Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2009, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2009, Page 3
Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Þ essar vikurnar undirbúa þrettán leiklistarhópar á Austurlandi upp- setningu á þremur nýjum íslensk- um leikritum á Austurlandi. Þessir hópar sóttu um og uppfylltu öll skilyrði til að taka þátt í Þjóðleik, metnaðarfullu tilraunaverkefni sem fræðslu- deild Þjóðleikhússins stendur fyrir, í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og Vaxtasamning Austurlands. Verkefnið nær til alls Aust- urlands, frá Vopnafirði og suður til Hafnar í Horna- firði. Þjóðleikur er leiklistar- hátíð ungs fólks og gat hvaða hópur austfirskra ungmenna sem er sótt um að taka þátt. Einu skilyrðin voru þau að einn meðlimur væri yfir tvítugt og leiddi hópinn, að meðlimirnir væru að lágmarki átta og á aldrinum 13 til 20 ára. Þrjú leikskáld hafa skrifað leikrit, sem verða um 45 mínútur í sýningu, sérstaklega fyrir Þjóðleik. Ísvélin er eftir Bjarna Jónsson, Dúkkulísa eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann og verk Sigtryggs Magnasonar nefnist Eftir lífið. Hver leikhópur setur upp eitt af þessum verkum og sýnir í sinni heimabyggð, en í lok apríl koma síðan allir hóparnir saman á Eiðum og Egilsstöðum, þar sem allar uppfærsl- urnar verða sýndar. Vekja áhuga ungs fólks á leiklist „Leikritin verða sett upp í nær hverjum bæ á Austurlandi, það er alveg magnað að þetta skuli vera að gerast,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Þjóðleikhússins. Hún átti hugmyndina að Þjóðleik og hefur unn- ið að verkefninu í tvö ár. „Þjóðleikhúsið hefur frumkvæðið að þessu. Hugmyndin byggist á starfi sem hefur verið unnið í Bretlandi, en við höfum lagað það að ís- lenskum aðstæðum. Ég hef gengið með þessa hugmynd í sex, sjö ár; fannst að svona verkefni ætti vel við hér, í hinum dreifðu byggðum þar sem leikhúsáhugi er mikill.“ Vigdís segir að yfirlýst markmið Þjóðleiks séu fjögur: Að vekja áhuga ungs fólks á leiklist og efla læsi þeirra á listformið. Að tengja Þjóð- leikhúsið á lifandi hátt við landsbyggðina. Að miðla af fagþekkingu leikhússins til leikhúsá- hugafólks, og að styrkja íslenska leikritun. „Þegar fræðsludeildin var stofnuð við Þjóð- leikhúsið var hennar helsta markmið að efla leiklist í skólakerfinu. Læsi á listformið er skil- yrði fyrir því að leikhúsið geti átt í samtali við áhorfendur sína og haldið velli,“ segir hún. Margir leikhópanna sem taka þátt í Þjóðleik spretti upp úr skólastarfi og skólarnir séu mik- ilvægur þátttakandi. „Margir litlir sigrar hafa unnist. Til dæmis hefur hér skapast glænýr vettvangur fyrir ís- lensk leikskáld. Lögð var áhersla á að velja leikskáld af yngri kynslóðinni sem höfðu þegar sannað sig í atvinnuleikhúsum. Þessi þrjú skil- uðu fyrst inn hugmyndum, ásamt fleirum, og voru síðan valin til að skrifa verkin. Það verður einstakt fyrir þau að fá tækifæri til að sjá fjórar eða fimm ólíkar uppsetningar á sama verki sínu á leiklistarhátíðinni í apríl. Það er Þjóðleikur sem greiðir fyrir verkin. Leikhóparnir sjálfir bera engan kostnað af þeim. Samningar sem gerðir voru við Leik- skáldafélagið af þessu tilefni, eru fyrstu form- legu samningar sem hafa náðst vegna skrifa á leikverkum fyrir áhugaleikhús,“ segir Vigdís. Ráðast í þetta af mikilli alvöru Þjóðleikur og samstarfsaðilar fyrir austan hafa fengið rausnarlega styrki til að standa að verk- efninu, námskeiðum og stoðkerfi fyrir leikhóp- ana. Sett hefur verið upp bloggsíða þar sem hóparnir geta átt í samræðu sín á milli, og þá hafa þeir aðgang að leikskáldunum. Tvö fjölmenn námskeið hafa verið haldin fyr- ir stjórnendur hópanna og tæknifólk, í Þjóðleik- húsinu í október og nýverið á Höfn. „Ég var mjög stolt þar sem við sátum saman á fyrsta námskeiðinu,“ segir Vigdís. „Þátttak- endur að austan hittu þá lista- og tæknifólkið hér í Þjóðleikhúsinu, og allir voru svo einbeittir, gefandi og hvetjandi. Það fór ekki á milli mála að Austfirðingar ráðast í verkefnið af mikilli al- vöru. Stjórnendur hópanna eru að læra fag- mannleg vinnubrögð og setja markið hátt. Um tíma var ég hrædd um að ekki nema tveir hópar myndu sækja um að taka þátt – ég hefði verið mjög ánægð með sex til átta: En að þrettán svona fínir hópar komi að þessu er sannkallað ævintýri.“ Þjóðleikur sannkallað ævintýri Ljósmynd/Eddi Leiklistarfólk 27 þátttakendur, sem taka þátt í verkefni Þjóðleiks, og setja upp leikrit á Austurlandi, voru á stjórnendanámskeiði í Þjóðleikhúsinu í október.Vigdís Jakobsdóttir Á næstunni munu þrett- án leikhópar á Austur- landi setja upp ný leik- verk eftir þrjú ung leikskáld. Hóparnir taka þátt í Þjóðleik, verkefni sem Þjóðleikhúsið stofnaði til fyrir ungt áhugafólk um leiklist. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2009 Lesbók 3LEIKLIST Þ etta er mjög óvenjulegt og frábært framtak hjá Vigdísi og Þjóðleik, að stækka Þjóð- leikhúsið svona langt til austurs og leyfa þessu unga fólki að vera þátttakendur í starfi Þjóðleikhússins,“ segir Sigtryggur Magnason. Hann er einn leikskáldann þriggja sem fengu það verkefni að skrifa nýtt leikrit fyrir Þjóðleik. „Fyrir okkur höfundana er einstakt að fá allar þessar uppfærslur strax á verkunum. Við munum sjá fjórar, fimm uppfærslur á sama verkinu. Þetta er líka spennandi áskorun, að fá pantað verk fyrir þennan aldurshóp.“ Sigtryggur segist bæði taka mið af aldri leik- aranna og áhorfenda í verkinu, sem heitir Eftir lífið. „Maður er í þessu fagi til að vera í sam- skiptum við fólk og þá talar maður ekki yfir hausamótunum á því heldur á í samræðu. Á sama tíma langar mig ekki að fara allt aðrar leið- ir en ég hef farið í verkum mínum.“ Sigtryggur segir leikritið gerast eftir lífið og þá séu allir 15 ára. „Líkaminn er 15 ára en sálin jafngömul og fólkið var þegar það dó. Fólk skiptir líka um kyn. Það verður ennþá meiri áskorun fyr- ir leikarana. Leikararnir eru í sínum líkama, sem áhorfendur sjá, en túlka eldra fólk af gagnstæðu kyni. Mér þótti það spennandi fyrir leikarana.“ Hann segist hafa verið í samskiptum við leik- hópana en þeir eru að byrja að æfa. „Ég hitti hluta af stjórnendunum í haust og það var ánægjulegt, sem og að kynnast því sem Vigdís Jakobsdóttir hefur verið að gera. Það er alveg ótrúlegt framtak, að leyfa þessu unga fólki að taka á þennan hátt þátt í starfi Þjóðleikhússins. Það er mikill styrkur fyrir leikhúsið.“ Spennandi áskorun Leikskáldin Bjarni Jónsson, Þórdís Elva Þ. Bachmann og Sigtryggur Magnason vísa veginn austur á firði. M agnús J. Magnússon hefur um árabil verið atkvæðamikill í leiklistarlífinu á Höfn í Hornafirði. Hann situr í stjórn Þjóðleiks og setur tvö af leikritunum upp með Leikhópnum Lopa. Þriðja verkið verður einnig sýnt á Höfn, af leikhópi sem Magnús hvatti til að yrði stofnaður við framhaldsskólann. „Ég hef rekið þennan unglingaleikhóp síðan 1993. Þegar þetta verkefni kom til voru svo margir áhugasamir að ég ákvað að setja upp tvær af þessum sýningum.“ Magnús segir nægilegt framboð af leikurum og öðru tæknifólki við sýningarnar. Að þessu verkefni vinna um 20 unglingar. Með Lopa hefur hann sett upp tvær til þrjár sýningar á ári, í „fullri lengd“, og eru frumsýningarnar orðnar 24. „Ég hef samið einar sextán af þeim sjálfur, því þegar 30 eru í hópnum og ekki til verk fyrir þann fjölda þarf að semja,“ segir hann. Magnús segir Þjóðleik opna ýmsar dyr. „Með þessum 13 leikhópum hefur það þegar gerst að áhugaleikhópar sem hafa dottið út, af einhverjum orsökum, eru að lifna við aftur. Þeg- ar við ræddum við þá leiðbeinendur, sem koma að þessu, var líka sú hugsun að halda starfinu áfram og endurreisa eða efla áhugaleikfélagið. Ég hef verið að skipuleggja leiklist unglinga allar götur síðan 1975, og fyrir mér er þetta jólin! Að sjá unglinga- leikhópa vinna saman á þennan hátt. Ef þetta styrkir þennan grunn, sem mótvægi við margt annað sem er í boði, er það glæsilegt. Oft koma inn í leikhópana krakkar sem nenna ekki að sitja á varamannabekkjum íþróttafélag- ana, og finna sér nýjan grundvöll í leiklistinni. Þar finna allir sinn flöt, í tónlist, tækni, lýsingu, smíði eða leik.“ Verkefni Lopa verða frumsýnd um 20. febr- úar. „Krakkarnir eru á kafi í þessu,“ segir Magn- ús, „að hanna leikmynd, búninga, lýsingu og fleira. Þetta verkefni Þjóðleiks ætti að verða að módeli sem gengur áfram og gæti gengið yfir landshlutana annað hvert ár. Næst gæti þetta farið á Vestfirði eða Norðurland. Með þessu er Þjóðleikhúsið að styrkja starfið úti á landi. Eftir verður þekking og menn fá bakland sem virkar.“ Magnús J. Magnússon Styrkir leiklistina úti á landi Allir leikhóparnir þrettán sem sóttu um þátttöku uppfylltu skilyrði Þjóðleiks og leika eitt hinna þriggju nýju leikrita. Þeir nefnast, eða koma frá þessum skólum: Grunnskóli Eskifjarðar Vera (Grunnskóla Fáskrúðsfj./Stöðvarfj.) Fellaskóli, Fellabæ Grunnskóli Vopnafjarðar Grunnskóli Seyðisfjarðar Leikhópurinn Lopi, Hornafirði Leikhópur FAS Grunnskóli Borgarfjarðar eystri Egilsstaðaskóli Verkmenntaskóli Austurlands Grunnskólinn Hallormsstað Nesskóli, Neskaupstað Grunnskóli Reyðarfjarðar Þrettán hópar Áhugasamir leikhópar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.