Arkir - 01.02.1922, Blaðsíða 12

Arkir - 01.02.1922, Blaðsíða 12
12 A R K I R um ekki notið lífsins fyr en við erum orðin gömul og gráhærð, og kærum okkur ekki um neinar skemtanir. Hvaða ánægju hefir maður af að spara, ef æskan glatast? Jeg vil lifa meðan jeg er ung!“ ,,Já, en þú veist að það er nauðsyn- legt fyrir okkur að spara“. „Fyrir okkur f á t æ k 1 i n g a n a. Já, við skulum bara segja það eins og það er“. Ellen var orðin grátklökk. „Jeg hata að vera fátæk. Jeg hata þetta alt saman. Agnes ætlar til Gilleleje ....“. „Já, en hún er ekki gift, er það?“ „pú álítur að jeg eigi ekki betra skilið, af því jeg er gift. það getur ver- ið satt hjá þjer. En jeg hafði nú aldrei hugsað mjer, að maður yrði að vera án allrar skemtunar þótt maður gift- ist, færi aldrei í leikhús, aldrei á kaffi- hús, og ekki einu sinni í Bíó“. „Ekki fer jeg neitt af þessu“, sagði Karl. „það er j afnleiðinlegt fyrir mig“, sagði Ellen. „þegar jeg var í versl- uninni —---------“. Minningarnar frá gleðidögum henn- ar urðu stöðugt fegurri. Hún var vön að telja þær upp í hvert skifti sem þeim varð sundurorða. pær voru bitr- asta vopn hennar, og þær særðu hann mjög. Hann varð afskaplega reiður. það þarf ekki mikið til, að sá maður, sem er kvalinn af efnalegum áhyggj- um, missi j afnaðargeðið. Karl svaraði aftur, og þau háðu einvígi með eitruð- ustu örfum heimilislífsins, sem þau köstuðu í höfuð hvors annars. Síðustu orðin, sem Ellen sagði, áður en Karl rauk út og skelti hurðinni á eftir sjer, voru hótun um, að hún tæki dót sitt saman og flytti heim til foreldra sinna. Og að hún gæti fengið stöðu í verslun- inni, sem hún var í áður en hún giftist, ef hún kærði sig um. Kyrðin í stofunni, sem kom á eftir óveðrinu, vakti hana til umhugsunar.og hún iðraðist orða sinna. Hún sá, að hún hafði sagt meira en hún meinti, sjerstaklega það, að fara í burtu. Hún hafði sjeð það á því, hve Karli brá, að hann hafði tekið orð hennar alvarlega. þegar hánn kæmi heim, ætlaði hún að segja honum, að hún---------nei, ekki að hún iðraðist. það var alveg eins honum að kenna, já, meira. Hún ætl- aði að láta hann stíga fyrsta sporið, ef hann þá óskaði sætta. I-Iún vann sín vanalegu morkunverk. Eftir því sem klukkan færðist nær tólf, stóð hún oftar við og hlustaði. En klukkan . varð tólf. Hún var búin að bera á borðið. Klukkan varð hálf eitt — eitt — og ekki kom Karl. Nú, það var þá svona. Hann vildi hafa stríð. Hún varð ákveðin í að fara burtu. Karl hafði nú sýnt, að hann kærði sig ekkert um hana. Um þrjúleytið var hún komin að þeirri íjiiðurstöðu, að hún hataði hann. Hann hafði aðeins elskað hana fyrstu mánuðina, meðan hún var ný. Ilann yrði þeirri stund fegnastur, er hún færi. Hann var lje- legur og andstyggilegur — eins og all- ir eiginmenn! Henni var nautn að minnast allra þeirra bitru og kröftugu orða, sem hún hafði sagt við hann. Og henni gramdist, hve oft hún hafði látið tæki-

x

Arkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkir
https://timarit.is/publication/741

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.