Árdís - 01.01.1958, Blaðsíða 11

Árdís - 01.01.1958, Blaðsíða 11
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 9 og lögðu grundvöllinn í hinu nýja landi. Þeir stofnuðu sveitir með reglugjörð, þó í smáum stíl væri, því þeir mundu úr sögunum sínum að aðrir frumherjar höfðu sagt: „Með lögum skal land byggja.“ Og þeir stofnuðu kirkjur jafnvel þó enginn prestur væri til að þjóna. Þeir hjálpuðu hver öðrum eftir beztu getu og líknuðu þar sem þess þurfti við, því manndómur var víkinga-erfð, og þó þeir ynnu saman, var hver og einn herra sinnar eignar. Það mætti halda að íslendingar myndu hverfa sem dropi í sjó- inn í þessari heimsálfu, og tapast algerlega sem þjóðarbrot. En slík varð ekki reyndin, því norrænar erfðir og íslenzku einkennin báru ofurliði hin ytri öfl, og þeir héldu dauðahaldi í þá menningarerfð, sem flutzt hafði með þeim. Þetta kemur í ljós hjá hinum ýmsu hópum, sem dreyfðir voru um alla Ameríku, og hópurinn, sem fluttist til Utah í Bandaríkjunum fyrir liðlega hundrað árum, gleymdi ekki sínum uppruna né ættareinkennum, er þeir stofnuðu sína aldarminning og litu um öxl til að heiðra hina fyrstu frum- herja. Hinar blómlegu byggðir íslendinga eru þeirra minnismerki, þó prestar sem þjóna þar séu nú að mestu leyti enskir, og ung- dómurinn af íslenzkum stofni skilji lítið „ástkæra, ylhýra málið.“ En manni hlýnaði ósjálfrátt um hjartarætur, er tveir prestar af íslenzkum stofni — frumherjastofni — voru vígðir í Fyrstu lútersku kirkju í sumar á Kirkjuþingi. Þjóðlegar erfðir eru varðveittar, og víða í byggðunum eru söngflokkar, sem enn syngja „Svanasöng á heiði,“ „Tárið“ hans Kristjáns Jónssonar og „Sólskríkjan.“ Og verklega voru íslenzkir frumherjar engir eftirbátar inn- lendra manna, er þeir snéru sér að því verki að stofna heimili og út- vega sér atvinnu í hinu nýja landi. Byggðin, sem nefnd var Nýja- fsland, er mér kærust, því þangað komu foreldrar mínir, Stefán Gunnarsson og Anna, haustið 1876 með tvö börn sín og þar er ég fædd 1878 „við lækinn“ (Boundry Creek). En veturinn 1876—’77 hafði hin ógurlega bóluveiki geysað yfir hina nýju nýlendu, og þó flestir kæmust yfir veikina, voru þó nokkur dauðsföll. Móðir mín lá í bólunni og var það nokkurs konar „eldskírn'* fyrir hana og alla sem veiktust. Eftir nokkur ár byrjaði útflutningur frá nýlendunni, og hópar fluttu til Argyle, Dakota og víðar. Sumarið 1882 fluttu foreldrar mínir til Winnipeg og var augnamiðið — menntun fyrir börnin og vinna við iðn föður míns — húsasmíði. Hans hugtak var að byggja —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.