Árdís - 01.01.1958, Blaðsíða 50
48
ÁRDIS
Anna Sigríður Jónasson
Fædd 11. nóv. 1879 — Dáin 3. des- 1956
Anna var fædd í Mikley 11. nóv.
1879; foreldrar hennar voru Jón
Bjarnason og Halldóra Guðmunds-
dóttir, er síðar námu land að Fögru-
völlum í Geysisbygð; ólst hún upp
þar með foreldrum sínum og
systkinum. Hún giftist árið 1900
Gísla Jónassyni, syni Lilju og
Jónasar frá Djúpadal, Geysir.
Reystu þau bú að Hléskógum í
Geysirbygð og bjuggu þar rausnar-
búi þar til Gísli dó árið 1947. Anna
lézt á Almenna sjúkrahúsinu í
Winnipeg 3. des. 1956 og var lögð
til hvíldar í Geysisbygð, þar sem
hún hafði unnið sitt ævistarf. Hana
lifa þrír synir og sex dætur, 39
barnabörn, 32 barna-barnabörn og
tveir bræður.
Anna var glæslige kona í sjón, þrekmikil og dugleg, kom það
sér oft vel í landnemastríðinu sem dóttir og kona landnema. Á þeim
árum varð heimilisfaðirinn oft að fara í burtu til að vinna, og var
Gísli heitinn einn af þeim. Varð Anna þá að hafa umsjón með
búinu og mörgum börnum, og er það ekki heiglum hent. Bar
heimilið ætíð vott um hirðu- og ræktarsemi; hún hafði yndi af öllu,
sem fagurt var, og meðan kraftar leifðu var garðurinn í kringum
húsið skreyttur fegurstu blómum og trjám.
Anna var glaðlynd og félagslynd, var meðlimur Kvenfélagsins
Freyju og starfaði eins og kringumstæður leyfðu, því kona sem
elur upp níu börn á ekki ætíð heimangengt. Hún var meðlimur
Geysis-safnaðar.
Síðustu árin átti hún við mikið heilsuleysi að stríða og bar það
með sama þreki og hún sýndi ávalt í erfiðleikum lífsins.
Blessuð sé minning hennar-
HRUND SKÚLASON