Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.2009, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.2009, Page 12
J apanski listamaðurinn Yoshi- tomo Nara (1959) sýnir nú í Hafnarhúsinu, í samvinnu við Hideki Toyoshima. Samvinnan lýtur að hönnunarhlið sýningarinnar, litlum herbergjum sem sýna verk Nara frá sérstöku sjónarhorni, eða sýna þrívíð verk hans. Yoshitomo Nara er þekktur fyrir málverk og teikningar í stíl teikni- myndasagna. Á sýningunni í Hafn- arhúsinu eru litlar skissur, teikn- ingar, olíumálverk og skúlptúrar. Nara er gjarnan kallaður pop- listamaður, en sumir frægustu pop- listamenn síðustu aldar notuðu einnig teiknimyndasögur í verkum sínum, til dæmis bandaríski listamaðurinn Roy Lichtenstein. Samlíkingin nær þó varla lengra, viðhorf Nara til list- arinnar og vestræns neysluheims er óhjákvæmilega ólíkt viðhorfum bandarískra pop- listamanna upp úr miðri síðustu öld. Þeir fengust við einkenni nýtilkomins neyslu- samfélags í verkum sínum en við- fangsefni Nara er af sálfræðilegri toga, hann leitast við að birta samspil persónulegs hugarheims við samtíma sinn. Líkt og japanski rithöfundurinn vinsæli Haruki Murakami heillaðist Yoshitomo Nara mjög af vestrænni poptónlist á yngri árum og gerir kannski enn. Poptónlist hljómar í litlu tæki á sýningunni og aðalmynd- persóna Nara er upptekin af poppi, rokki og róli. Hér birtist greinilega það samspil japanskrar og vestrænn- ar menningar sem er undirliggjandi í verkum listamannsins. Persónan sem birtist á flestum myndum Nara er lítil stúlka í jap- önskum teiknimyndastíl, manga, með allt of stór augu og höfuð miðað við búkinn, líkamseinkenni sem við þekkjum orðið vel á vesturlöndum í gegnum leikfangaiðnaðinn og víðtæk áhrif manga. En ólíkt sléttum og felldum persónum teiknimyndasagna er stúlkan á myndum Nara ekki full- komin. Enn fremur sjást stundum vinnubrögð listamannsins þar sem hann hefur strokað út og breytt, en hvort tveggja undirstrikar ófull- komleika. Stúlkan spilar stundum rokk og ról, eða heldur á vopni. Hún sýnir af sér uppreisnarkennd tilþrif á sakleysislegan hátt, líkt og hún hermi kannski eftir þeim stóra heimi sem áhorfandinn veit að umlykur hana frekar en að Nara dragi hann beinlín- is fram í verkunum. Súrrealísk áhrif birtast í óvenjulegum samsetningum, tré eða hús vaxa t.d. stundum upp úr höfði persónanna. Stúlkan er greini- lega kvenkyns en kvenleikinn þjónar kannski einna helst þeim tilgangi að draga fram varnarleysi og sakleysi. Stórt málverk á endavegg er líkt og endapunktur sýningarinnar. Risa- vaxið andlit og stór augu stara á áhorfandann en í augunum ríkir óljós ringulreið, það er freistandi að lesa úr þeim ringulreið heimsins. Innsetningin í heild skapar göngu- leið í rýminu. Hún samanstendur af trékössum sem notaðir eru við flutn- ing og geymslu listaverka og vísar þannig til stærra samhengis verka listamannsins. Inn á milli eru verk Nara í formi lítilla herbergja sem áhorfandinn getur gægst inn í eða jafnvel farið inn. Herbergin og lítil skot inn á milli kassanna bjóða upp á óvænt augnablik á vegferð áhorfand- ans um heim Nara, barnslegan og sakleysislegan við fyrstu sýn en áleit- inn þegar nánar er að gáð. Í endalausri uppreisn Morgunblaðið/Heiddi MYNDLIST RAGNA SIGURÐARDÓTTIR Kassar „Herbergin og lítil skot inn á milli kassanna bjóða upp á óvænt augnablik,“ segir í dómnum. Risavaxið andlit og stór augu stara á áhorfandann en í augunum ríkir óljós ringulreið. LISTASAFN REYKJAVÍKUR, HAFNARHÚS | Yoshitomo Nara + YNG, Innpökkuð herbergi Til 3. janúar 2010. Opið alla daga 10- 17, en 10-22 fim. Aðgangur ókeypis. bbbmn MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2009 12 LesbókGAGNRÝNI Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sýningin „Blik“ þar sem sýnd eru verk eftir íslenska listamenn sem tengja má Op-listinni (Op Art). Sýningunni er ætlað að hverfast um Eyborgu Guð- mundsdóttur (1924-1977) en auk mynda hennar má sjá verk eftir Hörð Ágústsson, Jón Gunnar Árnason, Arnar Herbertsson, Hrein Friðfinns- son, Helga Þorgils Friðjónsson, JBK Ransu og Ólaf Elíasson. Eyborg og Hörður voru af sömu kynslóð og unnu bæði í anda geó- metrískar afstraktlistar. Skyldleiki er með verkum þeirra frá 7. og 8. ára- tug síðustu aldar, ekki síst þar sem skálínur eða rendur mynda uppistöðu verkanna. Margir þekkja límbands- verk Harðar (unnin með lituðu lím- bandi). Færri þekkja líklega verk Ey- borgar, en þó hefur handbragð hennar síast inn hjá gestum á Kaffi Mokka í gegnum tíðina þar sem verk hennar hefur hangið í glugganum frá 1966. Nákvæmlega unnin og út- hugsuð verk þeirra beggja ögra skynjun þess er rýnir í þau og sér liti sem ýmist hörfa, koma á móti manni eða fara á hreyfingu við jaðar sjón- sviðsins. Í verki Eyborgar, Tileinkun, skapar hún rýmisblekkingu innan myndheimsins en það er hreyfing gesta í sýningarrýminu sem full- virkjar skynrænan leik í plexíverkum frá 1967. Verkin lýsa tengslum Op- listarinnar og hreyfilistar (Kinetic Art). Í því samhengi saknar maður verka eftir Dieter Roth sem hann vann hér á landi undir slíkum form- merkjum, ekki síst flettibókanna frá 6. áratugnum. Hörður Ágústsson var jafnframt einn þeirra sem áttaði sig á framúrskarandi gildi verka Roths á þessum árum. Listamenn sem tengjast SÚM- hópnum eiga verk á sýningunni, þ.e. Jón Gunnar Árnason, Hreinn Frið- finnsson og Arnar Herbertsson. Roth hafði mikil áhrif á unga myndlist- armenn sökum tengsla sinna við evr- ópska framúrstefnu en einnig má ætla að afbragðshandverk og tækni- kunnátta, sem birtist einkum í upp- hafi ferilsins, hafi skilað sér til margra SÚM-listamanna. Stál lék t.d. í höndunum á Jóni Gunnari, en einkar fáguð útfærsla spegilstáls- verks hans Gravity magnar rým- isblekkingu sem verkið kveikir. Sama má segja um Epherical painting og gólfverk (Sundmaður) eftir Hrein. Í nýlegu verki beitir Hreinn hólógram- stækni á áhrifaríkan hátt. Vandlega útfærð mynstur í málverkum Arnars búa yfir sjónbrögðum sem minnir á útsaumsmynstur í vefnaði. Í verkum hans, og plexíverkum Eyborgar, má glöggt skynja tengsl við kúbíska og fútúríska þræði sem einkenndu ár- daga framúrstefnu á fyrstu áratugum sl. aldar. Hringformið, sterkir litir, mynstur, speglun, samhverfa – allt eru þetta einkenni á verkum sýningarinnar. Formum, litum og tækni er markvisst beitt til að hafa áhrif á, bregða á leik með og blekkja skynjunina, eða til að virkja ályktunarhæfni skynfæranna. Litsterk, hringlaga form eru ráðandi í PopOp-verkum JBK Ransu þar sem skörun og hreyfing forma kveikja frá- sagnarlegar vísanir í hreyfingu plán- etanna eða í fyrirbæri afþreying- armenningar. Verk Helga Þorgils Friðjónssonar vekja vangaveltur um huglæga skynjun lita, sem og mynd- röð Ólafs Elíassonar sem orkar á tímakennd áhorfandans, t.d. kennd fyrir ferli dögunar, sólseturs, eða kólnunar. Verk Eyborgar eru hér sýnd í skemmtilegu rímsamhengi, en þau eru þó ekki í sérstöku aðalhlutverki. Sýningin hverfist raunar um Op- listina sjálfa (vert er að benda á skemmtilega Blik-smiðju þar sem gestum gefst kostur að átta sig á eig- inleikum Op-listar). Í því samhengi sakar ekki að nefna fleiri listamenn sem þarna hefðu átt erindi. Má þar nefna tvíeykið Stephen Fairbairn og Margréti Jóelsdóttur, en þau hafa lengi unnið markvisst með sjónblekk- ingar. Verk eftir Sigurð Árna Sig- urðsson og bræðurna Pétur og Tuma Magnússyni hefðu einnig verið við hæfi, m.a. vegna skírskotunar hinna tveggja fyrrnefndu í trompe l’oeuil- hefðina. Þarna hefðu líka sómt sér vel málverk Eggerts Péturssonar og deplamyndir Birgir Andréssonar sem vísa aftur í rætur Op-listarinnar í im- pressjónisma og pointillisma. Á sinn hátt vekur „Blik“ – þetta vel til fundna Op-stefnumót – þó verðskuld- aða og tímabæra athygli á verkum Eyborgar Guðmundsdóttur. Sjónræn erting MYNDLIST ANNA JÓA LISTASAFN REYKJAVÍKUR – KJARVALSSTAÐIR | Blik – Samsýning Til 8. nóvember 2009. Opið alla daga kl. 10-17. Aðgangur ókeypis. Sýning- arstjóri: Helgi Már Kristinsson. Morgunblaðið/RAX Glerverk „Færri þekkja líklega verk Eyborgar, en þó hefur handbragð hennar síast inn hjá gestum á Kaffi Mokka í gegnum tíðina þar sem verk hennar hefur hangið í glugganum.“ Hringformið, sterkir litir, mynstur, speglun, samhverfa – allt eru þetta einkenni á verk- um sýningarinnar. Kvikmyndir Andkristur - Antichrist bbbbm Í anda Strindbergs teflir Trier fram tveimur persónum sem kljást í sál- fræðilegri baráttu um hugarforræði. Hjónin elska hvort annað, en frægasta afbrigði ástarinnar, heiftin, eitrar líf þeirra og þau keppast leynt og ljóst að því að klekkja fólskulega hvort á öðru. Hann er lærður fulltrúi feðraveldisins – sálfræðingur með stórmennskubrjálæði, sem telur sig útvalinn frelsara konu sinnar. Hún er þjökuð sálarsýki, á gandreið óbeisl- aðrar undirmeðvitundarinnar og knúin af dauðahvöt... Framvindan er órökleg, söguþráðurinn rýr og lítið um haldbæran boðskap. Þetta er því ekki hefðbundin frásagnarkvikmynd sem stýrir meginstraumsáhorfi og er rík af skemmtanagildi. And- kristur býður upp á mikla fræðilega umræðu og túlkun, en það má finna henni til foráttu að hún er fólskuleg árás á vammlausa blygðunarkennd áhorfenda. Blöskrun þeirra og umtal eykur þó kaldhæðnislega hróður myndarinnar sem verður vafalaust titluð meistaraverk ef hún hlýtur einhvern tímann náð. Hjördís Stefánsdóttir Leiklist Borgarleikhúsið - Heima er best Á hverjum degi leika þeir feðgar leikrit, eins konar farsa sem faðirinn hefur samið. Hann þvingar bræðurna til að taka þátt í skrípaleiknum og þurfa þeir að leika allar persónur verksins nema persónu föðurins. Sagan sem er leikin byggist á fortíð mann- anna á Írlandi og er afskræmdur veruleiki þess sem í raun gerðist. Þessi farsi er til- vistargrundvöllur fjölskyldunnar, heldur henni saman og án hans kemst „efinn inn um dyrnar“... Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri hefur yfirleitt ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur og hefur útfært verkið af mikilli natni. Leikritið flokkast undir kolsvarta kómedíu en andlegt ofbeldi og hryllingur eru ekki langt undan. Það verður að viðurkennast að verkið minnti nokkuð á sýninguna Vestrið eina sem sýnt var á síðasta leikári. Þar var einnig á ferð írskt verk, með sama leik- stjóra og aðalleikara og fjallaði einnig um sérkennileg samskipti bræðra. En við uppsetningu á Nýja sviði Borgarleikhússins er valinn maður í hverju rúmi. Leikararnir standa sig allir með mikilli prýði, skipta um hlutverk vandkvæðalaust án þess að fipast og fara vel með textann. Ingibjörg Þórisdóttir Myndlist Kling & Bang gallerí – And- vökur. Samsýning níu kan- adískra listamanna. Sýningu lýkur 4. október. bbbmn Sýningarstjórinn David Diviney, sem hefur áður komið við sögu hjá galleríinu, ku hafa sótt inn- blástur til Stephans G. Stephanssonar og samþættingu menn- ingarstrauma sem Klettaskáldið hefur tekist á við í list sinni og gætir jafnvel ljóðrænna strauma á sýningunni... Svona samsýningar í galleríum, með þetta einu til tveimur verk- um á mann, þykja mér sjaldan spennandi. En „Andvökur“ er margslungin sýning sem ber að gefa góðan tíma, vilji maður njóta hennar til fulls. Listamennirnir bregðast einkar vel við að- stæðum og ná að gefa rýminu heildstæða mynd. Spaugsemi er þar einkennandi og kemur hún til af vali sýningarstjóra fremur en að það séu séreinkenni á kanadískri list. Og fyrir mitt leyti hittir þessi sýning í mark. Jón B. K. Ransu Í GANGI Víkingar og skáld Greinar og ritgerðir e. Jónas Gunnar Einarsson Vinja útgáfufélag - www.vinja.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.