Arkir - 01.02.1922, Blaðsíða 5

Arkir - 01.02.1922, Blaðsíða 5
ARKIR 5 Síðasta rönd sólarinnar var horfin niður í hafið, bak við geislandi skýja- brot vesturhiminsins, sem endurspegl- uðust í öldunum, svo að þær sýndust eins og glóandi kopar. Stóra flutningaskipið óð jafnt og þjett áfram. J>að hófst upp á öldu- hryggina og stakk stöfnum, veltist á báðar hliðar fyrir ölduganginum, en altaf hjelt það áfram. — Alt sýndist kyrt á þilfarinu, enginn við vinnu þar eða annarsstaðar, er sjeð varð. Á stjórnpallinum bar þreklegt vaxtarlag stýrimannsins við kvöldhimininn. Hann hafði krosslagt handleggina yfir brjóst- ið og starði beint fram undan sjer, út yfir hafflötinn, þar sem hvergi sást segl eða reykur; aðeins haf — óendan- legt haf. — Við og við leit hann á áttavitann, sem stóð fyrir framan stjórnandann, er hjelt föstum .tökum um stýrishjólið og beindi skipinu að hinu fjarlæga tak- marki þess. Jeg hafði farið upp á þilfar og sest á lestarhlera miðskipa til þess að njóta fegurðar sólarlagsins. pegar jeg hafði setið þar skamma stund, sá jeg hvar fyrsti vjelstjóri kom upp úr vjelarúm- inu. Hann kastaði lauslega á mig kveðju, gekk síðan út að borðstokkn- um og andaði djúpt að sjer hressandi sjóloftinu. Mig furðaði lítið eitt á, að hann skyldi ekki gefa sig á tal við mig, því jeg vissi, að hann var einn af þeim mönnum, sem sjaldan láta tækifærið ónotað til að rabba við ein- hvern. Jeg var sjálfur í svo góðu skapi, að jeg ásetti mjer að fá hann til að tala við mig. þegar hann hafði staðið góða stund út við borðstokkinn, yrti jeg á hann. „þjer eruð alvarlegur í kvöld, Jen- sen. Hefir eitthvað gengið yður á móti skapi?“ „Alvarlegur, segið þjer, læknir, — það væri ekki að ástæðulausu. — þessi grasasni, sem er hjálparmaður hjá okkur, gerir sjer lítið fyrir og lokar krananum að öðrum katlinum. — Auð- vitað í „ógáti“, eins og hann sagði sjálfur. Dálaglegt „ógát“, segi jeg bara. En það get jeg fullvissað yður um, að hefði jeg ekki tekið eftir því, þá hefði dollan innan lítillar stundar sprungið í loft upp.

x

Arkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkir
https://timarit.is/publication/741

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.