Arkir - 01.02.1922, Side 9

Arkir - 01.02.1922, Side 9
ARKIR 9 amanum, og í eitt skiftið, þegar skipið fekk stóra öldu á hliðina, fjell hann um koll. Árangurslaust reyndi hann hvað eftir annað að rísa á fætur og að lítilli stundu liðinni heyrði jeg að hann var farinn að hrjóta. Kraninn að katlinum var á skilrúm- inu milli vjelarúmsins og eldstónna, hjer um bil sex álnir þaðan sem jeg lá. það var enginn hægðarleikur fyrir mig, í því ástandi sem jeg var, að komast þangað. Mjer fanst höfuðið á mjer ætla að springa, svo mikið hafði höggið verið, um leið og jeg datt, og hafði jeg ákaf- an verk í hægri handleggnum. ]>að kom síðar í ljós, að hann var brotinn fyrir ofan úlnliðinn. Jeg leit á klukkuna. Jeg mátti eng- an tíma missa, ef jeg ætti nógu snemma að geta opnað fyrir vatnið. Með miklum erfiðismunum byrjaði jeg því að þoka mjer eftir gólfinu. „Svarti Jack“ lá í vegi fyrir mjer, og hversu ógjarnan sem jeg vildi, varð jeg að komast yfir hann. Með viðbjóði fann jeg daunillan andardrátt hans leika um andlit mjer og tvisvar fann jeg að hann þreif í mig. En hann var meðvitundarlaus, og slepti hann mjer aftur, svo að jeg komst yfir hann. Loksins komst jeg að skilrúminu, en þá var jeg orðinn svo sljór af kvöl- unum og hálfkæfður af ginkeflinu, að jeg misti meðvitundina. Hversu lengi jeg lá þannig, veit jeg ekki; að líkindum hafa það aðeins ver- ið nokkrar mínútur, en mjer fanst það óratími. Jeg fann kraftana þverra meir og meir og hugsanimar voru eins ■)g í þoku. Mjer fanst eins og hrofr urnar í negranum og reglubundinn gangur vjelarinnar vera langt í burtu. Gegnum þilfarsgluggana, sem voru opnir, heyrði jeg eins og í draumi að stýrimaðurinn kallaði til eins af mönn- unum sem uppi voru. Jeg heyrði þá tala saman og hlægja, og svo að lítilli stundu liðinni fjarlægjast aftur. Undarlegur sljóleiki og máttleysi hafði gripið mig; jeg óskaði næstum að sprengingin yrði sem fyrst, svo að öllu væri lokið. En tilfinningin um hina miklu ábyrgð, sem á mjer hvíldi, fekk mig þó enn einu sinni til þess að herða upp hugann. Kraninn var hjer um bil tvær álnir frá gólfinu. En hvernig átti jeg, bund- inn á höndum og fótum, að geta opn- að hann? Og þó varð það að gerast, og það áður en langt um liði. Jeg heyi’ði di’unurnar inni í katlin- um, sem komu af hinum afskaplega loftþrýstingi, sem orðinn var í pípun- um, sem nú hlutu að vera orðnar gló- andi. Á hverju augnabliki gat spreng- ingin orðið. ]>á flaug alt í einu í gegn um huga minn, hvort jeg mundi ekki geta risið á fætur með því að þrýsta bakinu upp að skilrúminu. Hugmynd mín var sú, að láta mig svo detta of- an á kranann og reyna á þann hátt að opna hann. Tvisvar sinnum reyndi jeg, en í bæði skiftin árangurslaust. pað eina, sem jeg hafði upp úr því, var það, að rífa á mjer andlitið, og kvalirnar í handleggnum urðu svo afskaplegar, að mjer lá við yfirliði. Drunurnar í katlinum urðu altaf

x

Arkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkir
https://timarit.is/publication/741

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.