Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.2009, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009
12 LesbókGAGNRÝNI
LEIKLIST
Rústað, Sarah Kane
Borgarleikhúsið
„Leikararnir standa sig
með prýði í þessu erfiða
verki sem hlýtur að reyna
á þá sem listamenn og
manneskjur. Túlkun þeirra
á þessum brotnu og ónýtu
manneskjum var mjög
góð og er á engan hallað
þótt hér sé tekið fram að
Ingvar sýnir enn og aftur að hann er einn af okk-
ar allra mögnuðustu leikurum. Leikmynd Barkar
Jónssonar var fagmannlega unnin og vel út-
hugsuð. Lýsing og hljóð þjónuðu verkinu vel.
Tónlistin, nokkrir píanóhljómar, undirstrikaði
einmanaleika persónanna.
Rústað er vel unnin og mögnuð sýning þar sem
áhorfandinn er skilinn eftir í rúst.“
Ingibjörg Þórisdóttir
Fólkið í blokkinni,
Borgarleikhúsið
„[Þ]að er skemmtilegur leikur í leiknum, húmor
auðvitað, persónurnar beint úr íslenskum veru-
leika og boðskapur alters ego höfundarins, hans
Óla, bræðir að lokum harðsvíruðustu hjörtu,
sviptir ógninni af alþjóðagjaldeyrissjóðnum úr
höfðinu að minnsta kosti nokkur andartök og
fær mann til að trúa að í blokk í Hólahverfinu
þar sem raunveruleg samhygð ríkir, menn
syngja saman og beita töfrabrögðum, kunni
okkur öllum að verða bjargað með kærleikanum
einum saman.“
María Kristjánsdóttir
Sumarljós
Þjóðleikhúsið (síðasta sýning)
„Í sviðsetningunni er aðaláherslan á drauga-
gang og girnd, spaug; kvennærbuxur, gegnsæir
kjólar, berrassaðir kallar, menn sem pissa á sig
(og pissa á aðra – ekki frá Jóni Kalman heldur
úr sjávarplássi „Steinars í djúpinu“). Og svo
þessi hefðbundna kóreógrafía sýninga á stóra
sviðinu, einn léttur hópdans – hreyfing hér og
þar.“
María Kristjánsdóttir
KVIKMYNDIIR
The Reader bbbmn
„Sviðsmyndirnar og bún-
ingarnir líta óaðfinn-
anlega út, Lesarinn
spannar nokkra áratugi á
ofanverðri síðustu öld, frá
grámyglu Þýskalands eft-
irstríðsáranna til Þýska-
lands samtímans eftir
efnahagsundrið. Kvikmyndatakan er í færum
höndum tveggja af virtustu tökustjórum sam-
tímans, Rogers Deakins og Chris Menges, um-
búðirnar eru sterkari en brothætt innihaldið.“
Sæbjörn Valdimarsson
Doubt bbbbn
Shanley leikstýrir handriti sem hann gerði eftir
eigin leikriti sem vann til verðlauna á sínum
tíma, en höfundurinn er sjálfsagt þekktastur fyr-
ir krassandi handrit Moonstruck, eina eftir-
minnilegustu mynd 9. áratugarins, ekki síst fyrir
litríkar persónur (sem voru að auki frábærlega
vel leiknar), og leiftrandi smáatriði í textanum
(„… la Luna …“). Sömu kostir eru meginstyrkur
Doubt.
Sæbjörn Valdimarsson
MYNDLIST
Listasafn Reykjavíkur
Ásmundur Ásmundsson – Steypan
bbbbn Sýningu lýkur 8. mars
„Verk Ásmundar hafa ætíð samfélagslega skír-
skotun og er auðvelt að sjá skúlptúrinn sem enn
einn steypuminnisvarðann eins og þá sem
standa óhreyfðir eftir efnahagshrunið. Ásmund-
ur ýjaði reyndar að þessari tengingu með kóm-
ískri hógværð í ræðu sem hann hélt við opnun
og hangir nú á vegg til aflestrar. Er óhætt að
mæla með þessari æðislega vondu sýningu fyrir
alla sem elska og hata íslenska samtímalist.“
Jón B.K. Ransu
101 Projects
Davíð Örn Halldórsson – Væmin natúr og
dreki. Sýningu lýkur á morgun
„Myndirnar eru nosturslega unnar, af listfengi
og hugmyndaríki. Listamaðurinn notar ýmsan
efnivið sem á vegi hans verður og má því segja
að útlit verkanna ráðist að einhverju leyti af til-
viljun.
Anna Jóa
Í GANGI
U
m Ísalönd aukast nú vandræðin …
Þessi titill á þjóðlagi á hádeg-
istónleikum í Norræna húsinu á
mánudaginn vakti kátínu tónleika-
gesta. Skiljanlega. Ólíkt því sem nú á sér
stað í þjóðfélaginu var ekki mikill vand-
ræðagangur í flutningi þjóðlagsins. Þvert á
móti var ánægjulegt að hlýða á hann. Pí-
anóleikararnir Snorri S. Birgisson og Anna
Guðný Guðmundsdóttir spiluðu lagið fjór-
hent og þrjú önnur að auki, öll ættuð úr
Norður-Múlasýslu. Um var að ræða frum-
flutning á glænýjum útsetningum Snorra.
Þetta eru einstaklega fallegar tónsmíðar
sem einkennast af framandi, nánast mun-
úðarfullum hljómum. Á tónleikunum voru
þeir listilega útfærðir af píanóleikurunum.
Svipaða sögu er að segja um frábært ör-
verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Hermetique.
Það samanstóð af hvikulum nótnahend-
ingum og brotnum hljómum sem mynduðu
heillandi tónavef. Anna Guðný spilaði það
afar vel, leikur hennar var skýr og örugg-
ur, auk þess sem viðkvæm, skáldleg blæ-
brigði voru mótuð af kostgæfni.
Haukur Tómasson átti líka skemmtilegt
verk í einskonar „ambient“ stíl sem ég hef
áður fjallað um, Glacial Pace. Snorri spilaði
það og gerði af réttu mýktinni; útkoman
var samfelldur unaður.
Loks léku þau Anna Guðný og Snorri
glitrandi fagrar útsetningar Györgys Kur-
tágs á tveimur stykkjum eftir Frescobaldi,
einu eftir Purcell og öðru eftir Bach. Það
var sérlega ljúft áheyrnar. Flutningurinn á
því síðastnefnda, Gottes Zeit ist die all-
erbeste Zeit, úr einni af fyrstu kantötum
tónskáldsins, var svo hástemmdur og fullur
af andakt að tónlistin virtist ekki vera af
þessum heimi. Maður gat ekki ímyndað sér
betri endi á tónleikum.
Vandræði á Ísalöndum
TÓNLIST
JÓNAS SEN
Þetta eru einstaklega fal-
legar tónsmíðar sem ein-
kennast af framandi, nán-
ast munúðarfullum
hljómum. Á tónleikunum
voru þeir listilega útfærð-
ir af píanóleikurunum.
NORRÆNA HÚSIÐ | Myrkir músíkdagar – pí-
anótónleikar Verk eftir Snorra Sigfús Birgisson,
Þuríði Jónsdóttur, Hauk Tómasson, Frescobaldi,
Purcell og Bach. Flytjendur: Snorri Sigfús Birg-
isson og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Mánudagur
9. febrúar. bbbbm
Morgunblaðið/Sverrir
Allt í öllu
Snorri Sigfús Birgisson
frumflutti glænýja út-
setningu eftir sjálfan sig.
P
étur Már Gunnarsson er ellefti lista-
maðurinn til að sýna í sýningaröð í D-sal
Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi.
Sýningin nefnist Mæri sem ég vil túlka
þannig að listamaðurinn vilji brjóta einhver
sjónræn eða skynræn mörk. Hins vegar er hluti
sýningarinnar leikur að einhvers konar rök-
rænu stafarugli, þannig að ég hef þessa túlkun
mína með fyrirvara um að verið sé að krukka
svolítið í túlkun manns.
Á sýningunni skoðar Pétur möguleika rýmis
út frá orðum, hljóði og sjón. Umfangsmesta
verk sýningarinnar er hringlaga spegill sem
virkar eins og plötuspilari. Tónlistin er í raun
hljóðið sem hann nemur af sjálfum sér og ómar
um salinn með viðeigandi rispu í speglinum sem
heggur í nálina í jöfnum takti samhliða snúningi
spegilsins. Um leið virkar rýmið heldur á floti
þegar maður starir á seiðandi snúninginn,
Með þessu sjónarspili, að viðbættu spegla-
verki sem vísar út fyrir rýmið og tölvumynd
sem flýtur í einu horninu, tekst listamanninum
að losa um afmörkun rýmis og/eða minna á að
það er svo margt sem við sjáum ekki, svo margt
sem ekki er fýsískt og við getum ekki snert en
er þarna engu að síður.
Pétur er nærgætinn listamaður og allt að því
dundari (ekki í neikvæðri merkingu) og er sýn-
ingin hóflega sniðin og ósköp þægileg að sækja.
Hins vegar virkar hún heldur bundin við ein-
hvers konar ráðsett eða stofnanalegt síð-flúxus,
sem ég kyngi ekki alveg (er eiginlega ennþá að
tyggja), sérstaklega þar sem hún er hluti af sýn-
ingaröð sem upphefur nýnæmi íslenskrar sam-
tímalistar.
MYNDLIST
JÓN B.K. RANSU
Morgunblaðið/Heiddi
Plötuspilari „Umfangsmesta verk sýningarinnar er hringlaga spegill sem virkar eins og plötuspilar.“
Með þessu sjónarspili
[...] tekst listamanninum
að losa um afmörkun rým-
is og/eða minna á að það
er svo margt sem við
sjáum ekki [...].
Þetta sem við sjáum ekki
LISTASAFN REYKJAVÍKUR – HAFNARHÚS |
Pétur Már Gunnarsson
Opið alla daga frá 10-17. Sýningu lýkur 8. mars.
Aðgangur ókeypis. bbbnn