Arkir - 01.02.1922, Blaðsíða 11

Arkir - 01.02.1922, Blaðsíða 11
A R K I R 11 Ást og áhyggj u r „Við höfum ekki efni á því“, sagði Karl Martin. það stóð á sama hvað það var, sem Ellen bað um, hvort það voru silkisokkar, hattur eða hanskar, þá var svarið altal' hið sama: Við höf- um ekki efni á því! Karl og Ellen kyntust fyrst á dans- leik. þau dönsuðu saman um nóttina og daginn eftir ferðuðust þau í bíl út úr borginni. Henni leist vel á hann, en það er ekki gott að segja, hvort það var hann sjálfur eða peningabuddan hans, sem henni fanst mest til koma. það er nóg að geta þess, að þau gift- ust, og þá fyrst uppgötvaði Ellen, að peningabuddan var t ó m. pegar Ellen hugsaði um það, hvern- ig á því stóð, að hún var hjer húsmóð- ir, í lítilli og ljelegri íbúð, með mjög ófullkomnum húsgögnum, og án þess að hafa stúlku sjer til hjálpar, þá varð henni mjög gramt í geði. En þó varð hún að játa með sjálfri sjer, að Karl hafði aldrei grobbað af því, að hann væri ríkur. það var einungis glæsi- menska hans, fyrst þegar þau voru að kynnast og eftir að þau trúlofuðust, sem kom henni á þá skoðun. Og nú voi’u þau búin að vera gift í hjer um bil eitt ár. Hún hafði gifst Karli sem hugsunarlaust barn, til þess að verða húsfreyja og eignast sitt eig- ið heimili. Hún mintist með söknuði þeirra góðu daga, er hún hafði átt áður en hún g'iftist. Hún hafði ágæta stöðu í einni af hinum stærstu vefnaðarvöru- verslunum borgarinnar, og hafði góð laun. Hún var altaf vel og smekklega klædd og hafði verið miðdepillinn í hópi góðra vina og vinstúlkna, sem höfðu vilja og vit á að njóta þeirra skemtana, sem lífið hafði að bjóða. Dansleikar og leikhúsferðir höfðu verið daglegt brauð hennar. Nú var þ a ð um garð gengið, og lífið var — að henni fanst — eins og langur og leiðinlegur vegur skyldu og sjálfsafneitunar, þar sem ekkert var annað að gera en þramma beint áfram. Og ef hún hugsaði sjer að beygja út á einhverja litla hliðargötu, sem hugs- anlegt var að leiddi til skemtunar og ánægju, þá var Karl þar fyrir með sitt stöðuga: „Við höfum ekki efni á því“. Karl var tannlæknir, og hafði mjög lítið að gera. Hann hafði nú í heilt ár vonað, að vinnan ykist. En heimsókn- irnar voru mjög sjaldgæfar, og hann sjálfur og nýi tanntöku-stóllinn hans höfðu náðuga daga. „það er ekki neitt, sem jeg mundi fremur óska“, sagði Karl afsakandi. „Mánaðar sumarfrí úti á landi mundi vera sem Paradís, en ..........“. „Við höfum ekki efni á því!“ Hún stældi rödd hans svo snildai'- lega, að honum brá. „Já, en þetta er sannleikur, Ellen“. „Já, víst er það sannleikur. Við get-

x

Arkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkir
https://timarit.is/publication/741

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.