ekki vera þarna inni. Ekkert að sjá. „Hvað brann?“ spurði hún, „það er ekkert hérna inni nema líkið og gambrinn, og ekki kviknaði í honum.“ Hundurinn yppti öxlum. „Líkið. Fötin hans, eða eitthvað af þeim. Og einhverjir pappakassar eða pappír eða einhver andskotinn annar. Ég skoða það betur á eftir.“ „Bensín? Olía? Eitthvað svoleiðis?“ „Varla,“ sagði Hundurinn, „engin þessháttar lykt. En kannski eitthvað annað. Illa brunninn, greyið, smá pappi er varla nóg í svona eld. Kannski þetta – “ Hann gekk að fjórum bréfpokum sem stóðu útvið skemmudyrnar og opnaði einn þeirra. Í honum var tóm, glær flaska, ómerkt og tappalaus. „Hvað var í þeim?“ „Veit ekki. Landadjöfull? Finnst það líklegt. Þefaðu.“ Hann otaði pok- anum að Katrínu sem hrökklaðist undan. „Sama og þegið, ég bíð bara eftir rapportinu. Engir tappar?“ Hundurinn benti á minnsta bréfpokann. „Þrjár flöskur, þrír tappar.“ „En ef þetta var bruggverksmiðja,“ spurði Katrín, „hvar eru þá græjurnar? Eimingartækin? Hráefnið? Og landinn, framleiðslan?“ „Stolið?“ stakk Hund- urinn uppá. „Einhver kom hingað að stela græjunum og landanum, þessi kom að honum – eða þeim – og búmm. Ég veit það ekki. Þín deild, ekki mín.“ „Jújú. Það er víst. En samt, segðu mér – “ „Hey, Kata!“ Guðni stóð við hlið gamallar, dökkblárrar Toyotu með gráu húddi í innkeyrslunni og benti henni að koma. „Þessi stóð hér þegar slökkviliðið kom,“ sagði Guðni. „Ólæstur.“ 34 „Óskoðaður líka,“ sagði Eydís, hægri hönd Hundsins, þegar hún slóst í hópinn. „En skráður auðvitað.“ Hún rétti Katrínu velkt og rifið skráningarskírteinið. „Janus Mar – Mar hvað?“ Eydís beindi vasa- ljósinu að plagginu og rýndi í það. „Marodsíds, Marotsjík, eitthvað svoleiðis. Kann ekki að bera þetta fram.“ Katrín rétti Guðna skírteinið. „Geturðu tékkað – “ „Æm onnit,“ sagði Guðni. „Eitthvað fleira merkilegt í pólverjatík- inni?“ Eydís hristi höfuðið. „Ekki enn. En ég er rétt að byrja.“ Hún er orðin síðhærð, hugsaði Katrín, það fer henni vel. Afhverju hef ég ekki tekið eftir því fyrr? Afhverju er ég að pæla í því núna? Og hvar í andskotanum eru Geiri og Árni? Gemsinn byrj- aði að væla í vasa hennar um leið og þessi hugs- un dúkkaði upp. „Það var mikið, hvar ertu?“ „Sorrí hvað ég er seinn,“ sagði Árni, „Geiri hringdi og bað mig að pikka sig upp í leiðinni.“ „Afhverju, er hann fullur?“ „Er hann – nei, hvað er þetta, auðvitað ekki.“ Árni hljómaði virkilega sár fyrir hönd þessa fornvinar síns og Katrín reyndi að dempa óþol sitt í framhaldinu. Hún var ekki viss um að það hefði tekist, allavega var Árni ansi stuttur í spuna þegar hann kvaddi. Hans vandamál, ákvað hún. Hans fokkings probblem einsog Guðni mundi segja. Land tækifæranna Land tækifæranna nefnist nýr krimmi eftir Ævar Örn Jósepsson en hann gerist í október og nóvember á þessu ári, á tíma hrunsins. Aðalsöguhetjurnar eru byggingaverkamaðurinn Marek frá Póllandi, fyrr- verandi glæpamaður sem ætlaði að hefja nýtt líf á Íslandi, og útrásarvíkingurinn Daníel. Þetta haust reynist þeim afdrifaríkt. Bróðir Mareks finnst myrtur og stórkostleg spilaborg Daníels hrynur með skelfilegum afleiðingum fyrir íslenska þjóð. Þegar illa útleikið lík Daníels finnst í hálfkláruðu risaein- býlishúsi hans reynist enginn skortur á grunuðum. Hér eru birtir tveir kalfar úr bókinni. L and tækifæranna er fimmta glæpasaga Ævars Arnar Jósepssonar. Sú fyrsta var Skí- tadjobb (2002) sem fékk ágætar viðtökur og með Svörtum englum (2003) festi Æv- ar Örn sig í sessi sem áhugaverður glæpasagnahöfundur. Þriðja bókin hét Blóðberg (2005) og gerðist á Kárahnjúkum en eins og Land tækifæranna ber vott um hefur Ævar Örn lagt nokkuð upp úr því að skrifa bækur um samtíma sinn. Fjórða bókin hét Sá yð- ar sem syndlaus er. Um hana sagði Hávar Sigurjónsson í dómi í Morgunblaðinu: „Ævar Örn er orðinn býsna slyngur reyfarahöfundur og dregur enga dul á hvert hann sækir fyrirmyndirnar; í smiðju þeirra sænsku hjóna Sjövalls og Wahlöö. [...] Bestu hlutar sögunnar og þeir sem staðfesta að Ævar Örn er ágætur höfundur á þessu sviði eru þegar honum tekst hvað best upp með lýsingar á sálarástandi lögreglumanna; hversdagslegar áhyggjur þeirra og mannlegir eiginleikar bjóða lesandanum að samsama sig þeim fremur en glæponunum. Og það tekst mætavel.“ throstur@mbl.is Sögur um samtímann Ævar Örn Jósepsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.