Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2009, Qupperneq 16
Eftir Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
H
vernig á maður að bera sig að
þegar fjallað er um list manna
sem ganga klárlega ekki heilir
til skógar? Á að gefa þeim ein-
hvern afslátt, horfa í gegnum
fingur sér þegar þeir hitta ekki
á réttu nóturnar?
Þetta er um margt snúið. Listsköpun
þessa hóps hefur verið kölluð næf list (naïve
art) og/eða utangarðslist (art brut, outsider
art). Hængurinn er að þú þarft ekki endi-
lega að hafa vottorð upp á geðveiki til að
falla í þennan flokk, það nægir að vera
sæmilega kynlegur kvistur og sveigja hressi-
lega frá viðteknum gildum, viðmiðum og
reglum í kringum það sem telst hæfa í
menningar- og listheimum. Á sínum tíma
kallaði ég þennan geira, ef geira má kalla,
hamfarapopp, eftir plötu Gunnars Jökuls
heitins. Hann, og fleiri hérlendir einyrkjar,
búa þannig til tónlist sem getur verið af-
káraleg, fyndin og tilfinningarík – stundum
stórfurðuleg. En það sem heillar er að hún
er gerð af 100% einlægni, án meðvitundar
um „kröfur“ bransans og vonar um gróða og
vinsældir. Í sumum tilfellum stendur eftir
list, svo hrein, tær og einlæg, að ómögulegt
er annað en hrífast með.
„Költ-fígúra“
Víst er að orðspor Johnstons byggist ekki á
meðaumkun eða fyrirgreiðslu. Tónlist hans,
sem hann hefur dælt út síðan 1980 í umtals-
verðu magni og mest á kassettum, hefur ein-
faldlega heillað fólk sökum einlægrar tján-
ingar og fallegra, þekkilegra melódía. Sum
lögin slúta hálfpartinn yfir vögguvísusvæð-
inu og lagatitlar eins og „I Am A Baby (In
My Universe)“, „Since I Lost My Tooth“ og
„Don’t Be Scared“ bera viðkvæmnislegum,
barnslegum huga vitni. Johnston varð að því
sem kallað er „költ-fígúra“ um miðjan ní-
unda áratuginn, í bullandi maníu náði hann
að heilla hálfa Ameríku (eða a.m.k. neð-
anjarðarþenkjandi, tónlistarpælandi hluta
hennar) upp úr skónum og átti MTV-
tónlistarstöðin ekki lítinn þátt í því. Stöðin
sendi þá frá Woodshock-tónlistarhátíðinni í
Austin en Daniel bjó og starfaði í þeim
mikla tónlistarbæ um það leyti. Johnston
tróð sér alls staðar inn á mynd og veifaði
kassettunum sínum brosandi og varð hvers
manns hugljúfi. Neðanjarðarrokkstjörnur
eins og Sonic Youth, Yo-La Tengo og Kurt
Cobain áttu eftir að taka Johnston upp á
arma sína og tryggðu honum þar með
ákveðið brautargengi í músíkkreðsum sem
náði hámarki er risaútgáfufyrirtæki samdi
við Johnston og gaf út plötu með honum.
Coca Cola
Greinarhöfundur hitti Johnston að máli eftir
tónleika á Hróarskelduhátíðinni árið 2003.
Viðtalið var sett upp í gegnum opinbera vef-
síðu Johnstons, www.hihowareyou.com, og
hafði bróðir hans, Dick, milligöngu þar um.
Auðséð var að bróðirinn passaði vel upp á
litla bróður sinn. Ég settist niður með Jo-
hnston rétt fyrir gigg og viðurkenni að mér
brá nokkuð í fyrstu. Johnston var orðinn
sæmilega úr lagi genginn og hár, næstum
því barnslegur talandinn staðfesting á því að
ekki væri allt með felldu. Hann ræddi á ein-
lægan hátt um ferilinn og hvatann að list-
sköpun sinni og bauð kurteislega upp á Coca
Cola.
Þegar að tónleikum var komið var tjaldið
smekkfullt af fólki sem hlustaði í andakt á
hvert og eitt einasta lag. Johnston vafði fólki
létt og löðurmannlega um fingurinn, al-
gjörlega ómeðvitaður um áhrifin sem hann
hafði.
Giftum okkur!
Fyrir þremur árum kom heimildarmyndin
The Devil and Mr. Johnston út sem fjallar
um ævi Johnstons og vakti hún mikla at-
hygli. Myndin er firnavel gerð, allt hand-
bragð einkennist af miklu næmi og sannri
ástríðu fyrir viðfangsefninu. Óhefðbundnar
leiðir eru nýttar til að koma sögunni sem
best á framfæri og myndin nær að komast
afar nálægt kviku þess sem fjallað er um,
nokkuð sem svo margar myndir af svipuðum
toga flaska á.
Það er ótrúlegt að fylgjast með þróun og
þroska Johnstons. Í æsku og á unglings-
árum var sköpunargleðin hamslaus; hann
teiknaði, bjó til bíómyndir og samdi lög á
gítar og píanó allan liðlangan daginn, alla
daga.
Um tvítugt fór ýmislegt að bresta og eitt
af fyrstu dæmunum er þegar hann fær þrá-
hyggju fyrir stúlku sem heitir Laurie. Öll
ástarlög hans upp frá því fjalla um þessa
stúlku sem hann sá í eitt augnablik á ung-
lingsárum. Í aukaefni með myndinni er
fylgst með því þegar Johnston hittir Laurie
áratugum síðar. „Giftum okkur!“ segir hann
við hana, með einlægum, glaðhlakkalegum
rómi.
Stuttu eftir Woodshock fór Johnston að
fikta við LSD og viðkvæm sálin fékk á sig
stórt högg. Hann fékk djöfulinn á heilann og
var settur á stofnun. Hann hefur verið inn
og út af stofnunum eftir það og átti til að
taka voveifleg köst. Hin síðustu ár hefur líð-
an hans þó verið nokkuð stöðug.
Daniel var alinn upp hjá íhaldssamri,
strangkristinni fjölskyldu í Texas. Eitt af því
sem liggur undir í myndinni, en kemur aldr-
ei skýrt fram, er að uppeldið og viss of-
verndun hafi líkast til verið eitt af því sem
spilaði inn í geggjunina. Johnston var hálf-
gert örverpi, sá eini af systkinunum sem
sýndi listræna takta og í raun einangraður,
bæði í fjölskyldunni og í samfélaginu í kring.
Tíminn líður
Daniel býr í dag hjá foreldrum sínum í Tex-
as sem annast hann af mikilli umhyggju-
semi. Viðtölin við þau í gegnum myndina eru
áhrifarík.
„Við höfum annast eins vel og við getum
og um daginn sagði hann við mig að hann
vissi ekki hvernig hann færi að ef okkar nyti
ekki við,“ segir faðir hans í bláendann með
brostinni röddu.
„En við erum mjög áhyggjufull þar sem
tíminn er að renna út hjá okkur …“
Bréf til Láru
Einlægni Þrátt fyrir geðveilu hefur Daniel Johnston heillað fjölda fólks um heim allan með tónlist sinni.
Þrátt fyrir daglegar orr-
ustur við geðhvarfasýki
er bandaríski tónlistar-
og myndlistarmaðurinn
Daniel Johnston dáður
af fjölda fólks, lærðum
jafnt sem leikum.
Ástæðan er einföld:
sköpun hans er hrein
og tær, laus við allt
stærilæti og prjál. List
hans kemur hindr-
unarlaust frá hjartanu
og er raunverulega það
eina sem hefur haldið
honum hérna megin
grafar í gegnum róstu-
sama ævi.
En það sem heillar er að
hún er gerð af 100% ein-
lægni, án meðvitundar
um „kröfur“ bransans og
vonar um gróða og vin-
sældir. Í sumum tilfellum
stendur eftir list, svo
hrein, tær og einlæg, að
ómögulegt er annað en
hrífast með.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2009
16 LesbókTÓNLIST
Þ
að var í september 1992 sem Kurt
Cobain, leiðtogi Nirvana og umtal-
aðasta rokkstjarna heims á þeim
tíma, mætti á MTV-verðlaunin í hvítum T-
bol. Á honum var umslagið á kassettu
Johnstons, Hi, How Are You frá 1983.
Kassettan er nafntogaðasta afurð
Johnstons en hann fékk taugaáfall
þegar hann var hálfnaður að vinna
hana. Cobain, sem var eins og
gruggstjörnur þessa tíma mátu-
lega afskiptur hvað hreinlæti varð-
ar, kom fram í bolnum í margar vikur
á eftir og til er fjöldi ljósmynda af
honum í honum.
Áhrifin létu ekki á
sér standa og nú vildu
allir vita hver þessi
Daniel Johnston
væri sem Cobain
hélt greinilega svona
mikið upp á. Aðdá-
endur Nirvana hófu
að grafa upp illfáan-
legar kassettur Jo-
hnstons en það sem
meira var, hákarl-
arnir hjá stóru út-
gáfufyrirtækjunum
fóru einnig af stað.
Eftir að Nirvana
breytti tónlistarsögunni með Nevermind og
sveigði jaðartónlistina inn í meginstraum-
inn hlupu jakkalakkarnir um eins og haus-
lausar hænur í leit að næstu Nirvana og
ótrúlegustu neðanjarðarsveitir fengu
milljónasamninga, svona til „örygg-
is“. Í fyrstu var það Elektra sem
bar víurnar í Johnston en hann
harðneitaði að gera samning við
það fyrirtæki þar sem Metallica
var einnig á mála hjá því. Jo-
hnston var sannfærður um að sú
sveit væri handbendi djöfulsins. Það
var síðan Atlantic sem hreppti
hnossið en samningaferlið átti
sér stað á geðsjúkrahúsi
þar sem Johnston dvaldi.
Fyrsta og síðasta plata
Johnstons fyrir útgáfu-
risa kom svo út árið
1994 og kallast Fun.
Hún seldist í nokkur
þúsund eintökum og
Johnston var „dropp-
að“ tveimur árum síð-
ar.
Máttur T-bolsins
Frægðin bankar
Áhrifamikið
Kurt Cobain og
bolurinn góði.