Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2009, Page 4
Eftir Unu
Þorleifsdóttur
una@lhi.is
S
jaldan eða aldrei hefur ungt leik-
skáld vakið jafn mikla athygli,
bæði innan menningarumræð-
unnar sem og í fjölmiðlum al-
mennt, og Sarah Kane gerði með
frumraun sinni Rústað. Verkið var
frumsýnt 12. janúar 1995 í Royal Court
Upstairs-leikhúsinu, og varð það samstundis
eitt umtalaðasta sviðsverk síðari ára. Rústað
hlaut einhverja þá árásargjörnustu gagnrýni
sem sést hafði í breskum fjölmiðlum í áratugi.
Fyrirsagnir líkt og sú sem leikhúsgagnrýn-
andi Daily Mail, Jack Tinker, sló fram, „This
Disgusting Feast of Filth“, tröllriðu um-
ræðunni og æsifengin notkun lýsingarorða
var ráðandi í skrifum allflestra annarra um
verkið. Vinsælust innan umræðunnar voru
orð líkt og niðurdrepandi, óhugnanlegt, við-
bjóðslegt, andstyggilegt og niðurlægjandi, og
hlaut verkið stimpla á borð við ‘lostafull brjál-
æðisfantasía’, ‘hreinn hrottaskapur’ og ‘hrátt
og illa unnið niðurrif’. Innan nokkurra daga
varð ljóst að verkið var á góðri leið með að
verða eitt alræmdasta verk áratugarins, ef
ekki aldarinnar.
Frumsýningunni á leikritinu Rústað hefur
einnig verið gefinn sá heiður að marka ákveð-
in skil í breskri leikritun, að það hafi slegið
tóninn fyrir það sem í vændum var hjá/frá
nýrri kynslóð enskra leikskálda. Þessi nýi
tónn var það sem síðar hefur verið nefnt „In-
Yer-Face“-leikhúsið, eða beint-í-andlitið-á-
þér/blaut-tuska-í-andlitið-leikhúsið. Hér á eft-
ir mun ég reifa einkenni þessa nýja forms og
í því samhengi ræða verk Kane, Rústað.
In-Yer-Face-leikhús
Ákveðin hreyfing virtist vera að myndast inn-
an leikritunar á Englandi um miðjan tíunda
áratuginn. Fram í sviðsljósið stigu höfundar á
borð við Antony Neilson, Mark Ravenhill,
Martin McDonagh og Söruh Kane sem allir
virtust eiga það sameiginlegt að vilja brjóta
raunsæislegar tilhneigingar leikhússins. Í
skrifum þessara höfunda birtist uppsöfnuð
reiði kynslóðar sem ólst upp í skugga Thatc-
her á tímum þar sem ofbeldið töllreið flestum
miðlum; t.d. fréttamyndir frá borgarastyrj-
öldinni á Balkanskaga og kvikmyndir á borð
við Trainspotting og Natural Born Killers.
Þessi hreyfing hefur síðar verið nefnd In-
Yer-Face-leikhúsið og má finna ítarlegri um-
fjöllun um hana í bók Aleks Sierz, In-Yer-
Face Theatre – British Drama Today.
Hugtakið in-yer-face gefur til kynna að
áhorfandinn sé neyddur til að sjá eitthvað í
návígi, að innrás sé gerð í persónulegt rými
hans. Það gefur til kynna að dansað sé á
mörkunum. In-yer-face er því eitthvað sem er
blygðunarlaust árásargjarnt og ögrandi, eitt-
hvað sem ómögulegt er að hunsa eða forðast.
Víðasta skilgreiningin á in-yer-face-leikhúsi,
samkvæmt Sierz, nær til allra leikrita sem
taka áhorfendur sína hálstaki og hrista þá
þangað til boðskapurinn hefur komist til
skila. Þetta er leikhús skynjunar og hugar-
æsings, leikhús sem vekur ótta og trekkir
upp taugar, leikhús sem hristir bæði áhorf-
endur sína og leikara út úr hefðbundnum við-
brögðum. Árásir (shock tactics) eru oftar en
ekki verkfæri höfundar í þessu samhengi.
Ennfremur eru þessi leikrit átakanleg vegna
nýrrar formgerðar eða samsetningar, eða
vegna þess að þau eru djarfari eða tilrauna-
kenndari en áhorfendur eru vanir. Verk þessi
vekja spurningar um siðferðisvenjur, nefna
það sem er forboðið, brjóta niður tabú, skapa
óþægindi og sýna frumstæðar tilfinningar. Í
raun eru þau ávallt í andstöðu og/eða samtali
við ráðandi hugmyndir um það sem hægt er
eða ætti að sýna og setja á svið. Ólíkt því leik-
húsi sem leyfir áhorfandanum að halla sér
aftur og hugleiða hlutlaust það sem fyrir
augu ber fer gott in-yer-face-leikhús með
áhorfandann í tilfinningalegan rússíbana,
smýgur undir húð hans. Það er byggt á upp-
lifunum, ekki íhugun. En Sierz telur að það
sem sköpum skiptir hér sé að leikritin og höf-
undar þeirra segja okkur meira um það hver
við raunverulega erum – sem samfélag og
einstaklingar. Áhorfendur á slíku leikriti,
slíkri sýningu, þar sem gjörðir af þessari
stærðargráðu eiga sér stað, færast úr hlut-
verki hins fjarlæga, allsráðandi áhorfanda yf-
ir í hlutverk vitnis eða þess sem er samsekur.
Áhorfandinn verður þátttakandi í framvindu
og ofbeldi verksins, meðsekur í þeim heimi
sem skapaður er.
En voru þessi leikskáld einungis að skrifa
verk sín til þess að hrista upp í áhorfendum,
‘sjokkera’ þá? Eru aðferðirnar innantómt
hjóm eða býr eitthvað meira að baki? Í verk-
um höfunda á borð við Kane, Ravenhill og
Neilson, sem öll mætti flokka sem höfunda
sem fara slíkar leiðir í skrifum sínum, má
finna tilraunir til að takast á við óhugnanleg
viðfangsefni, tilraunir til að rannsaka erfiðar
tilfinningar, og er ‘sjokk’, eða það að
hneyksla, ein leið til að vekja áhorfendur til
umhugsunar. Eru þau öll með verkum sínum
að reyna að ýta á mörk þess sem er ásætt-
anlegt og viðeigandi, vegna þess að þau vilja
setja spurningarmerki við ríkjandi hug-
myndir um það sem er venjulegt, við það
hvað það merkir að vera mannlegur, hvað er
eðlilegt og hvað er raunverulegt, satt.
Þar af leiðandi er notkun á ‘sjokki’ eða
hneykslan hluti af leit höfundarins að dýpri
merkingu, liður í enduruppgötvun leikrænna
möguleika, og tilraun til að sjá hversu langt
er hægt að ganga. En flestallt in-yer-face-
leikhús eða -leikrit ögra þeim skilgreiningum
sem við notum til að útskýra hver við erum,
eða tvenndarhyggjunni, á einhvern hátt: mað-
ur/dýr, gott/illt, hreint/skítugt, heilbrigt/
óheilbrigt, satt/óstatt, og svo framvegis.
Hvernig getur leikhús verið svona ‘sjokk-
erandi’ eða hneykslanlegt? Meginástæða þess
er sú að það er list augnabliksins, hið lifandi
andartak, sú stund þegar áhorfendur og leik-
arar mætast. Það á sér stað í rauntíma, í
sama rými og áhorfandinn – einungis örfáa
metra í burtu. En allar þær gjörðir sem fram-
kvæmdar eru í slíku návígi geta búið yfir eig-
inleikum náinna tengsla eða sambands. Svið-
setning persónulegra og innilegra aðstæðna
opinberlega veldur sterkum tilfinningalegum
viðbrögðum og upplifun á þeim getur verið
óþægilegri en sama upplifun í lífinu sjálfu.
Svívirðingar
og siðleysi
Leikritið Rústað eftir Söruh Kane vakti sterk við-
brögð er það var frumsýnt í Bretlandi árið 1995.
Umfjöllunarefnið er ofbeldi og verkið sjálft fremur
einhvers konar ofbeldi gegn áhorfendum, ryðst inn
í einkarými þeirra með óvenjulega ágengum hætti.
Verkið þótti marka skil í breskri leikritun. Það verð-
ur frumsýnt í Borgarleikhúsinu á föstudaginn.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2009
4 LesbókLEIKLIST
S
arah Kane fæddist 1971 og ólst upp í
Kelvedon Hatch, nærri Brentwood í Es-
sex á Englandi. Móðir hennar var kenn-
ari og faðir hennar blaðamaður á Daliy Mirror.
Fjölskyldan var trúrækin og evangelísk og lit-
aði það mjög uppeldi hennar. Þótt Kane hafi
síðar sagt skilið við trúna sem slíka má sjá
áhrif þessa í verkum hennar, bæði í beinum
tilvísunum í Bíblíuna og með notkun Kane á
minnum úr henni, til dæmis úr dæmisögunni
um Kain og Abel í verkinu Þrá. Sem unglingur
samdi hún smásögur og ljóð, en það var ekki
fyrr en hún var við nám við Háskólann í Bristol
að hún hóf að skrifa fyrir leiksvið. Þar samdi
hún þrjá tuttugu mínútna einleiki; Gam-
ansama einleikinn, Svelti og Það sem hún
sagði. En fyrsta leikverk hennar í fullri lengd
var Rústað og hóf hún að skrifa það þegar hún
var í mastersnámi í leikritun við Háskólann í
Birmingham. Að námi loknu starfaði Kane
sem hirðskáld við Paines Plough, leikhóp sem
hefur það að markmiði að koma nýjum leik-
ritum á framfæri, og sem dramatúrg við Bush-
leikhúsið í London.
Kane hefur oft verið kölluð niðurdrepandi
og hneykslandi ‘sjokk’-leikskáld en við upphaf
ferils hennar einblíndu gagnrýnendur oft um
of á viðbjóðinn í leikverkunum á kostnað um-
ræðna um formtilraunir og efnistök. Verk
hennar; Rústað (1995), Ást Fedru (1996),
Hreinsun (1998), Þrá (1998) og 4,48 geð-
truflun (2000), taka öll á einn eða annan hátt
á sársauka, frelsandi ástum, kynferðislegum
fýsnum, löskuðum sjálfum, andlegum og lík-
amlegum misþyrmingum og dauða. Einkenn-
andi fyrir skrif hennar eru ennfremur tilraunir
með form, ljóðrænt og niðurskorið tungumál,
og, sérstaklega í fyrstu verkum hennar, notk-
un á öfgakenndum og ofbeldisfullum sviðs-
gjörðum. Hún taldi sjálf til sinna áhrifavalda,
ásamt öðrum, Harold Pinter, Samuel Beckett,
jakobínska harmleiki, Edward Bond, Jeremy
Weller og expressjónískt leikhús.
Sarah Kane lést langt fyrir aldur fram, að-
eins 28 ára að aldri, eftir mikla og stranga
baráttu við harkalegt þunglyndi, en hún féll
fyrir eigin hendi hinn 20. febrúar 1999.
Leikskáldið Kane
Ljósmyndari: Simon Kane
Sarah Kane Hefur oft verið kölluð niðurdrep-
andi og hneykslandi ‘sjokk’-leikskáld.