Arkir - 01.02.1922, Blaðsíða 14

Arkir - 01.02.1922, Blaðsíða 14
14 A R K I R skemt okkur fyrir í kvöld. Og vertu nú fljót að búa þig!“ Hún stóð kyr og starði fram undan sjer. petta var hrein og bein fásinna! Að ná í peninga á þennan hátt, aðeins til að skemta sjer fyrir! þetta var ólíkt Karli. Iíafði hún — var það virki- lega hún, sem hafði knúð hann til þess? Og hún iðraðist framkomu sinn- ar. En hún sneri andlitinu frá honum, svo hann sæi ekki tárin, sem voru í augum hennar. Og þótt hún sneri baki við honum, sá hún hann þó vel, þar sem hann stóð með peningana í hend- inni, peninga, sem mundi kosta hann mikla sparsemi og sjálfsafneitun að vinna inn aftur, en sem hann var reiðu- búinn að kasta fyrir fætur hennar, til þess að hún fengi skemt sjer eina kvöldstund. Ellen hafði aldrei skamm- ast sín eins mikið og á þessu augna- bliki. pá mundi hún alt í einu eftir brjef- inu. Ifún leit upp,’og bros ljek um var- ir hennar. Nei, enn ætlaði hún ekki að segja honum frá því. Iiún skildi vel, hve mikla baráttu það hafði kostað hann að framkvæma þetta auðmýkjndi áform. Svo mikið vald hafði hún þá yfir honum. Svo mikið höfðu óskir hennar að segja, að hann gerði það, sem jafnvel sulturinn fengi hann ekki til að gera. þegar þau stundu síðar sátu í kaffi- húsinu, með vín á borðinu, og hljóð- færaslátt og glauminn í kring um sig, var Ellen næstum því alveg búin að gleyma brjefinu og arfinum. Iiún hugs- aði aðeins um Karl, þar sem hann sat á móti henni, í smoking-fötum, og sýndist enn yngri og fallegri en nokkru sinni áður. Ilún var upp með sjer af honum. þau drukku hvort öðru til í rauðvíni, og þegar þau klingdu glös- unum, skildi hún, að sprengikúlan hennar mundi ekki spxánga. Hún var aðeins friðarboð frá henni. Ilún vildi ekki fara frá honum — g a t ekki farið. þegar þau fóru heim úr leikhúsinu, í'eyndi hún að segja honum, að hún iðraðist eftir, hvað hún hefði sagt um morguninn. „Við skulum gleyma því“, sagði hann. „Við skulum hvoi'ki hugsa um gærdaginn, morgundaginn, nje það sem skeði í morgun“. „pú vilt víst helst, að það verði eng- inn morgundagur?“ „Jeg rneina aðeins, að eg heí'i lofað að ergja þig ekki“. „það máttu gera — ef þú vilt. Bara ef þú vilt gleyma því, sem jeg sagði í morgun“. „En þú kærir þig ekkert um mig, Ellen. Jeg er einskisvirði í þínurn aug- um“. Bíllinn stöðvaðist. þau gengu þegj- andi upp tröppurnar og inn í anddyrið. „Ilvenær ætlar þú að fara frá rnjer, Ellen?“ spurði hann, þegar þau voru komin inn í borðstofuna. „þegar þú sjálfur vilt, Karl?“ sagði hún og lagði hendurnar um háls honurn. Og svo sagði hún honum frá bi’jefinu.

x

Arkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkir
https://timarit.is/publication/741

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.