Árdís - 01.01.1958, Side 50

Árdís - 01.01.1958, Side 50
48 ÁRDIS Anna Sigríður Jónasson Fædd 11. nóv. 1879 — Dáin 3. des- 1956 Anna var fædd í Mikley 11. nóv. 1879; foreldrar hennar voru Jón Bjarnason og Halldóra Guðmunds- dóttir, er síðar námu land að Fögru- völlum í Geysisbygð; ólst hún upp þar með foreldrum sínum og systkinum. Hún giftist árið 1900 Gísla Jónassyni, syni Lilju og Jónasar frá Djúpadal, Geysir. Reystu þau bú að Hléskógum í Geysirbygð og bjuggu þar rausnar- búi þar til Gísli dó árið 1947. Anna lézt á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg 3. des. 1956 og var lögð til hvíldar í Geysisbygð, þar sem hún hafði unnið sitt ævistarf. Hana lifa þrír synir og sex dætur, 39 barnabörn, 32 barna-barnabörn og tveir bræður. Anna var glæslige kona í sjón, þrekmikil og dugleg, kom það sér oft vel í landnemastríðinu sem dóttir og kona landnema. Á þeim árum varð heimilisfaðirinn oft að fara í burtu til að vinna, og var Gísli heitinn einn af þeim. Varð Anna þá að hafa umsjón með búinu og mörgum börnum, og er það ekki heiglum hent. Bar heimilið ætíð vott um hirðu- og ræktarsemi; hún hafði yndi af öllu, sem fagurt var, og meðan kraftar leifðu var garðurinn í kringum húsið skreyttur fegurstu blómum og trjám. Anna var glaðlynd og félagslynd, var meðlimur Kvenfélagsins Freyju og starfaði eins og kringumstæður leyfðu, því kona sem elur upp níu börn á ekki ætíð heimangengt. Hún var meðlimur Geysis-safnaðar. Síðustu árin átti hún við mikið heilsuleysi að stríða og bar það með sama þreki og hún sýndi ávalt í erfiðleikum lífsins. Blessuð sé minning hennar- HRUND SKÚLASON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.