Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2009, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009
6 LesbókKVIKMYNDIR
A
ð lokum verð ég að nefna eina uppá-
haldsjólamynd sem ekki þarf að veiða
upp úr ruslinu. Það er nútíma-
uppfærsla Richards Don-
ners á Jóladraumi Charles
Dickens, Scrooged (1988),
með Bill Murray í aðal-
hlutverki. Murray leikur
Francis X. Cross, vellauðug-
an sjónvarpsframleiðanda
sem þolir ekki jólin og er
að setja á svið beina út-
sendingu af sígildu ævintýri
Dickens á aðfangadags-
kvöld. Túlkun grínistans á
fýlupokanum er meinfyndin
og Murray heldur myndinni
á lofti frá upphafi til enda
sem ógurlegi skíthællinn er uppgötvar boð-
skap jólanna með dyggri aðstoð nokkurra
einkar skemmtilegra jóladrauga. Saga Dic-
kens er staðfærð og upp-
færð í takt við tímann, en
er auk þess skemmtilega
blandað saman við upp-
haflegu söguna, sem er
ávallt til staðar á leiksvið-
inu. Mögulega tengist að-
dáun mín á myndinni því
hversu mikið ég horfði á
hana í æsku, en varla líða
jólin án þess að ég skelli
henni í tækið, enda virkar
hún eins og jólaskaps-pilla
sem kemur mér í stuð
undireins.
Scrooged (1988) | Richard Donner
Jóladraumur í beinni
Á
ramót eru tími uppgjöra, tími til að horfa
yfir farinn veg, greina hismið frá kjarn-
anum. Þá skal skilgreina tíðarandann,
pakka honum inn og eiga hann, svo það
sé auðveldara að skilja tímann og muna hann.
Eða þannig.
Google gefur í lok hvers árs út Zeitgeist, tíð-
arandann. Efnið hefur ekkert að gera með
þýska rómantík eða heimspeki, nema kannski
óbeint, og er alveg ótengt samsæriskenningum
á YouTube. Á Zeitgeist er safnað saman helstu
leitarorðum sem slegin hafa verið inn í Google
og breytingum á þeim á árinu, í stuttu máli til
að sýna hvað við höfum eiginlega verið að
hugsa.
Til að meta tíðarandann er ekki endilega not-
ast við vinsælustu niðurstöðurnar heldur þær
sem unnu mest á eða hröpuðu mest. Google hef-
ur árlega gefið út þessar upplýsingar frá árinu
2001, þegar leitarorðin Nostradamus, CNN,
World Trade Center, Harry Potter og Anthrax
unnu mest á.
En hvað um árið 2008? Á heimsvísu á Sarah
Palin vinninginn, en Barack Obama í Banda-
ríkjunum, og þegar litið er yfir listann sést að
þótt fjórði ársfjórðungur hafi verið ansi eins-
leitur hvað fréttir varðar þá hugsuðum við um
ansi margt, Facebook, iPhone, YouTube og
Peking 2008 eru ofarlega í hugum fólks svo eitt-
hvað sé nefnt og pólska tengslanetið Nasza
Klasa. Pólverjar á faraldsfæti virðast með ei-
dæmum frændræknir, því sú síða var mikið
gúgluð um allan heim í ár.
Í maí og júní þegar verð á eldsneyti náði met-
hæðum jókst áhugi á sólarrafhlöðum og tvinn-
bílum gríðarlega, en hvarf nánast með haustinu
þegar verðið hrundi. Vinsælustu kokteilarnir?
Þeir byrja allir á m- í ár, Martini, Mojito,
Margarita og Manhattan (í réttri röð). Heath
Ledger vann leiksigur ársins í hlutverki Jókers-
ins, og lést í þokkabót, svo það þarf engum að
koma á óvart að hann var áberandi í leitarnið-
urstöðum ársins. Þegar litast er um í heiminum
má líka sjá að við erum frekar upptekin af sjálf-
um okkur. Argentína er í þriðja sæti yfir vin-
sælustu leitir í Argentínu, Sydney í öðru sæti í
Ástralíu, Danmörk í fimmta sæti í Danmörku,
einu sæti ofar en orðið „gratis“.
Alls staðar eru leikir, myndbönd og ýmis af-
þreying efst á listum, og leiðindi á borð við
kreppu, atvinnuleysi, fjármálastofnanir og
fréttir yfirleitt sjást varla á listunum.
En þetta er svo sem hægt að segja sér sjálf-
ur. Þegar öllu er á botninn hvolft viljum við öll
helst hanga á Facebook, drekka Mojito, lesa um
látnar kvikmyndastjörnur og veltum því svo
fyrir okkur hvað aðrir séu að skrifa um okkur.
Og okkur er meira að segja ekki alls varnað því
þegar skoðaðar eru leitir sem hefjast á orð-
unum „hvað er …“, þá tróna þar efst spurning-
arnar „hvað er ást“ og „hvað er líf“. Við höfum
þá alla vega meiri áhuga á ástinni og lífinu en
forritunarmálinu java, sem er í þriðja sæti.
En hvað um Ísland? Íslendingar hljóta að
eiga met, miðað við höfðatölu, í áhuga á sjálfum
sér og hvað öðrum finnst um þá. Í Zeitgeist fyr-
ir árið 2008 er hvergi minnst á Ísland, en hins
vegar má skoða hinar ýmsu leitir í tækinu Go-
ogle Trends (þið finnið það með því að gúgla
það). Í Google Trends sannast það að Ísland er
ekki mjög ofarlega í huga heimsbyggðarinnar,
kannski má miða það við þekkta popp-
hljómsveit. Eða ekki, þegar hljómsveitin
Coldplay og Ísland eru skoðuð saman, má sjá
eftirfarandi: ef Coldplay fær stuðulinn 1, fær Ís-
land stuðulinn 0,38, við erum semsagt ekki hálf-
drættingur á við Coldplay, og dæmið snar-
versnar ef tekið er tillit til höfðatölu. Okkar
tilkall til frægðarinnar á árinu hins vegar eru
fáeinir dagar í október, en þá skutumst við örs-
nöggt ofar hljómsveitinni geðþekku.
Við getum samt hughreyst okkur með því að
það er enginn í raun og veru að velta sér upp úr
okkar vandræðum, okkur líður bara þannig. Ef
leitarorðin „handball“ og „Icesave“ eru borin
saman á heimsvísu fær handboltinn stuðulinn 1,
en Icesave 0,14. Við þurfum semsagt ekki að
hafa miklar áhyggjur, ekki síst miðað við þá
staðreynd að handboltinn sjálfur er vel varð-
veitt leyndarmál sem fáir vita af nema við sjálf.
gisliar@gmail.com
Sundurliðaður tíðarandi
Fortíðardraugar framtíðarinnar eru á lista hjá Google
NETIÐ
GÍSLI ÁRNASON
COLDPLAY OG ÍSLAND JAFN VINSÆL Á GOOGLE ÞAR
TIL HLJÓMSVEITIN GAF ÚT PLÖTUNA „VIVA LA VIDA“.
A
nnar hornsteinn
slæmrar kvikmynda-
gerðar á jólum er
hin sígilda Santa Claus
Conquers the Martians
(1964), vísindaskáld-
söguleg fjölskyldumynd
um Marsbúa sem ræna
jólasveininum svo hann
geti framleitt leikföng og
vakið gleði marsneskra
barna. Að sjálfsögðu fer
allt á versta veg og með
hjálp hressra Jarð-
arkrakka, sem hefur líka
verið rænt, tekst þeim að
sleppa aftur heim, en ekki
án þess að koma fyrir arf-
taka sveinka á rauðu plán-
etunni. Myndin er gjarnan
á topplistum yfir verstu
myndir allra tíma og féll
fljótt í gleymskunnar dá,
en hlaut auknar vinsældir
þegar hún var tekin fyrir
og gerð að athlægi í sjón-
varpsþáttunum Mystery
Science Theatre 3000
snemma á tíunda áratugn-
um. Síðan þá hefur költ-
gildið aukist með hverri
jólahátíð og ekki spillir
fyrir að myndin er fallin úr
höfundarrétti og því auð-
finnanleg á vefnum fyrir
áhugasama.
Santa Claus Conquers the Martians (1964) | Webster
Jóli gerist Marsbúi
H
inn alræmdi Star Wars-jólaþáttur
(The Star Wars Holiday Special)
frá 1978 er löngu orðinn goð-
sagnakenndur, jafnt meðal aðdá-
enda kvikmyndaseríunnar sem
allra unnenda lélegs sjónvarps-
efnis. Þátturinn, sem er í fullri kvikmynda-
lengd (að auglýsingahléum meðtöldum), hefur
verið kallaður „verstu tveir tímar sjónvarps-
sögunnar“ af gagnrýnendum og trónar hátt á
listum yfir fáránlegustu augnablik bandarískr-
ar sjónvarpssögu, svo nokkuð sé nefnt af
hroðalegum orðstír verksins. Það er ekki að
ástæðulausu að þátturinn hefur ekki litið dags-
ins ljós síðan honum var sjónvarpað á sínum
tíma. Aldrei var hann endursýndur vestra, né
heldur gefinn út fyrir heimamarkað, hvorki á
VHS né DVD. Þrátt fyrir endalausar tilraunir
Lucasfilm til að græða á öllu Stjörnustríðs-
tengdu hefur jólaþátturinn verið látinn gjör-
samlega í friði, ekki vegna þess að fyrirtækið
búist ekki við að græða á honum – þvert á móti
myndi DVD-útgáfa hiklaust rokseljast, ein-
faldlega vegna skemmtana- og költ-gildis –
heldur vegna þess að George Lucas hefur full-
komlega afneitað verkinu. Í raun kom Lucas
lítið sem ekkert að sjálfri framleiðslunni og sá
fljótlega eftir því. Síðan þá hefur hann látið
eftir sér að hann vildi helst óska þess að geta
ferðast um heiminn og brotið hvert einasta
eintak með sleggju. Það eru því miður eintóm-
ir draumórar, því þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir Lucasar til að koma jólaþættinum fyrir
kattarnef þá lifir hann góðu lífi og ferðast
manna á milli á veraldarvefnum, þar sem eng-
ar sleggjur geta náð til hans.
Í örstuttu máli segir jólaþátturinn frá því
þegar Han Solo gerir sitt besta til að koma
Chewbacca heim til fjölskyldunnar sinnar á
Wookie-plánetunni í tæka tíð fyrir „Life Day“-
hátíðarhöldin (sem eru e.k. jól Stjörnu-
stríðsbúa). Þeir lenda í alls kyns vandræðum á
leiðinni, en þráðurinn er síðan brotinn upp á
furðulegan hátt með dans-, grín- og söng-
atriðum frá „gestastjörnum“. Samsullið dreg-
ur að fleiri persónur úr fyrstu myndinni, en
bæði Luke og Leia koma fram í þættinum, að
ónefndum sjálfum Svarthöfða og vélmenn-
unum R2-D2 OG C-3PO. Þátturinn ruglar
fram og aftur í ólíkar áttir og markleysan nær
hámarki í hræðilegri lokasenu þar sem Leia
prinsessa syngur titillag Johns Williams í jóla-
sálmsformi. Væmnin er sykursæt og yfirgnæf-
andi og á köflum er nánast óbærilegt að kom-
ast í gegnum allan þáttinn, en í réttum
félagsskap getur áhorfið verið stórskemmti-
legt. Ég hef sjaldan hlegið jafnmikið og þegar
ég sá upphaf þáttarins í jólaboði fyrir tveimur
árum. Þar fylgjumst við með fjölskyldu Chew-
bacca þar sem þau bíða komu fjölskylduföð-
urins heima í kotinu. Þau ræða saman á Woo-
kie-tungumáli með ópum og ýlfrum, án
þýðingartexta, í hátt í tíu mínútur og atriðið er
eitt það furðulegasta sem ég hef nokkurn tím-
ann séð. Óbærileg sjálfspíning, en jafnframt
svo yfirgengilega ýkt að það er varla annað
hægt en að skella upp úr. Eftir því sem líður á
þáttinn verður þrautagangan sífellt erfiðari og
ég tek hattinn ofan fyrir hverjum þeim sem
endist alveg að leiðarenda. Að áhorfi loknu er
áhorfandinn reynslunni ríkari, vitandi að
ákveðinn áfangi hefur verið kláraður, því botn-
inum hefur verið náð og mikið þarf til að slá út
þennan hrylling. gunnaregg@gmail.com
The Star Wars Holiday Special (1978) | Steve Binder
Fyrir unnendur lélegs sjónvarpsefnis Leia prinsessa og C-3PO í jólaþætti Star Wars. Léleg upplausn stillunnar
er einfaldlega vegna þess að einu eintökin sem hafa lifað eru myndbandsupptökur frá 1978, margfjölfaldaðar.
MYNDIR VIKUNNAR
GUNNAR THEODÓR
EGGERTSSON
Jólastjörnustríð