Arkir - 01.02.1922, Blaðsíða 16

Arkir - 01.02.1922, Blaðsíða 16
16 A R K I R svo, að hann studd vinstri hönd undir hökuna, og olnbogann ljet hann hvíla í hægri hönd sinni, sem hann hjelt þvert yfir brjóstið. Alt útlit hans lýsti svo mikilli eftirvæntingu og árvekni, að jeg stóð örlitla stund kyr og athug- aði hann undrandi. Svo hjelt jeg áfram niður stíginn og komst bráðlega niður á járnbrautar- teinana, og gekk eftir þeim þangað sem maðurinn stóð. Jeg sá þá, að hann var ljós í andliti, með dökt hár og skegg og miklar augabrýr. Varð- staða hans var á þeim eyðilegasta og ískyggilegasta stað, sem jeg hefi nokk- urntíma komið á. Beggja vegna voru háir, rakir veggirnir, sem vatnið draup niður eftir, og byrgðu fyrir alla út- sýn. Mjó rönd af himninum, beint uppi yfir, var það einasta, sem sást. Til annarar hliðar var framhald af þessari leiðinlegu gryfju, og til hinnar hliðar- innar var sama útsýnið, nema enn þrengra, og endaði við rautt ljósker, sem var við opið á dimmum jarðgöng- um, sem voru draugaleg til að sjá. Loítið þarna niðri var þrungið af jarð- arlykt og rotnunarlykt, og sólskininu gekk illa að komast þangað niður. Og þarna var svo kalt og hráslaglegt, að hrollur fór um mann. Mjer fanst sem jeg væri horíinn úr heimkynnum lif- andi manna. Hann hreyfði sig ekki, fyr en jeg var kominn svo nærri honum, að jeg hefði vel getað tekið í hann. Hann horfði altaf beint í augu mjer, og nú hörfaði hann eitt skrel' aftur á bak og lyíti upp annari hendinni. Jeg sagði honum, að það væri ein- manalegt starf, sem hann hefði á hendi; jeg hefði strax veitt því eftir- tekt þegar jeg hefði staðið uppi á brúninni. pað mundi ekki oft, að hann væri heimsóttur hjer, að jeg hjeldi, en vonaði þó, að honum væri ekki á móti skapi að einhver kæmi. Jeg væri sjálfur maður, sem alla mína æfi hefði verið bundinn við verk. Nú hefði jeg loksins tekið mjer hvíld frá starfinu um tíma, og notaði hana til þess að ferðast um, þar sem mig langaði. Jeg sagðist hafa mikinn áhuga á slíkum stórvirkjum, sem hjer væri að sjá. þannig hjelt jeg áfram að tala við hann, en jeg man ekki gjörla, hvað jeg sagði, því að jeg er ekki leikinn í því að tala við þá, sem jeg ekki þekki, og þar að auki var eitthvað það í fram- komu mannsins, sem mjer stóð stugg- ur af. Nú leit hann með mikilli eftii*vænt- ingu á rauða ljóskerið, sem var við op- ið á jarðgöngunum. — Hann stóð kyr og starði undramh á ljóskerið og blett- inn umhverfis, sem það lýsti, eins og hann væri að leita að einhverju, sem hann fann ekki. „það er eitt af yðar verkum að líta eftir þessu ljóskeri, eða er ekki svo?“ sagði jeg. Ilann tautaði lágt: „pjer munuð vita að svo sje“. Alt í einu datt mjer í hug, þegar jeg stóð þarna og horfði í starandi augun og íbygna andlitið, að fyrir framan mig væri andi en ekki maður. Síðan hefir mjer oft dottið í hug, að hann muni ef til vill ekki hafa verið með fullu ráði. Framh. Útgefandi: Forlagið ,,ÖRK‘‘ Reykjavík - Pósthólf S52 - Prentsmiðjan Acta

x

Arkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkir
https://timarit.is/publication/741

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.