Árdís - 01.01.1958, Side 10
8
ÁRDÍ S
Frumherjar
Hvaða afl stjórnar mannsandanum, þegar útþrá sækir að huga
þeirra, sem aflið snertir? Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um það, en
þó verður því ekki neitað að heiminum er stjórnað af voldugu afli,
sem hefir með höndum alla reglugjörð. Það er aðeins maðurinn,
sem er frjáls undir Guðs vilja, sem brýtur reglurnar.
Sagan segir frá því að flokkar af ýmsum kynstofni hafi tekið
sig upp og flutt í algerlega ný heimkynni og stofnað þar sérstakan
þjóðflokk og menning sem oft náði því hámarki á ýmsum sviðum,
vísindalega og verklega, er var langt fram yfir það, sem þekkist
í dag. En sagan kennir líka, að þetta allt leið undir lok og framleiddi
aðeins afturför og jafnvel eyðileggingu, því valdafýsn og sú menning
sem fylgdi, gleymdi almætti Guðs, og þegar mannssálin gleymir
Guði eru endalokin vís.
★ ★ ★
Þegar íslenzkir landnemar tóku sig upp og yfirgáfu sína ætt-
jörð til að stofna heimili í nýrri heimsálfu, fylgdu þeim bænir og
vinahugur frænda og vandamanna. Mörgum fannst þeir vera að
yfirgefa allt sem hafði verið þeim dýrmætt, og þeir kvöddu með
eftirsjá og sorg sína átthaga.
Hvað var framundan? Ekki voru þeir spámenn og þekking
á hinu nýja landi var takmörkuð. Hvaðan kom þeirra styrkur?
Þeir voru guðelskandi fólk, og sú bjargfasta trú, sem innrætt hafði
verið í ungdómi þeirra, var þeirra styrkur, er þeir lögðu út í þetta
ævintýri með fjölskyldur sínar. Hvað beið þeirra í Ameríku? Þetta
var nýtt land, lítt þekkt, að minnsta kosti norðvestur hlutinn, sem
við köllum Canada-slétturnar; og ekki lá annað fyrir en erfiði og
skortur. En það sem auga sálarinnar hafði séð var framtíð — fram-
tíð fyrir þá sem yngri voru — og menntun fyrir börnin. Lítið var
hugsað um auð í huga frumbýlinganna, aðeins sjálfsiæði, sem hafði
verið þeirra eign gegnum aldirnar-
fslendingar voru guð-elskandi þjóð, iðjusamir, löghlýðnir og
bókhneygðir. Þessir kostir léttu byrðina þessi fyrstu frumbýlingsár