Arkir - 01.02.1922, Blaðsíða 15

Arkir - 01.02.1922, Blaðsíða 15
ARKIR 15 Brautarvörðu ri n n • •• ,•*••* • Eftir Charles Dickens „Halló, þarna niðri!“ pegar hann heyrði þetta kallað til sín, stóð hann einmitt í dyrum varð- hússins með veifu í höndinni. Veifan var undin upp á stutta stöng. pað var ekki trúlegt, þegar staðið var á stjett- inni umhverfis húsið, að hanri gæti verið í vafa um, hvaðan kallað var. En í stað þess að horfa þangað, sem eg stóð uppi á brúninni, nærri beint yfir höfði hans, sneri hann sjer við og leit niður eftir brautarteinunum. það var eitthvað einkennilegt við þessar hreyfingar hans, þótt jeg gæti engan veginn gert mjer það ljóst, hvernig því var varið. En það var svo ein- kennilegt, að eg hlaut að veita því eft- irtekt, þótt andlit mannsins sæist óglögt í skugganum. niðri í þessari djúpu gryfju, þar sem jeg stóð hátt yfir honum, og umhverfis mig var svo sterk birta sólarlagsins, að jeg varð að setja hönd fyrir auga til þess að geta sjeð hann. „Halló, þarna niðri!“ Nú leit hann af brautarteinunum og horfði upp til mín. „Er nokkur stígur niður, svo að jeg geti náð tali af yður?“ Ilann leit upp, án þess að svara, og jeg leit niður til hans, en endurtók ekki strax þessa ónauðsynlegu spurn- ingu mína. Einmitt þá varð vart við veikan titring í lofti og jörðu, sem bráðlega breyttist í skjálfta og drun- ur, og á næsta augnabliki fór járn- brautarlestin fram hjá með slíkum há- vaða, að jeg steig óafvitandi aftur á bak, eins og einhver hefði ætlað að draga mig fram af brúninni. pegar reykurinn frá lestinni var farinn fram hjá mjer, og hafði dreifst út yfir land- ið umhverfis, leit jeg niður fyrir mig og sá, að hann var að vefja upp veif- una, sem hann hafði sýnt meðan lest- m fór fyrir. Jeg endurtók spurningu mína. Hann þagði nokkra stund og starði á mig' með glöggri eftirtekt. Svo benti hann með samanvafðri veifunni á stað, jafn- ofarlega og jeg stóð, tvö til þrjú hundr- uð álnir frá mjer. Jeg gekk þangað, og þegar jeg hafði athugað þetta ná- kvæmlega, fann jeg sjerkennilegan krókastíg, sem lá niður .á við. þessi opnu jarðgöng voru mjög djúp og veggirnir óvenjulega brattir. þau voru grafin gegnum rakt jarðlag, og rakinn varð því meiri, sem neðar dró. Mjer fanst leiðin niður löng, og það varð til þess, að jeg fór að hugsa um þann viðbjóð og þráa, sem mjer sýnd- ist lýsa sjer hjá manninum, þegar hann hafði bent mjer á veginn niður. þegar jeg var kominn svo neðarlega á þessum krókastíg, að jeg kæmi auga á manninn, sá jeg, að hann stóð milli brautarteinanna, þar sem lestin hafði einmitt nýlega farið, og leit svo út, sem hann biði eftir mjer. Hann stóð

x

Arkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkir
https://timarit.is/publication/741

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.