Arkir - 01.02.1922, Blaðsíða 7

Arkir - 01.02.1922, Blaðsíða 7
A R K I R 7 ur, og þó hafði hann jötunnkrafta og' gat hæglega unnið á við tvo — það gat hann. þegar hann stóð fyrir framan eldstóna og glampinn af eldinum lýsti á andliti hans og skrokkinn, nak- inn niður að beltisstað, þá datt manni ósjálfrátt í hug sjálfur djöfullinn, eins og honum er lýst í heimkynnum sínum. Jæja, þegar jeg þessa nótt kom nið- ur í vjelarrúmið, var fyrsti vjelstjóri kominn. En eins og venjulega var tæp- ast liðin hálf klukkustund þegar hann fór og ljet mjer eftir að gæta vjelar- innar það sem eftir var af vaktinni. Ef hann hefði getað rent nokkurn grun í, hvað fyrir mundi koma á næstu klukkustundum, þá hefði hann varla með góðri samvisku getað farið að sofa. Jeg vil ekki neita því, að það kom í mig dálítill beigur, þegar jeg tók eftir því, að annar af kyndurunum, sem gæta áttu eldanna þessa vakt, var ein- mitt „svarti Jack“. — Frá því er jeg fyrst sá hann, hafði jeg haft megna óbeit á honum, og þessa nótt fanst mjer hann ennþá viðbjóðslegri en áð- ur. Augun voru æðisleg og yfir hon- um var einhver undarleg óró og hryll- ing. Jeg gat ekki gert mjer neina grein fyrir, af hverju það stafaði, að þessa nótt fanst mjer altaf eins og yl’ir mjer vofði einhver óhamingja. Jeg hafði taugaóstyrk og leið illa í alla staði. Leiddist líka, að fyrsti vjelstjóri hafði skilið mig einan eftir. Fyrst í stað gekk þó alt vel og jeg var hálfpartinn farinn að gleðjast yfir, að alt ætlaði að ganga slysalaust, þegar jeg alt í einu heyrði háreysti og læti neðan frá eldstónum. Jeg heyrði negr- ann bölva og ragna og að hinn kyndar- inn var að reyna að telja um fyrir honum. Alt í einu kvað við hræðilegt óp, og svo varð þögn á eftir. Jeg stóð einmitt uppi á handriðinu og var að bera á ássveifina. Jeg vissi strax, að eitthvað liafði komið fyrir og ætlaði að stökkva niður af handriðinu og kalla á mann- hjálp. En áður en jeg gæti það, fann jeg að þrifið var aftan í mig, svo jeg datt flatur. Um leið og jeg fjell, sló jeg höfðinu í handriðið, sem var úr járni, og við það misti jeg meðvit- undina. pegar jeg raknaði við aftur, fann jeg að jeg lá á gólfinu bundinn á hönd- um og fótum. Tvist með olíutusku ut- an um hafði verið troðið upp í mig, svo jeg gat engu hljóði komið upp og átti erfitt með að draga andann. Uppi yfir mjer stóð „svarti Jack“, og jeg sá strax, að hann hafði fengið drykkjuæði. Með blóðhlaupnum augum starði hann fram undan sjer. Hann bölvaði og ruglaði óaflátanlega og barði með höndunum út í loftið, eins og hann væri að berjast við einhverj- ar verur, sem ásæktu hann. Jeg hafði óþolandi kvalir í höfðinu, og það var ekki fyr en eftir nokkra umhugsun, að jeg gat gert mjer fylli- lega ljóst, hvað um var að vera. Fyrsta hugsun mín var, hvort ekkert væri að vjelinni. IJún virtist ganga vel og reglulega. þegar jeg hafði fullviss- að mig um það, varð mjer litið á vatns- hæðarglösin á gufukötlunum, og þá hrökk jeg við. Vatnið í öðra glasinu

x

Arkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkir
https://timarit.is/publication/741

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.