Árdís - 01.01.1958, Blaðsíða 28

Árdís - 01.01.1958, Blaðsíða 28
26 ÁRDÍ S eru úr 5. bekk, honum til hjálpar. Alltaf enda gangaslagir með sigri hringjarans og við missum 5—10 mínútur af kennslustund og var það alltaf mjög vel þegið. Skólinn heldur uppi leikstarfsemi og sýnir eitt leikrit á vetri hverjum. Hófst hún þegar í Skálholtsskóla og var haldið áfram á Hólavöllum, er skólinn fluttist þangað, en lagðist niður meðan skólinn var á Bessastöðum, en var tekin upp aftur, er hann kom til Reykjavíkur 1846- Á Herranótt skólans, en svo eru leiksýning- arnar kallaðar, eru oftast tekin til meðferðar leikrit eftir Moliére og Holberg. Alltaf er glatt á hjalla í gömlu Iðnó, þegar Mennta- skólaleikirnir eru, ekki er unnt að búast við afbragðsleik, en allir gera sitt bezta og starfsgleðin og ánægjan yfir góðum árangri setja sannarlega svip á Menntaskólaleikina. Áður fyrr, þegar bærinn var fámennur og skemmtanalífið fábreytt, þótti leiksýning skóla- pilta stórviðburður í Reykjavík, og enn í dag eru þær vel sóttar og vinsælar. Þriðju hverja viku er dans- og skemmtikvöld og skemmta nemendur með leik, tónlist og upplestri og síðan er dansað fram á nótt. Stærsta skemmtun innan skólans er Jólagleðin, sem haldin er á milli jóla og nýárs. Gangar og stofur eru klædd pappa og kemur þá til kasta listamanna skólans að draga þar á hinar furðu- legustu myndir, einnig eru kennslustofurnar alla vega skreyttar og er skólinn virkilegur ævintýraheimur þetta kvöld. Ekki má tala um Menntaskólann án þess að tala um Selið. Selið er fyrir austan fjall rétt hjá Hveragerði. Nemendur reistu það í sjálfboðavinnu að fyrirlagi Pálma heitins Hannessonar árið 1936. Upphaflega var tilgangurinn með byggingu þess sá, að nem- endur færu þangað nokkrum sinnum á vetri til jarðfræði-iðkana. Var sá háttur hafður á fyrstu árin, en síðar urðu það eingöngu skemmtiferðir. Hver bekkur fer þangað tvisvar til þrisvar á vetri og dvelst þar 2 daga í senn. Þar er margt gert til skemmtunar, kvöldvökur haldnar frammi fyrir arninum í hinum vistlega sal, farið með leikþætti, spilað á píanó og umfram allt sungið, og er þá mikið undir því komið að fá söngelskan kennara með í ferðina, svo að hann geti haldið uppi söng. Tveir kennarar eru alltaf með í hverri ferð og eiga þeir að sjá um að allt fari vel og skikkanlega fram, oftast er farið of seint í háttinn að dómi kennaranna, enda farið að nálgast hanagal, þgear kyrrð kemst á. Stelpurnar elda ofan í allan hópinn og geta þær því sýnt hve góð húsmóðurefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.