Árdís - 01.01.1958, Síða 27

Árdís - 01.01.1958, Síða 27
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 25 mjög annt um hag nemenda og lögðu sig fram að kennslan kæmi að sem beztum notum, þó að við héldum oft, að þeirra eina ánægja væri að hrjá nemendur með prófum og of mikilli heimavinnu. Kennarar eru alltaf undir smásjá, betra er að hafa ekki marga kæki eða verða ekki mismæli, því að lítið hlátursefni verður oft stórt í kennslustund. Nemendum má skipta í 3 stéttir, dúxa, fúxa og millistétt, sem syndir beggja bil. Millistéttin á langrólegustu ævina, þeir eru ör- uggir með að ná prófi á milli bekkja, þurfa engu að kvíða. Fúxarnir eiga í sífelldri baráttu um það, hvort þeir eigi að nenna að lesa og reyna að hafa sig upp úr bekk eða halda áfram að slóra og láta heppni ráða. Það er óttalegt fyrir dúx að „standa á gati,“ getur farið svo, að hann nái sér aldrei á strik aftur. Dúxinn hefur öllu að tapa en fúxinn allt að vinna. Oft stafar þessi stéttaskipting af leti annars vegar en samvizkusemi hins vegar. Það þarf bæði samvizkul semi, mikinn lestur og næmi til að vera dúx. Flestir öfunda dúxana í laumi og þykir mjög gott að hafa þá hið næsta sér í sæti, ef þeir eru hjálpsamir, ef þeir eru það ekki, þá lifa þeir á einkuuninni einni, án vináttu félaganna. Lesi menn aðeins fyrir einkunnir og próf er skólinn lítils virði, en oft vill það gleymast, að við lærum fyrir lífið en ekki fyrir skólann. Þannig skiptast á ljós og skuggar innan skólans. Félagslíf í Menntaskólanum er mikið. Elzti starfandi félags- skapur, sem Menntaskólanemendur hafa með sér er Málfunda- félagið Framtíðin. Félagið efnir oft til umræðufunda og koma nem- endur þá saman og ræða um allt milli himins og jarðar, og æfast nemendur í orðfimi og mælskulist. Stúlkurnar gera allt of lítið af því að taka til máls á þessum umræðufundum, því að áreiðanlega eru þær eins vel máli farnar og strákarnir, ef ekki betur, líklegast er það kvenleg hæverska. Inspector scholae er fulltrúi nemenda út á við og gagnvart rektor og kennurum. Það er virðulegasta embætti, sem nemanda er veitt, og gegnir því nemandi úr 6. bekk. í skólafélaginu eru allir nemendur skólans og forseti þess er inspector scholae, ritari félagsins er kallaður scriba scholaris, hann semur sögu skólalífsins hvern vetur. Hringjari hefur það starf að hringja inn og út úr tímum. Bjallan er í ganginum á fyrstu hæð. Nokkrum sinnum á vetri er gangaslagur. Strákarnir reyna að aftra því, að hringjarinn komist að bjöllunni og gengur oft mikið á, en allt fer fram í góðu og koma bekkjarbræður hringjarans, sem oftast
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.