Árdís - 01.01.1958, Blaðsíða 29
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
27
þær eru. Þó að grauturinn brenni við hjá okkur, þá skyggir það
ekkert á gleðina, því að oftast eigum við gómsætar kökur í poka-
horninu og bæta þær upp grautinn, enda hefur mamma haft hönd í
bagga með bakstri þeirra. Selsferðirnar tengja nemendur föstum
félagsböndum, og við þráum þær rétt eins og jóla- og páskafrí,
enda lyfta þær okkur upp úr drunga hversdagsleikans. Félagslífið
er ekki af skornum skammti, en ekki er ég dómbær um hvort allir
nemendur hafi hagnað af því eður ei, en það er undir hverjum og
einum komið hvernig hann notar þá dægradvöl, sem fyrir hendi er.
Tíminn líður óðfluga og síðasti skóladagurinn er allt í einu
kominn. Inspector scholae heldur hjartnæma ræðu á Sal, við
viknum og syngjum Integer vitae- Síðan fer allur hópurinn syngj-
andi heim til allra kennaranna til að kveðja þá. Upplestrarfríið
byrjar, mikið er lesið og litið með hryllingi á allar þær bækur,
sem ólesnar eru. Heldur er maður orðinn þreyttur eftir meira en
mánaðarupplesararfrí, þegar prófin loksins byrja, og þá var einnig
það, sem lesið var fyrst í upplestrinum gleymt og enginn tími til
að lesa það aftur, fór maður þá í prófin og lét heppni ráða, en allt
tekur enda og prófin einnig, og 16. júní rann upp bjartur og fagur
og var það harla ánægður hópur, sem gekk niður skólastiginn að
aflokinni skólauppsögn, öll með stúdentshúfu á höfði og rós í barmi,
framtíðin virtist brosa við okkur og við lifðum „studentens lyckliga
dag.“ Ég ætla að enda þessa grein með þeim orðum, sem Pálmi rektor
kvaddi okkur með þann 16. júní 1954: „Stundið lærdóm, virðið lær-
dóm, eflið lærdóm og sanna menningu með þjóð ykkar, en ofmetnizt
ekki af þessu.“
„Fram til starfa, fram til þarfa,
flýjum aldrei skyldu braut.
Vinnum meira, verkum fleira,
vinnum eins þó ströng sé þraut.“