Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Qupperneq 13
Að fortíð skal hyggja, og með nútímatækni hefir það aldrei verið auðveldara. Kamm- ermúsíkklúbburinn er þar engin undantekn- ing, og nú má á heimasíðunni kammer.is sjá á svipstundu hvað hefur verið flutt, eftir hvern og af hverjum. Kom á óvart að af fimm ofantöldum tónskáldum skyldi aðeins Luigi Boccherini (1743-1805) áður hafa kom- ið við fimmtuga sögu KMK. Sömuleiðis virð- ast Kristinn H. Árnason, Olivier Manoury og Kjartan Valdemarsson ei heldur hafa heiðrað klúbbinn með framkomu sinni fyrr en sl. sunnudagskvöld. Því mætti eins halda að hér færi nýstár- leg viðfangsvíkkun á hefðbundinni stefnu að hleypa argverska tangómeistaranum Astor Piazzolla (1921-92) inn í hin helgu vé. En hvað sem því líður var ekki að sjá á rífandi aðsókninni að „léttmetið“ – a.m.k. í sam- anburði við þungaviktara á við Brahms og Beethoven – hafi fælt marga hlustendur frá. Stemningin var þvert á móti afbragðsgóð, og Tango nuevo verk Piazzollu í seinni hluta náðu m.a.s. að mynda nokkra hápunkta áður en yfir lauk. Að vísu nutu þau góðs af þeim latneska léttleika sem einnig sveif yfir fyrri hluta, að meðtöldu upphafsverki Boccherinis fyrir gítar og strengjakvartett í e-moll G.451 frá 1799 (umritun á frumgerð fyrir píanókvin- tett); „easy listening“ Vínarklassík af óskuldbindandi bakgrunnssort en samt fag- mannlega skrifuð. Aðeins meira púður var í Sonata concertata Paganinis fyrir fiðlu og gítar í A Op. 61 frá 1804, enda líka frum- samin fyrir þá áhöfn. Dúóin tvö fyrir víólu og gítar eftir Granados (1867-1916) og Alb- éniz (1860-1909) í umritun Legnanis voru exótísk og sæt á köflum þó víólutónninn hefði stundum mátt vera ögn þéttari, hreinni og minna skerandi í hæðinni. Ann- ars var leikurinn ágætlega samtaka og inn- byrðis jafn í styrk, sumpart þökk sé upp- mögnun klassíska gítarsins (og sízt vanþarfri gagnvart stroknum stálstrengjum nútímans). Eftir hlé lék Kristinn á rafgítar ásamt kvartetti bandoneóns, píanós, sellós og bassa. Fyrst þrjú samtengd stykki, hægt- hratt-hægt, eftir Piazzolla (Silfo y ondina: Soledad, Michelangelo 70 og Milonga del angel) af innlifaðri fágun, þar sem glæstur spunaþátturinn mæddi einkum á Olivier. Efri strengir bættust síðan við í Adiós non- ino af hæglátri en svipmikilli reisn, og loks kom ókynnt aukalag, borið uppi af seiðandi bandoneóneinleik. Greinilega einnig eftir Pi- azzolla, enda stílfingraför eins og 3-3-2 hljóðfall, liðandi krómatík og fimmunda- hringshljómskipti (á við t.d. All The Things You Are Kerns) öll á sínum stað. Þrátt fyrir stöðluð vörumerkin var samt merkilegt hvað stykkið hélt vel athygli, kryddað tjábrigðum djúpra og jafnvel eðalborinna tilfinninga. Undirtektir voru forkunnargóðar, enda viðfangsefnin kannski þörf tilbreyting í bili frá hátimbraðasta fílabeini stórmeistaranna. Persónulega saknaði ég aðeins virtúósra tækifæra handa Kristni, einum færasta gít- arista landsins, er hér lét sér nægja frekar hlutlaust samspil – þó óaðfinnanlega væri annars af hendi leyst. Latneskur léttleiki TÓNLIST RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST | BústaðakirkjaKammertónleikar Verk eftir Boccherini, Paganini, Granados, Albéniz og Piazzolla. Kristinn H. Árnason gítar, Sigrún Eðvalds- dóttir fiðla, Zbigniew Dubik fiðla, Helga Þórarins- dóttir víóla, Hrafnkell Orri Egilsson, selló, Olivier Manoury bandoneon, Kjartan Valdemarsson píanó og Gunnlaugur Torfi Stefánsson kontrabassi. Sunnudag- inn 23. nóvember kl. 20. bbbmn Af þessu má kannski leiða að lífið sé skáldskapur, að við sjálf séum skáldskapur (eða í það minnsta skýrslur), skrifuð, yrt, í ljósi raunverunnar sem færist undan öllum skilningi. Hvert orð er atvik er í tveimur hlutum og heitir sá síðari „Vísur um sakleysið“. Í þeim kafla gegnir orðið sama hlutverki og í fyrri hlutanum en eftirsjá, efi, óræðni og óvissa kannski veigameiri. Skáldið lítur yfir farinn veg, ung spor, æsku og ef til vill glötuð tækifæri (í lífinu, í skáldskapnum). Fyrri hlutinn er kannski „framsýnni“ þótt efinn og átökin við skáldskapinn/lífið sé ekki langt undan. Þótt skynja megi skyldleika ljóðanna í bókinni eru þau fjölbreytt og margvísleg. Hvert orð vegur þungt og saman mynda at- vikin magnaðan ljóðaviðburð. Hvert orð er atvik er mögnuð ljóðabók sem hlýtur að teljast með bestu ljóðabókum höfundar (og er þá miklu til jafnað) en þær eru orðnar ríflega 20 frá árinu 1958. Þótt skynja megi skyld- leika ljóðanna í bókinni eru þau fjölbreytt og margvísleg. Hvert orð vegur þungt og saman mynda atvikin magn- aðan ljóðaviðburð. Morgunblaðið/Kristinn Þorsteinn frá Hamri „Hvert orð er atvik er mögnuð ljóðabók sem hlýt- ur að teljast með bestu ljóðabókum höfundar.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 Lesbók 13 LEIKLIST Steinar í djúpinu Lab Loki í samstarfi við Hafnarfjarðar- leikhúsið „Að þessu sögðu er maður þó fullur aðdáunar á vinnu Rúnars Guðbrandssonar, hvernig hann á skondinn hátt skeytir saman hinum ólíku þráð- um og hvað hann dregur upp fyrir okkur margar fallegar og áhrifamiklar myndir úr verkum Steinars að því er virðist fyrst og fremst til að skynja.“ María Kristjánsdóttir Hart í bak Þjóðleikhúsið „Uppfærsla Þjóðleikhússins er hefðbundin, þá er átt við að aðstandendur sýningarinnar eru trúir höfundarverkinu.“ Ingibjörg Þórisdóttir Músagildran Leikfélag Akureyrar „Þetta rótgróna breska leikrit kemur vel út í ís- lenskum samtíma. Um- gjörðin er einnig með miklum ágætum, sviðs- myndin vel heppnuð og tónlistin temmilega dul- arfull.“ Ingibjörg Sigurðardóttir KVIKMYNDIR Body of Lies bbbbn Sýnd í Sambíóum „Að öðru leyti er Body of Lies fyrsta flokks af- þreying sem færir áhorfandann á söguslóðir ar- abískra hryðjuverkamanna og í höfuðstöðvar bandarísku leyniþjónustunnar og kynnir fyrir okkur framtíðarlega innsýn í gervihnatta- tækniveröld, sem gerir CIA fært að skoða í nær- mynd hvern fermetra á jarðkringlunni.“ Sæbjörn Valdimarsson Ferðin til tunglsins/Fly Me to the Moon bbnnn Sýnd í Sambíó „Myndin er skemmtun fyrir yngstu börnin sem kynnast möguleikum þrívíddarinnar um leið og þau fá sögufræðslu, heyra meira að segja í Buzz Aldrin, þeim fræga garpi sem var með í fyrstu tunglferðinni.“ Sæbjörn Valdimarsson Endalaus lagalisti Nicks og Nóru (Nick and Norah’s Infinite Playlist) bbnnn Sýnd í Smárabíói, Regnboganum og Borg- arbíói „Aðalleikararnir tveir eru ágætir, enda þótt Michael Cera geri lítið annað í hlutverki Nicks en að endurtaka persónuna sem hann lék í Juno.“ Heiða Jóhannsdóttir MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Bragi Ásgeirsson – Yfirlitssýning bbbbm Sýning stendur til 11. janúar. „Það er augljóslega mikil undirbúnings- vinna við sýn- inguna. Vel er valið úr verkum og þótt ég hafi séð mörg þeirra áður kom sýningin mér samt á óvart og gaf mér enn dýpri innsýn í list Braga …“ Jón B. K. Ransu Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsið Hlynur Hallsson - út/inn Sýningin stendur til 11. jan. „Óhætt er að mæla með sýningunni og sniðugt að vera með sýningarpésann í vasanum og kíkja eftir listaverkum á þeim tuttugu stöðum sem tilgreindir eru í miðbænum um leið og rölt er í kaffihús og verslanir á aðventunni.“ Þóra Þórisdóttir HÖNNUN Norræna húsið - kjallari Norsk prjónahönnun - DUODU Sýningin stendur til 30 nóv. „Formsköpun þeirra ber „skúlptúrískt“ yf- irbragð allt sett fram af mikilli fágun „þar sem mannslíkaminn er lofsunginn“ sem meginhvati formsköpunarinnar.“ Elísabet V. Ingvarsdóttir Í GANGI GAGNRÝNI Fyrir nær tveimur áratugum heimsótti ég litla menningarbúllu í Amsterdam til að hlýða á ljóðaupplestur, en ég hafði lesið í tilkynn- ingu að sjálfur Linton Kwesi Johnson ætlaði að stíga þar á pall og lesa upp úr eigin verk- um. Sem ungur áhugamaður á ljóðalistinni hafði ég vanist ljóðakvöldum á Hressó og heyrt þar skorinorðan íslenskan upplestur, en þegar Johnson hóf upp raust sína upplifði ég ljóðupplestur alveg upp á nýtt. Hrynjandi orðanna var þvílík að þau runnu saman í eitt samhangandi flæði, formlaust, taktfast og (h) ljóðrænt. Í vikunni þegar ég heimsótti sýningu á málverkum færeyska listamálarans Bárðar Jákupssonar í Gallerí Fold, rifjaðist þessi upplestur Johnsons upp fyrir mér. Og kom það mér þægilega á óvart að finna samnefn- ara á milli færeysks listmálara og ljóðskálds frá Jamaíka. Tveir menn af ólíku bergi brotn- ir sem í hvor í sínum tjáningarmiðli fjallar um menningarheim sinn, umhverfi og upp- runa. Bárður sækir í óhlutbundna málarahefð eftirstríðsmálverksins sem er áberandi í fær- eyskri myndlist. Nálgunin er skynræns eðlis, þ.e. í samtali við myndflötinn, og handbragðið snaggaralegt og kröftugt en listamaðurinn viðheldur teikningu í pensilskrift sinni sem vísar til kalligrafíu þannig að stafir kunna að birtast innan um óræðar pensilstrokur. Að þessu leyti má rekja ættir Bárðar til listamanna á borð við Cy Twombly og Ma- nabu Mabe sem nýttu sér sjálfráða skrift í listmálun. En fyrir mitt leyti er það (h) ljóðrænan sem ræður ríkjum í verkum hans, þessi hrynjandi sem rennur saman í eitt sam- hangandi flæði, formlaust, taktfast og hávært færeyskt reggae. MYNDLIST JÓN B. K. RANSU GALLERÍ FOLD | Bárður Jakupsson Opið daglega 10:00-18:00, laugardaga 11:00- 16:00 og sunnudaga 14:00-16:00. Sýningu lýkur 30. nóvember. Aðgangur ókeypis. bbbmn Kröftug „Bárður sækir í óhlutbunda málarahefð eftirstríðsmálverksins sem er áberandi í Fær- eyskri myndlist.“ (H)ljóðrænt flæði, færeyskt reggae

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.